Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Side 26

Fálkinn - 27.04.1964, Side 26
Dátar Jörundar 11 arnhaid ai bls 12. var hafin brezk verzlun í skjóli þess ástands, er skapazt hafði af ófriðnum. Þetta urðu mikil tímamót og góð fyrir hina ein- angruðu þjóð úthafsins. En fleira átti eftir að gerast og það lá raunverulega í loftinu fyrstu mánuði ársins, þó að ráðamenn landsins renndu ekki í það grun. Áður en lengra er haldið, er rétt að athuga svolítið hvernig ástandið var hér sumarið 1809 í stjórnarháttum landsins. — Trampe greifi og stiftamtmað- ur kom hingað til lands í byrj- un júní, eftir tveggja ára úti- vist. Hann hafði meðferðis margar auglýsingar, tilskipan- ir og konungsbréf, auk náðun- ar á flestum föngum í tukthús- inu, vegna konungsskiptanna í Danmörku árið áður. Flestar stjórnarskipanirnar voru al- gjörlega miðaðar við ástandið er orðið var af völdum ófriðar- ins. Áhrifaríkust var auglýsing um að íslendingum var strang- lega bönnuð verzlun og allt samneyti við fjandmenn Dana- Teldis, sérstaklega Englendinga. í skipinu, er Trampe kom með, var talsvert af vörum, sumt af þeim átti hann sjálfur, enda rak hann verzlun í Reykjavík. Hann tók þegar til að selja vör- ur sínar og hækkaði stórlega vöruverðið frá því sem Bret- arnir höfðu ákveðið. En brátt kom til annara at- burða. Hinn 11. júní kom brezkt herskip til Hafnarfjarðar. Það hét Rover, en skipstjórinn John Nott. Trampe greifi brást skjótt við, er hann frétti um komu skipsins, og sendi skipstjóran- um kæru út af ráni Gilpins á jarðarbókarsjóðnum árið áður. Hann gaf einnig út auglýsingu, þar sem harðlega voru bönnuð öll viðskipti við Breta að við- lögðu lífláti. En Nott var kunn- ugt um samninginn, er ísleifur Einarsson á Brekku gerði við Savignac um veturinn, en með þessu framferði stiftamtmanns, var sá samningur rofinn. Hann brá því fljótt við og sigldi skipi sínu til Reykjavíkur. Þegar þangað kom sendi hann 14 menn um borð í skip Trampe, og lét þá leita þar, hvort nokk- ur skotvopn væru þar geymd, Skipstjórann á greifaskipinu lét hann setja í járn. Enduðu viðskipti Notts sjóliðsforingja og greifans svo, að hinn fyrri neyddi greifann til að gera samning, þar sem Bretum var leyfð verzlun meðan ófriðurinn stæði. Að svo búnu sigldi her- skipið Rover til hafs. Miðvikudaginn 21. júní 1809 varð uppi fótur og fit í-Reykja- vík. Á skipaleguna sigldi brekzt freigátuskip og varpaði þar akkerum. Skipið var 271 lest, búið 10 stórskotabyssum. Á skipinu voru 27 menn. Það hafði víkingaleyfi að sið kaupskipa aldarinnar, er jafnt stunduðu víking og kaupskap. Strax eft- ir að skipið hafði lagzt við fast á höfninni, fór Savignac hinn enski og kaupmaður að nafni Petræus, er var í þjónustu hans, út í skipið. Auðséð var, að gest- unum var vel tekið um borð, því þeir voru þegar í stað leidd- ir undir þiljur. Hér var komið brezkt skip og var nafn þess Margaret and Ann. Skipstjórinn hét John Lis- ton. Eigendur þess voru tald- ir Samuel Phelps, Abraham Bracebridge og Richard Tro- ward, og heimilsfang Cugers Bridge, Lambeth í Surrey. Með skipinu voru einnig Jörgen Jörgensen, danskur ævintýra- maður, er hér kom með Clar- ence um áramótin, eigandi farmsins Samuel Phelps kaup- maður, ungur grasfræðingur, William Jackson Hooker og maður að nafni Vancouver, er annaðist bókhald fyrir Phelps, og var kona hans í fylgd með honum. Skipshöfnin samanstóð af engu úrvaldsliði, því að í þennan mund voru allir liðtæk- ir menn á Bretlandi teknir í herinn. Var skipshöfnin hinn lélegasti skríll, samansafn úr verstu hverfum Lundúnaborg- ar, margir bæklaðir og báru ýmsa annmarka skorts og fá- tæktar. Enda sýndu þeir litla kunnáttu í sjómennsku á sigl- ingunni hingað. Hooker grasa- fræðingur getur þess, að Jörg- en hafi bjargað skipinu frá bráðu strandi með snarræði sínu og ráðsnilli, þar sem það var nær því stýrt upp á sker. En honum tókst að snúa skip- inu á síðustu stundu. Sýnir þetta vel atgervi hans og snar- ræði, þegar mikið lá við. Félagarnir, Savingnac og Pet- ræus, voru góða stund um borð í skipinu. Hægt er að leiða get- um að, hvað þeir hafi sagt ráða- mönnum skipsins. Þeir liafa sagt frá síðustu viðskiptum Breta og hinna dönsku yfir- FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.