Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Síða 10

Fálkinn - 27.04.1964, Síða 10
Ruth sat við símann og reyndi að knýja hann í huganum til að hringja. — Vertu svo góður að hringja! sagði hún upphátt, — elsku Derek, ég meinti ekk- ert með því sem ég sagði í gær- kveldi. Það barst ekkert svar nema tifið í stundarklukkunni, sím- inn þagði. En hún þóttist greina rödd Dereks. — Svört simt.ól hæfa stórum þreytuleguin manneskjum og það ertu ekki, vina min. Sjáðu um að honum verði skipt. Og auðvitað hafði hún gert það eins og hún gerði allt sem Derek fór fram á. Stöku sinn- um datt henni í hug að það værí einmitt þess vegna sem hann elskaði hana. Hún var snotur og snoppu- fríð, kannski helzt til mögur og skuggar undir háu kinnbein- unum. Hárið klippt að nýjustu tízku og dálítill ennistoppur. Ekki mundi hún hvernig hún hafði litið út áður en hún kom til Lundúna og hitti Derek. Hún hafði forðum verið glöð og kát og þekkti hvorki ást né afbrýði. — Ég tel upp að tíu, sagði hún við mynd sína í speglinum, og ef hann ekki hringir áður, þá skal ég — þá skal ég — skal ég .... fara í langa gönguferð. Hún sneri baki í símann og einbeitti sér að því að fá hann til að hringja. Hún varð æ sein- mæltari: — átta ......níu .......... tíu.............. Og skyndilega hringdi sím- inn. — Halló! Rödd hennar titr- aði. — Gæti ég talað við ungfrú Monro? Það var karlmannsrödd. Djúp og karlmannleg, með framandi hreim. Ó .... Hún koin ekki upp orði fyrir vonbrigðum. — Halló! Er enginn þar? — Jú, þetta er Ruth Munro. Við hvern tala ég? Kannski var það sjúkrahús, Derek hafði orðið fyrir slysi. Hjartað barðist 5 brjósti henn- ar. — Ég heiti Matthew Hardy, sagði maðurinn, þér verðið að afsaka hvað ég hringdi seint, en ég er vinur frænku þinnar, Madge í Toronto og hún gaf mér núúmerið. — Jæja, hvernig líður Madge, tuldraði Ruth. — Ágætlega, hún eignaðist þriðja son sinn fyrir réttri viku. — Jæja, einmitt það. Ruth reyndi að sýna áhuga þó hún væri í rauninni hætt að hugsa um æskuvinu s,na Madge og hún reyndi að rifja upp nafn- ið á eiginmanni hennar. — Og hvernig hefur Teddy það? spurði hún kurteislega. — Hann hefur það stórfínt, nær ekki upp í nefið á sér fyrir stolti vegna sonarins. Rauk út' og keypti veiðistöng þegar hann heyrði að það var strákur. Hann gerði hlé á máli sínu og beið þess að hún hlægi líka. Ruth reyndi að brosa og gera röddina lítið eitt hlýrri, en átti eríitt með það. — Hvenær komstu til Eng- lands? — í gærkveldi. Mig langaði að bjóða þér út að borða. —Því miður, ég er upptekin. — Ég gat látið mér detta það í hug. Snotur stúlka, eins og þú .... — Þú getur þó ekki vitað hvernig ég lít út? — Jú, ég hef séð mynd af þér hjá Madge. — En það er langt síðan þær voru teknar. Hann virtist eltki taka það nærri sér þótt hún vísaði hon- um á bug. Sennilega var hann með langan lista af símanúmer- um, — Má ég hringja seinna? — Já, það máttu gera, sagði Ruth og einblíndi á klukkuna. — Fint, þá geri ég það, bless. Ruth lagði tólið varlega á og beið þess að síminn hringdi aft- ur samstundis. En hann hringdi ekki. Hún reikaði eirðarlaus um nýtízkulega stofuna, sern bar vitni um smekk Dereks í einu og öllu. Hún sá Mathew Hardy fyrir sér, sennilega var hann hávax- inn og kraftalegur. Það skipti þó engu máli því vísast mundu þau aldrei sjást. Hana rámaði í, að Madge hefði minnzt á hann einu sinni eða tvisvar. Gamall vinur Teddys. Ruth varð reikað fram í eld- hús. Það leið að hádegismat. Það hafði áður sletzt upp á vin- áttu hjá þeim Derek en alltaf höfðu þau sætzt aftur. Hún hafði að vísu alltaf stigið fyrsta skrefið í þá átt, en í þetta sinn var það ógerlegt. Og snemma á sunnudag mundi hann fara út úr bænum og vera burtu mán- aðartíma og allan morgundag- inn yrði hann önnum kafinn við störf. Vinna á laugardegi? hafði Ruth sagt og efinn gerði strax vart við sig. Þrem sinnum hafði hún stað- ið hann að því, að slá sér upp með öðrum stúlkum. En alltaf hafði hann skýringar á reiðum höndum. Á morgun þóttist hann upptekinn við að sýna einhverj- um manni frá Norður-Englandi verksmiðjuna þó hún væri lok- uð. Hann var skemmtilegur, Derek, fríður og skarpgáfaður. Hún hafði dregið sannleiks- gildi þessarar staðhæfingar hans í efa og að lokum hafði slegið í brýnu með þeim. Derek varð reiður: ,,Þú heldur lcannski þú eigir mig með húð og hári!“ Minnstu þess, að við erum ekki gift! — Og verðum það sennilega aldrei! svaraði hún og iðraðist þe'ss um leið og hún sleppti orðinu. — Sennilega aldrei, sagði hann seint og hægt. Ég verð að vera frjáls. En það skilur þú ekki .... Hann horfði á hana andartak þögull, snerist síðan á hæl og gekk til dyra. — Þú hringir til mín bráðum, bað Ruth. — All right. — Einhvern tíma á morgun. Hann hafði ekki kysst hana, heldur látið dyrnar síga að stöf- um. Það hefði verið betra ef hann hefði skeilt hurðinni. Brjóstvitið hvíslaði því að henni, að liér með væri öllu lok- ið á milli þeirra en hún neitaði að viðurkenna það. Hann hafði lofað að hringja, og það var ekki í fyrsta sinn, sem hún hafði set- Uiii stundarbil hafdi hiin §etið ein síns lið§ og beðið þe§§ að Derek hringdi, en þá hlj«imaði ókunn karlmannsrödd í §ímann • • • ið sem á nálum og beðið þe©3 að hann hringdi. Regndroparnir féllu á rúðuna í þann mund sem hún setti ket- ilinn á eldavélina. Eitt sinn hafði henni fundizt Lundúnir dásamlegasti staður á jarðríki þrátt fyrir storm og regn. Það var meðan allt lék í lyndi og hún haíði Derek sinn hjá sér. Hún hafði kært sig kollótta um veðrið. Nú voru göturnar auðar og dapurlegar og allt ömurlegt og ósjálfrátt kom henni Mathew Hardy í hug. Hún hefði átt að vera ögn viðfelldnari í hans garð. Ruth bar tebakkann með sér inn í stofu og var nýsetzt þegar síminn glumdi á nýjanleik. En það var ekki Derek. Það var landsiminn. Mamma hennar. — Halló! Ert þú þarna, Ruth? — Já, það er ég. Það er þó ekkert að hjá ykkur? — Nei, hreint ekki. Mér bara datt allt í einu í hug að hringja. Við höfum ekkert heyrt frá þér svo lengi. — Mér þykir það leitt, mamma. Ég hafði hugsað mér að skrifa, sagði Ruth, og fann til sektar. Henni hafði til þessa fundizt allt hégómi hjá Derek. Nú fann hún til samvizkubits. — Okkur grunaði, að ekki væri allt með felldu hjá þér, sagði mamma hennar. — Nei, hér er allt í stakasta lagi. — Hvernig líður pabba, spurði hún svo. Mamma hló: — Hann er að ærast af því að sláttuvélin er í ólagi. Og hvernig gengur vinn- an hjá þér? — Mikið að gera upp á síð- kastið? — Gættu þin að ofreyna þig ekki. Ertu mikið úti að skemmta þér? — Hvenær sem ég get, sagði Ruth þurrlega. □ Allt varð að vera eftir höfði Dereks. Hún varð alltaf að vera boðin og búin að uppfylla óskir hans. Eitt sinn hafði hún tekið hann með sér heim til foreldr- anna, en heimsóknin hafði ekki heppnazt sérlega vel.En Ruth hafði kennt foreldrum sínum um það. hún sér að segja frá Hardy. lengur viss um að sökin væri þeirra. Hún vissi að mamma hennar hafði hann í huga þegar hún hringdi, en til þess að forð- ast frekari spurningar flýtti húnsér að segja frá Hardy. Framh. á bls. 41. , 10 FÁLK.INN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.