Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 27.04.1964, Qupperneq 28
hinir dönsku valdsmenn í land- inu, voru langt frá því vel þokk- aðir, og jafnframt að þeir áttu hatrama andstæðinga, er höfðu verið í þjónustu þeirra. Var því kjörið fyrir Jörund, að fá mann til starfa í her sinn, sem var vel kunnugur öllum hnút- um landsstjórnarinnar. Slíkur maður varð brátt á lausum kili, vei menntaður og fær 1 danskri tungu, en það var einmitt nauð- synlegt fyrir kónginn að fá slík- an mann til forustu hersins. Jón hét maður og var Gunn- arsson frá Skildinganesi. Hann var stúdent að menntun og hafði Verið í þjónustu Trampe greifa Og ísleifs Einarsonar á Brekku. Hann var óánægður með vist sína hjá hvorutveggja og hat- aði báða. Hann hlaut viður- nefnið greifi af þjónustu sinni hjá greifanum. Gísli Konráðs- son segir svo: hann var „snar- vitr ok vel at sér, en hviklyndr heldr ok fjörmikill." Espólín segir um hann: „hann hafdi verit sveinn greifans ok hans umboðsmanns, ísleifs assessors, ok var þeim illviljadr, ok get- íd til at hann mundi ekki af spara illri medalgaungu." Af þessu má ráða, að Jón greifi hafi lítt latt til stórræðanna. Hann varð yfirmaður lifsvarðarins eða hersins. Savingnac hinn enski fékk það hlutverk hjá Jörundi að kenna dátunum vopnaburð og æfa þá til her- mennskunnar. Þessir voru og dátar Jörundar: 1. Samson Samsonarson norð- an úr Víðidal í Húnaþingi. Hann var skáld gott, ljós á hár og bláeygur, 26 ára að aldri. Hann var talinn mestur maður að vallarsýn í liðinu, herða- breiður og föngulegur, kallað- ur kvennamaður mikill. Hann hafði hlaupizt frá fjölskyldu sinni. Hann var sundurgerðar- maður mikill, en snauður mjög. Eftir 1820 komst hann í barn- eignarmál og varð þras af. 2. Jónas Jónsson úr Ávík í Strandasýslu. Hann hafði hilm- að yfir kindastuld með konu sinni og fóru þau bæði í tukt- húsið. Var hún uppfrá þvi köll- uð Sesselja tukta. Hún yar 11 árum eldri en hann og honum í flestu ofjarl. Þau voru bæði náðuð eftir valdatöku Friðriks VI. Jónas var Ijóshærður, með- almaður á hæð og samanrekinn. Sesselja tukta fékk afarslæman vitnisburð, meðan hún var í „Múrnum". Síra Brynjólfur Sigurðsson dómkirkjuprestur kallar hana ákind. Jónas og Samson gengu næst Jóni greifa P'ramhald á bls. 31. Þeir skrifa um kvikmyndir ■ dagblöðin HÖGIMI EGILSSOIM Hér verða af og til í nokkr- um næstu blöðum kynntir þeir menn, sem skrifa um kvikmyndir í dagblöðin og rætt við þá um það efni. Högni Egilson er fæddur í Súgandafirði árið 1930. Hann nam í kennaraskólan- um og hefur frá lokaprófi kennt. Fyrst við skóla ísaks Jónsonar og nú síðast við æfingadeildir kennaraskól- ans. Blaðamaður við Alþýðu- blaðið varð hann 1961 og hefur verið þar meira og minna viðloðandi upp frá því. Ljóðabókina, í þögninni, sendi hann frá sér 1962 (Helgafell). Um mitt ár 1961 hóf hann að skrifa um kvikmynd- ir í Alþýðublaðið og hefur gert síðan. Hefurðu lengi haft áhuga á kvikmyndum, Höggni? Frá því ég fyrst man eftir mér. Ég naut þess ung- lingur að fara í kvikmyndahús og gleypti hrátt, það, sem fyrir mig var borið, eins og þorri allra unglinga, hér sem annars staðar. Og svo? Fór mér að skiljast listrænt gildi kvikmyndarinn- ar, vald hennar yfir fólki og áhrif hennar á almenn- ing. Þú muat hafa flutt erindi í útvarpið síðast liðinn vetixr um þetta efni? Jú, reyndar. Ég hafði í kennslustarfi mínu fylgzt allnáið með kvikmyndahúsasókn barna. Hafði hlust- að á þau segja frá reynslu sinni og hvatt þau til að tala um þá hluti. Áhrifin af kvikmyndahúsaferðun- um voru augljós, þó mismikil væru. í þessum hópi barna voru meira að segja börn, sem voru haldin hreinni maníu gagnvart kvikmyndum. Þessi einka- rannsókn mín og svo kynni mín af kvikmyndum gegn- um blaðamennsku mína og á annan hátt, varð til þess að ég flutti þetta erindi. Mætti ég kannski geta þess um leið, að ég hef nú safnað að mér efni í mörg slík erindi. Þróun mála hér á landi ræður svo því, hvort efnið fer fyrir almenning. . Þú varst að skammast út í kvikmyndaeftirlitið? Það efni var mjög mistúlkað og reynt var áð rang- færa það á ýmsan hátt. Hitt er svo annað mál, að okk- ur skortir hér á landi það, sem kalla mætti jákvæð kvikmyndagagnrýni. Það sem hér þarf að gera, er að vinna að auknum skilningi fólks á eðli kvikmyndarinnar. Það þarf að þroska smekk fólks. Við, eins og aðrar þjóðir, sem búa við múgsefjun stjörnudýrkunnar og sölumennsku Framhald á bls. 31. Einhvern næstu daga mun Tónabíó taka til sýningar bandarísku myndina Svona er lífið (Facts of Life), þar sem þau Bob Hope og Lucille Ball fara með aðalhlut- verkin. Við skulum aðeins í upphafi víkja lítillega að efnisþræðinum. Kitty Weaver (Lucille Ball) maður hennar Jakck, Larry Gilbert og hans kona Mary (Rut Hussey) eru ásamt öðr- um hjónum meðlimir í klúbb nokkrum. Þessi hjón hafa haft þá venju um nokkur undanfarin ár að fara einu sinni á ári í ferðalag saman. En þetta árið geta hvorki Jack eða Mary farið .með, svo þau Kitty og Larry verða að fara saman ásamt Mason hjónunum. Og það er auðvitað ekki að því að spyrja, aff þau yerða ást- fangin hvort af- öðru. og þar með hefst ævintýrið. Við skulum ekki rekja þennan efnisþráð lengra því það mun aðeins spilla fyrir, auk þess, sem mynd- in verður með íslenzkum texta og ætti því öllum 28 falmnn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.