Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Side 23

Fálkinn - 27.04.1964, Side 23
sendiherra og sendiráðsstarfs- manna, skoðuðum við brúðar- gjafirnar. Margar konur stóðu þá í þeirri trú að þser væru allar hver annarri íburðarmeiri og glæsilegri. E ig man eftir píanói frá Austurríki, kristallsvasa frá Frakklandi tveimur silfurkerta- stjökum frá Englandi, sem síðar prýddi einkaíbúð okkar Margar gjafanna voru mjög óhentugar og beinlinis ósmekk- legar. Þeim var komið fyrir í geymslu og síðan sá ég þær ekki meir. Eftir nokkra stund fór ég að kvarta undan því, hvað kjóllinn minn væri þungur. Mohammed Reza og dr. Ayadi spurðu, hvort þeir gætu eitthvað gert. Loks kom keisarinn með þessa ágætu uppástungu: „Hvers vegna klippum við ekki bara löfin af kjólnum?“ Ein þjónustustúlkan klippti um tiu jards af kjólnum án þess ég þyrfti að klæða mig úr honum. Að vísu þótti mér mjög gott að hafa losnað við þetta, en þó fannst mér meira um vert sú umhyggja, sem eiginmaður minn hafði sýnt og hversu áfjáður hann var í að hjálpa mér. Líðan mín var betri á eftir og enginn veitti athygli breytingunni á kjóln- um. Né heldur býst ég við að gestina við morgunverðarboðið daginn eftir hafi grunað að ég var í þykkum hvítum ullar- sokkum til að verjast kuldan- um. Eftir móttökuna urðum við að taka á móti tvö þúsund gest- um, sem biðu okkar í danssal Colestan hallarinnar. Auðvitað kom ekki til mála, að taka í höndina á hverjum og einum. Þess í stað gengum við hlið við hlið milli gestaraðanna. Þegar tók að líða á veizluna fór mér að líða svo illa, að ég óttaðist mest að ég mundi falla í yfirlið. Ég er hrædd um, að bros mitt hafi ekki verið eðli- legt. En loks var þessu lokið og ég fékk að hvílast í næsta herbergi með fjölskyldunni. Við vörpuðum öll öndinni létt- ar yfir því, að dagurinn hafði verið betri en við höfðum þorað að vona. Vegna hins ótrygga stjórn- málaástands urðum við að fresta brúðkaupsferðinni til Evrópu. Fyrstu dögunum eydd- um við í Teheran, þar sem við gátum nú rætt i rólegheitum við Aga Khan og Begum. Aga Khan var einstakur mað- ur og mikill unnandi pers- neskra bókmennta, sem hann las og vitnaði stöðugt í. Og hvað snerti Begum var ég mjög hrifin af hjartahlýju hennar og glæsilegri framkomu. Enn þann dag í dag hef ég alltaf haft af því ósvikna gleði að hitta þessa töfrandi konu. Síðan ókum við til Bablosar við Kaspíahafið, en þar hafði gamli keisarinn látið byggja lítið einbýlishús. Hér hvíld- umst við næstu tvær vikur, en þó komu hirðmenn og ráðherr- ar nær daglega frá Teheran að skýra keisaranum frá því, hvað var að gerast í Teheran. Þrem dögum eftir heimkomu okkar til borgarinnar kom hirð- maður einn til okkar, sem við snæddum morgunverð og hvisl- aði einhverju að keisaranum. Hann fölnaði við og sagði við mig hljómlausri röddu: „Forsætisráðherrann var skotinn er hann var viðstaddur helgiattefQ 1 morgun. Morð- ingjarnir eru meðlimir Éaýadan flokksins.“ Fayadan var flokkur ofstæk- ismanna um trúmál og stjórn- mál. Og þeir litu á Razmara sem lepp Englendinga. Upp frá þessu rak hver at- burðurinn annan. Hussein Ala varð forsætisráðherra, en allir vissu, að hann var aðeins skip- aður til bráðabirgða. Hinn 15. maí gerðist það í Majlis (pers- neska þingið) að doktor Mossa- deq kom fram með eftirfarandi frumvarp: „í þeim tilgangi að tryggja hamingju og velferð persnesku þjóðarinnar og vernda heims- friðinn, er því hér með lýst yfir að allar olíulindir lands- ins skulu þjóðnýttar. Upp frá þessu mun íranska stjórnin reka á eigin spýtur og nýta olíu- lindir landsins." Einum mánuði seinna var dr. Mossadeq kjörinn forsætis- ráðherra með 79 atkvæðum á móti 6, og hifln 2. maí kom þjóðnýtingin til framkvæmda. Og nú biðu mín tvö erfiðustu ár ævi minnar. IV. kafli. Keisarinn og fjölskylda hans. E, ins og flestar nýgiftar konur hirti ég ekki sérlega um það sem gerðist utan hins nýja heimilis mins, heldur beindust hugsanir mínar að eiginmanni mínum og fjölskyldu hans. Ég leit svo á, að það sem yrði fyrst að kippa í lag væri húsið, en hér rakst ég fljótlega á ýms- ar hindranir. Þar til ég kom á sjónarsviðið hafði ein af systrum keisarans stjórnað húshaldi fyrir hann, og bjó hún skammfr frá og lágu Framhald í næsta blaði. FALKINN 23

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.