Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1964, Síða 37

Fálkinn - 27.04.1964, Síða 37
PANDA DG TÖFRAMAÐURINN MIKLI Dularfulla skipið lagðist upp að klettum á ströndinni og það mátti ekki seinna koma, því um leið þustu lögreglumennirnir niður á ströndina. Panda og Plút- anus stukku strax um borð, en Goggi var aðeins seinni á sér vegna byrðar sinnar. „Stanzið" æpti lög- regluþjónn og hljóp í veg fyrir hann. „Því miður, maður minn, en mig langar mjög mikið til að kom- ast um borð í þetta skip,“ sagði Goggi og stjakaði honum til hliðar og stökk um borð. Um leið fór litli báturinn af stað og lögreglumennirnir stóðu reiðir og ráðþrota eftir á ströndinni. „Þetta mátti ekki tæp- ara standa," stundi Goggi. „Hvert fer þessi litli og fallegi bátur með okkur?“ „Til Innri-Heims,“- skýrði Plútanus, sem sat, steinuppgefinn á þilfarinu. „Ég er búinn að fá nóg af þessum hávaðasama Ytri-Heimi.“ „Ég líka,“ svaraði Goggi. „Ytra-Heimsbúar fara versn- andi með hverjum degi.“ „Það er allt þín sök,“ sagði Panda gramur. „Lögreglan var í fullum rétti að elta okkur. Allir peningarnir, sem þú ert með í þessum poka, eru stolnir." Innan skamms sást litla, friðsæla og dularfulla eyjan, þar sem Panda hafði fyrst hitt Plútanus, fyrir stafni. „Hve það er dásamlegt að sjá hinn friðsæla Innri- Heim minn aftur,“ stundi töframaðurinn. „Hvernig gat mér dottið í hug að yfirgefa hann fyrir þennan æsta og asnalega Ytri-Heim?“ Hann starði sem í leiðslu á litlu eyjuna, sem stöðugt sást betur og bet- ur. „Hve friðsælt .... Héðan skal ég ekki fara aftur næstu hundrað aldirnar.“ tautaði hann. „Hu-hundrað aldir,“ stamaði Panda. „Ég vil ekki vera svo lengi á þessari eyju.“ „Rólegur, litli kall,“ sagði Goggi. „Ég lofa þér því, að við snúum aftur til Ytra-Heims í ná- inni framtíð." Hann bætti við um leið og hann fitl- aði við peningabúntin: „Því vitanlega er Ytri-Heim- urinn eini staðurinn, þar sem maður getur notað svona Ytra-Heims útbúnað.“ Litli báturinn var nú að kon.ast að eyjunni. „Ágæt- ur staður til að hvílast á smástund," sagði Goggi. Eng- inn leitar að okkur hérna." „Ég vil ekki fela mig hérna. Ég hef ekkert gert af mér,“ sagði Panda. „Sussu, sussu,“ sagði Goggi. „Gleymdu ekki að þú ert að flýja frá lögreglunni. Þegar Ytra-Heimsbúarn- ir eru farnir að róast svolítið getum við snúið þangað aftur og notað peningana.“ „Ég vil ekkert hafa með stolna peninga að gera,“ hreytti Panda út úr sér. „Þetta er allt þín sök. Þú lézt Plútanus senda Berg greifa og alla lögreglumennina og þvottakonurnar í burtu.“ „Þú ert enn mjög óstyrkur. Jæja, þú kemst yfir það, þegar þú ert búinn að vera smástund á þess- ari friðsælu, litlu eyju,“ sagði Goggi. En .... Innri- Heimur Plútanusar virtist hreint ekki eins friðsæll og þögull og þeir áttu von á. Um leið og litli bátur- inn sigldi til hafnar var tekið á móti honum með reiðiöskrum. Og hverjir haldið þið að hafi verið þar, nema lögreglumennirnir, þvottakonurnar og greifinn, sem Plútanua hafði sent burt frá Ytra-Heimi! „En- mitt fólkið, sem ég vildi alls ekki hitta," æpti Goggi með öndina í hálsinum. „Hvernig komst það hingað?“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.