Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 12
• /• jWi iivih u ttíiyin n 21. /hiii 1309 varð uppi fótur oi/ fit i Reykjuvík. Á skipaleyuna sit/ltli breskt freifjtí tuskip oy rarpaöi þar akkerutn. — Skipiö var 271 lest9 búiö ÍO siúrskttta btjssu nt. Á skipinu voru 27 iiii'iin 1. A íyrsta tug 19. aldar gerðust mikil tíðindi íslandssögu. Þá var rofið hið aldalanga tilbreytingarleysi hennar, er hún hafði borið svipmót af. Atburðir sögunnar höfðu um langt skeið fallið í farveg leiðinlegs aldarháttar og miður góðrar stjórnar. Herraþjóðin, er réði stjórn- skipuninni, hafði lítinn skilning á högum íslendinga, og því minni vilja til að bæta úr þeim erfiðleikum, er steðjuðu að. Konungur Danmerkur var lengst af geðveikur vesalingur, illa haldinn af ýmiss konar fýsn, er var langt af vegi hugsandi og framsækins almennings. Aldrei um alla sögu þjóðarinnar, var hún eins fámenn og illa stödd jafnt fjárhagslega og atvinnulega og i lok 18. aldar. Danir höfðu haft lag á því með illri stjórn á landinu, sérstaklega í verzl- unarmálum, að auka á hörmungar landsmanna, hinar ilu hörmingar, er steðjuðu að af völdum eldgosa og ills árferðis. En verðandinn var að færa kúguðum þjóðum heim sanninn um, að dagur kúgarans var senn allur á lofti. íslendingar fengu einnig forboða þess á fyrsta tug 19. aldar. ísland varð allt í einu vettvangur hinnar miklu verðandi veraldarsögunnar, heillandi í ó- kunnugleik og hinum magnslungnu töfrum, fólgnir í því að hafa verið úr vegi um margar aldir — langt frá öðrum þjóðum. — Landafundirnir miklu urðu til þes, að siglingar fóru stór- lega í vöxt um úthöfin. Þegar hvíti kynstofninn hafði lagt grunninn að vaxandi ríkjum í heims- álfunum nýju — sérstaklega Vesturheimi — jukust þangað siglingar með auknum viðskipt- um og verzlun. Eitt var það ríki, er hafði mest afgerandi áhrif fyrir ísland og auknar sigl- ingar um norðanvert Atlantshaf. Það var hið unga lýðveldi í Vesturheimi, Bandaríki Norður- Ameríku. Eftir að þau urðu áhrifarík og náðu festu í siglingum og verzlun, sóttu þegnar þeirra til markaða gamla heimsins, og lögðu smyrsl við sár hinnar sístríðandi Evrópu. Napóleonsstyrjaldirnar færðu Bandaríkjunum aukinn mátt til sóknar á sviði viðskipta og siglinga. Þau voru eina ríkið á norðurhveli jarðar, er var hlutlaust og nokkuð kvað að. Styrj- aldarárin urðu þeim mikill áfangi. Að loknum styrjöldunum neyttu þau krafta sinna af þrótti og reynslu og náðu með hverjum áratug 19. aldarinnar sem leið auknum viðskiptamætti. Á styrjaldarárunum, urðu íslenzkir fiskimenn og strandbúúar á stundum varir við siglingar þeirra, og hafa eflaust haft við skipin einhver viðskipti. Þetta urðu góð kynni við hið unga lýðveldi nýja heimsins, og komu sér vel í siglingateppunni miklu, er stafaði af hafnbanni stórveldanna í Evrópu. En skipti þessi voru boði nýs tíma. ísland var að komast í þjóð- braut, þó enn liðu nokkrir áratugir, þar til að afgerandi yrði um lífsafkomu þjóðarinnar. Síðustu áratugi 18. aldar fengu vísínda- og ferðamenn áhuga á íslandi, sakir náttúru- fyrirbæra landsins, sögu og ævafornar menningar. Nokkrir lögðu leið sína til landsins og urðu einlægir vinir þess og þjóðarinnar. ísland eignaðist volduga vini á Bretlandseyjum, vini, sem urð ulandinu til mikilla heilla á vandræðatímum ófriðaráranna. Fyrstu vetrar- siglingar til landsins urðu af hvatningu slíks manns. Þarna var enn roði nýs dags á lofti. íslenzka þjóðin var á leið til heimsmarkaðanna, hinna miklu markaða fyrir utan takmörk Danaveldis. Sagan er í svipbrigðum og farvegi lík móðu, er rennur um margbreytilegt landslag. Hún tekur margs konar svipmót og fjölþætta lögun. Svo hefur alltaf verið, en sjaldan jafn- fjölskrúðugt á að sjá, og á byltingartímunum á fyrsta tug 19. aldar. Þá leystist margt úr læðingi á fslandi og skóp fjölþætta þræði, er lágu til hinnar miklu urðar komandi ára. Um stund skulum við bregða okkur frá líðandi tíma og svipast um í því umhverfi, er fyrir löngu var. 2. Arið 1809 rann upp á íslandi með mildri tíð og varð vetur góður um land allt. En á þessu ári urðu meiri tíðindi, en áður höfðu gerzt. Um miðjan janúar komu hingað enskir kaupmenn, hálfgerðir víkingar, undir forustu dansks manns, mikils ævintýramanns. Hér Framh. á bls. 26. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.