Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Page 18

Fálkinn - 27.04.1964, Page 18
Nokkru eftir landsýn skall myrkrið á. Skipið erfiðaði og valt og þeir sáu brimið svarra við ströndina. Þar sem óbrotin úthafsaldan skall inn í skorir spýttust sæstrókar hátt í loft, líkt og goshverir. Hann gekk á með éljum og sund og sker Færeyja hurfu sjómönnunum um stund. Togarinn Goðanes frá Neskaupstað hafði farið úr heima- höfn snemma morguns á annan í nýári. Stefna var tekin til Færeyja, þar sem nokkrir hásetar af skipinu höfðu orðið eftir á aðfangadag jóla, er skipið var á heimleið úr söluferð. Nú skyldu þessir menn sóttir en síðan haldið á veiðar við fsland. Skipstjórinn, Ólafur Aðaibjörnsson, sem verið hafði með skipið var í landi. Hafði haldið jól heima hjá fjölskyldu sinni og hann átti að sækja tii Grenivíkur eftir að náð hafði verið í Færeyingana. Fyrsti stýrimaður, Pétur Hafsteinn Sigurðsson, var því skipstjóri nú, aðeins tuttugu og fjögurra ára að aldri. Hvassviðri var á og mikið brim, sem fyrr segir Ferðinni var heitið til Skálafjarðar á Austurey. Ingvar Bjarnason var þriðji vélstjóri á Goðanesi í þessari ferð skipsins. Hann segir svo frá því sem gerðist þessa örlagaríku nótt: — Við vorum búnir að vera eitthvað um sólarhring frá Neskaupstað og vorum að sigla inn á milli eyjanna. Eitthvað hafði verið talað um að fara til Þórshafnar, en þar var foráttu brim og ekki árennilegt að sigla þangað inn. Áfram var því haldið inn Tangafjörð og beygt er Skálafjörður opnast. Fyrsti vélstjóri, Guðmundur Helgason var á vakt í vélarrúmi, en ég hafði hugsað mér að fara í land og skoða bæinn er við kæmum til Skálafjarðar og var að skipta um föt. Allt í einu fann ég að skipið rakst á eitthvað og kastaðist til í sama vettvangi heyrði ég vélsímann hringja og fann að vélin vann af fullum krafti. Ég hljóp niður í vél og á leiðinni kallaði einhver til mín að við værum strandaðir. Skipið hallaðist og valt til á skerinu. Nokkrum sinnum var reynt að taka aftur á, en án árangurs. Skipið var gjörsam- lega fast. Eftir nokkurn tíma var sýnt að skipinu yrði ekki náð út. Við slökktum undir katlinum og blésum út af honum. f vélarrúminu var ekki meira að gera. Þar var allt að fyllast af sjó. Það var ömurlega að fikra sig upp. Skipið slóst til og frá og hljóðið er skipsbotninn nýstist við grjótið, smaug gegnum merg og bein. Ég fór upp á dekk og upp í brú. Brimið gekk yfir skipið. Framskipið var í kafi annað slagið og gangarnir. Þeir sögðu að Axel loftskeytamaður hefði sent út SOS og náð sambandi við Austfirðing, hann væri á leiðinni á strandstaðinn. Þeir voru aftur á bátadekki stýrimennirnir og flestir hásetarnir, og voru að reyna að koma bátunum út. Það gekk vel að setja út davíðurnar og þeir slökuðu bakborðsbátnum, en skipið valt til á skerinu þegar ólögin riðu yfir og brotsjóarnir og báturinn lenti á hvolfi í sjónum. Þeir, sem voru að vinna við stjórnborðsbátinn slökuðu honum rétt á eftir og það fór á sömu leið. Hann brotnaði og slitnaði frá og hvarf út í sortann. Við fórum að skjóta flugeldum til þess að vísa skipunum leið. Eftir að maður vandist myrkrinu, sást að það braut allt í kringum okkur, víst eina tvö- til þrjú hundruð metra. Eftir að bátarnir fóru, reyndum við að losa fleka, sem var líka á bátadekkinu, en rétt þegar hann var laus rann skipið aftur og Pétur skipstjóri skipaði mönnunum, sem voru á bátadekkinu að koma tafarlaust upp í brú. Eftir örstutta stund var bátadekkið að mestu í kafi. Við vorum nú allir í brúnni og biðum. Sem betur fór, voru flestir miðskips þegar skipið tók niðri, því rétt á eftir var ógerningur að komast eftir þilfarinu. Loftskeytamaðurinn hafði samband við „Austfirðing“ og nýtt færeyskt skip, „Austurhafið blíða“, sem einnig var komið á vettvang. Við höfðum ljós, týrur frá neyðargeymum og það var mjög gott fannst okkur. Það braut stöðugt á skipinu og rúðurnar í brúnni brotnuðu. undan sjónum ein af annarri. Við tókum það sem lauslegt var, til þess að troða upp í gluggana, en það dugði skammt. Vegna þess að skipverjar voru miðskips og að svo til strax braut yfir þilfarið, var aðeins helmingur okkar með lífbelti. Hin voru framm í og við höfðum mikinn hug á að ná þeim. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.