Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 27.04.1964, Blaðsíða 21
eitt einasta baðherbergi í höll hans og það var ekki nokkur upphitun. Fyrstu stjórnarár hans hafði gamli maðurinn ætíð láfið sitja á gólfinu. Síðar lét hann smíða húsgögn og voru sum enn notuð þegar ég kom að hirðinni. Um innri híbýlabrýði var ekki að ræða eins og þekkist á vesturlöndum. Mc .ohammed Reza bjó í Echtessassi, sem var nýtízku- leg villa byggð skömmu eftir 1940. Stóð húsið gegnt Marm- arahöllinni og var byggt úr betra efni. En það var bersýni- legt að konuhönd hafði ekki komið hér nálægt svo árum skipti. Stólarnir voru margir heldur lasburða, áklæði snjáð og gluggatjöldin slitin, eldhús- ið var vægast sagt mjög frum- stætt og þjónaherbergin líkari litlum fangaklefum en her- bergjum frjálsra manna. Fljót- lega eftir trúlofun okkar spurði ég keisarann eins kurteislega og mér var unnt: „Haldið þér ekki að hús yðar þyrfti nokkurrar lagfæi’ingar við?“ „Hvað segið þér? Fellur yður það ekki?“ spurði hann undr- andi. Ég skýrði fyrir honum þær breytingar, sem ég hefði áhuga á að gera og við sendum eftir innanhússarkitekt frá París, að nafni Jansen. Hann kom, skoð- aði húsið og gerði áætlun, en þegar við fengum í hendur greinargerð hans komst keisar- inn að þeiri-i niðurstöðu, að þetta yi’ði að bíða um sinn. Þetta var ekki í eina skiptið, sem hann sýndi hagsýni. Hann gaf fyrirmæli um að brúðkaup okkar skyldi vera eins látlaust og mögulegt var. Hann vildi fyrir hvern mun forðast tilefni til illdeilna vegna eyðslusemi meira að segja bannaði hann systrum sínum að kaupa nýja kjóla í tilefni brúðkaupsins. Samkvæmt fornum persnesk- um venjum heldur hvert ein- asta þorp í Persíu hátíð og sendir okkur dýrar gjafir. Keis- arinn gaf fyrirskipun að hátíða- höld skyldu felld niður og hvað gjöfunum viðvék ákvað hann að þeir peningar, sem fengjust fyrir þær skyldu látnir renna til góðgerðarstarfsemi. 1» egar hér var komið sögu vissi ég nálega ekkert um pers- nesk stjórnmál, en lljótlega fann ég að þetta var erfiður tími. Yfir hirðinni hvíldi óút- skýranlegur drungi, sem bera má saman við ástand rétt áður en fárviðri skellur á. Fyrstu bendinguna í þessa átt fékk ég kvöld eitt er ég sat til- borðs með keisaranum og systrum hans. Prinsessurnar ertu bróður sinn og sögðu: „Brúðarefni yðar er alltof ungt fyrir yður! Hún er ekki af barnsaldri og þér eruð hálf- gerður öldungur!“ Mohammed Reza, sem þá var þrítugur að aldri, svaraði með daufu brosi: „Keisaradrottningar eldast fljótt. Það líf, sem hún á í vændum mun bráðlega gera gera hana gráhærða.“ Ég verð að játa, að mér varð hverft við þessi orð. Ósjálfrátt skildi ég, að með þessu reyndi keisarinn að segja mér sann- leikann með glaðlegum orðum. Fáeinum dögum síðar, er við vorum tvö ein á göngu varaði hann mig beinlínis við: „Þér megið ekki ímynda yður, að ég bjóði yður neitt sældarlíf, Soraya. Þær skyldur sem biða yðar eru erfiðar og þi'eytandi. Ég vona að þér gerið yður ekki of glæstar hugmynd- ir.“ Þá skildist mér í fyrsta sinn, að þessi maður mat stöðu sína og þjóð sína meira en nokkuð annað - meira en einkalíf sittt. En-áður en ég fengi ráðrúm til að hugleiða málin nánar veiktist ég hastarlega. Það var átján dögum eftir komu mína til Teheran, að ég sneri heim úr útreiðartúr með brennheitar kinnar. Ég nötraði frá hvirfli til ilja. Móðir mín hljóp á móti mér og hrópaði: „í hamingju bænum, hvað er að þér, barn?“ „Mér líður óskaplega illa,“ sagði ég veiklulega. „Ég held það sé að líða yfir mig.“ í skyndi var sent eftir lækn- um og þeim varð þegar Ijóst að hér var um taugaveiki að ræða. Þar sem meðgöngutím- inn er frá einni upp í þrjár vik- ur var augljóst að ég hafði sýkzt strax eftir heimkomuna til Teheran. En þeir vildu kom- ast hjá að vekja ótta hjá mér og töluðu aðeins um eitrun í maga. Það varð uppspretta orðróms, sem fór eins og eldur í sinu um alla Evrópu, að óvinir keis- arans hefðu byrlað mér eitur. Það var jafnvel sagt að Ashraff prinsessa vildi ryðja mér úr vegi, þar eð hún óttaðist að missa áhrif sín á keisarann. Auðvitað var þetta allt þvætt- ingur. Um þessai' muridir var taugaveikifaraldur í Teheran. Ég var ekki sú eina af hirðinni, sem veiktist, ein mágkona mín og nokkrar aðrar höfðu einnig tekið veikina. Meðan þessu fór fram gátu læknai’nir ekki komist að sam- komulagi um, hvaða meðferð skyldi notuð mér til lækningar. Einn þeiri’a vildi lækna mig eftir sínum eigin leiðum. Að lokum bar dr. Karim Ayadi, líflæknir keisarans, sigur úr býtum. Hann gaf mér aureo- mycin, sem þá var nýkomið á markaðinn. Ég vai’ð að liggja rúmföst í mánuð eins og nauð- synlegt er eftir taugaveiki, og var því ekki um annað að ræða en fx-esta brúðkaupinu. K eisarinn var mjög þol- inmóður og einnig einkar nær- gætinn við mig. Þá kynntist ég nýjum og mikilvægum þátt- um í skagerð hans og með því óx einnig sú innilega hlýja og kærleikur, sem ég bar til hans. Hann annaðist um að bezta hjúkrunarkonan í allri Persíu var fengin til að hjúkra mér, eina persneska hjúkrunarkonan í íi’an, sem hafði hlotið mennt- un sína og þjálfun í Banda- ríkjunum. Auk þess sendi hann mér hljómplötur og lét koma fyrir kvikmyndatjaldi og lítilli sýningarvél í sjúkraherbergi mínu. Hann heimsótti mig á hverj- um degi og systur hans voru einnig mjög áfjáðar í að vitja mín. Þær voru svo afbrýðis- samar hvor út í aðra, að Shams móðgaðist við mig, ef ég leyfði Ashraff að koma of oft og öfugt. Loks lét ég þær vei’ða þess varar, að báðar þreyttu mig. Eftir að ég tók að hressast, notaði ég tímann til að kynna mér eftir föngum stjórnmála- ástandið í landinu mínu. Aðvör- unarorð keisarans höfðu orðið mér ráðgáta. A hverjum morgni lét ég færa mér að rúminu öll dagblöðin og vinir mínir og ættingjar létu mér í té vitn- eskju um það, sem var að gerast bak við tjöldin. Það virtist aðallega snúast um Susa olíuna. Ensk-íranska olíufélagið — en brezka flota- mála stjórnin var helzti hlut- hafi í því — greiddi stjórn okk- ar árlega fimmtán prósent. Þetta hrökk skammt fyrir jafn stórt land og Pei’sía er. Og þetta var grundvallarástæðan fyrir fátækt alls þorra manna. Meðan ég hafði dvalið í Ev- lóþtl háfði hagur fólfeins yerdíi- að stói’lega. Þriðjunguf þjóðar- innar var atvinnulaus. í út- hverfum Teheran hafði ég séð óteljandi betlara og böi-n, sem þjáðust af beinkröm á mjög háu stigi. Um þessar mundir hafði ameríska-saudi-arabiska olíufé- lagið samið um jafna skiptingu sinnar olíu. Margir Persar heimtuðu nú að samið yrði um þessi sömu kjör hjá okkur, en Bi'etar neituðu algei’lega. Einn af föðurbræðrum mínum, sem hafði áður átt skipti við Breta fyrir hönd ættar sinnar, út- skýrði fyrir mér: „Félagið hefur lofað að af- henda olíuna okkgy til bfézEa flotans á lægra vei'ði en heims- markaðsverðið er. Það er ástæðan fyrir því, að Bretar hafa enn efni á að eiga stærri flota en nokkuð annað stór- veldi.“ „Og hvenær er samning- urinn við félagið útrunninn?“ spurði ég frænda minn. „1952. Bretar ætla að færast undan öllum breytingum þang- aði til. Þeim finnst ekkert liggja á, vegna þess að þeir álíta að Razmara forsætisráðherra sé á þeirra bandi.“ Ali Razmara ' hafði verið kynntur fyrir mér. Hann var virðulegur maður á fimmtugs- aldri með sérstaklega gáfuleg augu. Mér var sagt, að hann væri hégómagjarn að veggirnir í heimili hans væru þaktir myndum af honum sjálfum. M ér hafði komið hann fyrir sjónir, sem væri hann mjög metorðagjai'n maður og ekki einn af þeim, sem hægt væri að ti’eysta. Hann var í hópi þeirra háttsettu embættis- manna, er sagt var um: „Þeir hafa enskt frímerki — stund- um á enninu, stundum annars staðar.“ Og London skildi þetta full- komlega. Hvers vegna skyldu þeir kæra sig um það sem pers- neski múgurinn hugsaði? And- mæli þeirra voru látin sem vindur um eyru þjóta. Þá gerðist atburður, sem reyndist hafa örlagaríkar af- leiðingar. í apríl 1950 var Mossadeq kjörinn á þing. Ég þekkti hann ekki persónulega, þótt hann væri ættaður frá Isfahan og hefði verið náinn vinur fjölskyldu minnar árum saman. Tengsl hans við Bakh- tiar voi’u grundvölluð á hinni djúpu tortryggni, sem hann bar til olíufélagsins. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.