Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Síða 24

Fálkinn - 27.04.1964, Síða 24
FRÁ PATREKSFIRÐI Rönd af tungli ber við ufsir húss á Vesturgötu. Stjörnur blika á mildum næturhimni og bragandi norðurljós leiftra í norðri. Hrímföl í húsagörðum en göturnar teygja sig svartar og auðar inn um myrkviði bæj- arins. Dyrnar á Naustinu opn- ast og út streymir hópur af glöðu fólki, sumir tínast inn í Steindórsbílana, sem bíða í röð eins og nútíma heybandslest, aðrir reika niður götuna, þarna leiðast nokkur hjónaleysi, það kveða við hlátrasköll innan um pískrið og flissið og hrópin. Allt í einu stendur maður á gangstéttinni á horninu á Vesturgötu og Garðastræti. Ljóskerið yfir dyrum Nausts varpar birtu á fölrautt hárið og alskegg. Hann heldur á fiðlu og hagræðir henni undir hök- unni, bregður síðan boganum á loft og lýtur ögn fram, stillir strengina fimri hendi og strýk- ur síðan yfir þá eins og útfar- inn konsertmeistari; tónarnir hrökkva út í næturloftið elleg- ar liðast upp mót stjörnum og tungli. Það slær þögn á hinn glað- væra hóp, fólkið staldrar við og augu allra beinast að lista- manninum. Fólk leggur við eyr- un og starir á þessa sýn eins og vitrun. Unz listamaðurinn hefur lokið leik sínum, hann stingur hljóðfærinu í kassann, brosir við og hneigir sig lítil- lega eins og hann standi á palli, gengur síðan áleiðist suður Garðastræti. Og fólkið týnist smám saman niður Vesturgötu eftir þennan konsert næturinn- ar. Kannski var aðstaða ab- straktmáiarans á íslandi ekki ósvipuð því að spila á fiðlu á götuhorni um nótt. í það minnsta var það svo fyrir 20 árum þegar Kristján Davíðs- son sigldi fyrst utan til mynd- listarnáms. Nú þykir það ekki lengur tiltökumál. Það er ekki fyrst og fremst horft á mann- inn, sem stendur um nótt á götuhorni og knýr fiðluna, nú er fólk farið að leggja við eyrun, — hlusta. Það er ekki lengur mergurinn málsins að maðurinn skuli kjósa sér þennan stað og þessa stund í stað þess að troða upp í Gamla Bíói klukkan 5 e. h. Og sama máli gegnir um abstraktmálarana, fólk er hætt að líta á þá sem kynjaskepnur, hætt að líta á þá sem abstrakt- málara, það er farið að líta á þá einfaldlega sem málara. Og verk þeirra metin og vegin sem önnur myndlist, fólk afgreiðir þau ekki lengur sem einhver skringilegheit. Kristján Davíðsson er að vísu fæddur í Reykjavík en fluttist ungur vestur á Patreksfjörð þar sem faðir hans smíðaði báta, skip og hús. Og í fyrstu málaði Kristján eins og flestir aðrir báta, skip og hús. Og náttúrlega blóm og landslag. Stund og stund dvaldist hann syðra á kreppuárunum og sótti tíma hjá Jóhanni Breim og Finni Jónssyni í gamla Menntaskóla- húsinu við Lækjargötu. Málaði báta hús og blóm. Og svo liðu tímar fram. En þessi endurtekning á náttúrunni og umhverfinu hrökk skammt til að fullnægja leitandi listmálarasál. Að sönnu hefur hann fljótlega komist í tæri við þá strauma og stefa- ur sem þá voru á döfinni úti í hinum stóra heimi. Og hon- um lærðist fljótlega að málverk þarf ekki endilega að sýna blóm eða hús. Á sama hátt og faðir hans, skipasmiðurinn á Patró, hafði smíðað báta sem voru bátar og ekkert annað, hús sem voru hús, og skip, sem voru skip, þannig skildist Kristjáni að málverk er fyrst og fremst málverk, en ekki mynd af blómi eða húsi. — Hvað kemur þér til að mála? spyrjum við Kristján inni á kaffihúsinu Tröð meðan tvær konur í hvítum sloppum pússa gluggarúðurnar baki brotnu og bárublikkshiminn Silla & Valda gnæfir við loft. — Ákveðin þörf fyrir lita- afstæði, svarar Kristján og sýg- ur hollenzkan vindil, það er til í dæminu að ég ljúki við stóra mynd á einum degi. Svo líða dagar og jafnvel vikur að mér verður ekki neitt úr verki. Það er erfiðast að byrja á mynd. Þá verður verkið fyrst skemmtilegt þegar eitthvað er komið á flötinn og fer að vinna með manni, tala til manns, taka afstöðu. — Oft er ég búinn að vinna lengi að mynd áður en rennur upp fyrir mér að ég er á villi- götum. Þá er ekki um annað að ræða en hætta við hana, byrja á nýjan leik. Kristján fær sér aftur í boll- ann, hollenski vindillinn er út- brunninn. Þeim sem halda að það sem kemur á myndflötinn hjá nútímamálurum sé háð ein- berri tilviljun er hollt að minn- ast þessara orða málarans. Ef til vill er lögmálið hvergi strangara en í óhlutlægum 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.