Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Qupperneq 11

Fálkinn - 18.05.1964, Qupperneq 11
N FYRIR SVEINN: Já, þessi hreyfifyr- irbæri eru nú alls engin ný 1 bóla. Þau eru þekkt, bæði hér- lendis og erlendis. Þjóðverjar kalla þau Poltergeistfyrirbæri, og þau eru ekki óalgeng þar. Hérlendis eru það nú víst undr- in í Hvammi í Þistilfirði, sem gerðust árið 1913, sem eru hvað kunnust á síðari tímum. Þau voru miklu stórfelldari en þessi á Saurum, því þar var fjöldi af hlutum á tjái og tundri og í þeim skýrslum, sem hrepp- stjórinn gaf um þau fyrirbæri, segir frá ótrúlegum hlutum, eins og til dæmis því, að fjós- potturinn, tunnupottur, fullur af vatni, sem grafinn var niður í fjósgólfið, kom upp úr gólfinu, þegar kvenfólkið var að mjólka, og spásséraði fram á gólf og hvolfdi úr sér í flórinn! ekki segja ... En það hefur verið talað um eins konar magnetískan kraft í manni sjálfum og það virðist oft svo, sem oft séu þessi telekínetísku fyrirbæri í sambandi við ein- hvern, sem hefur dulrænar gáf- ur. Þannig var það til dæmis í Hvammi. Þar var stúlka á heimilinu, og þessu linnti ekki fyrr en hún fór. Þessi stúlka reyndist síðar hafa mikla dul- ræna hæfileika, en því var lítt á lofti haldið. ARNÓR: Hvað eru dulrænar gáfur? Er það hæfileiki til þess að hafa skynvillu? SVEINN: Dulrænar gáfur? Ja — ég veit ekki, hvað maður á að segja um gáfur yfirleitt! En það sem við nefnum dulræn- ar gáfur, er til dæmis skyggni- hæfileiki, fjarskyggni, fjar- heyrn og alls konar miðlafyrir- bæri. Maður hefur notað eitt hugtak á íslenzku, DULRÆN FYRIRBÆRI, yfir þetta. Ýmsir ARNÓR: Eru þessi fyrirbrigði eitthvað skyld fyrirbærum eins og borðdansi og andaglasi? SVEINN: Ja — maður skal vísindamenn nota svo sín heiti yfir þessi fyrirbæri og flokka þau niður í ESP, Super — ESP- fyrirbæri o. s. frv. ÖRN: Þeir hafa nú aðallega haldið sig að vissum hluta eða vissum fjölda af pessum fyrir- bærum. Og mér skilst, að þessi telekínetísku fyrirbæri hafi aldrei verið sönnuð fullkom- Iega. Það séu vissar líkur, sem bendi til þess, að þau hafi átt sér stað, en fullkomna sönnun vanti. SVEINN: Ég held að það sé nú svo vel sannað, að þessi fyr- irbæri gerist að það þýði ekki fyrir okkur að deila um það. Við höfum fyrir okkur sögu- sagnir sjónarvotta víðsvegarum heim og svo óteljandi manna, sem séð hafa telekínetísk fyrir- bæri hjá miðlum. Ég hef sjálf- ur verið sjónarvottur að þeim. Ég hef setið með miðli og hópi af fólki, þar sem allir héldust í hendur. Við settiun fosfór á ýmsa hluti, til að geta fylgzt með þeim í myrkrinu. Við höfð- um pappír á borðinu og við horfðum á blýantinn rísa upp á endann og hreyfast og skrifa og teikna mynd. Og það voru gerðar margar tilraunir til að opna píanó, sem var lokað og stóð úti við vegg. Lokið datt niður, lengi vel, og við heyrð- um það skella, en loks tókst að fleygja því opnu og þá voru slegnar nótur. — Nú, það er náttúrlega hægt að segja, að þetta hafi verið skynvilla 15 manna, eða sefjun. Strangt til tekið er víst allt skynvilla, sem maður sér, eftir því sem vís- indamenn nútímans halda fram. Nýjustu tilraunir í eðlis- og efnafræði sýna, að hlutirnir eru í sjálfu sér allt öðruvísi gerðir, en við skynjum þá. RITSTJ.: Ég er nú hræddur um, að við verðum aldrei alveg sammála um þessi efni, en Örn sagði áðan, að hann teldi, áð SR. SIGURÐUR HAUKUR GUÐJÓNSSON. Hvað veldur því, þegar dauðir hlufir færast úr stað? A hugsanaflutningur sér stað? Og ef svo er, hvað veldur. Er unnt að skýra miðilsfyrirbærin á grund- velli hugsanaflutnings? Er mogulegt að hugsanaflutningur eigi sér stað á miðilsfundum, án þess að viðkomandi geri sér grein fyrir þvi? \ hugsanaflutningur sér stað milli manna og dýra? FALKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.