Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Page 23

Fálkinn - 18.05.1964, Page 23
Það er líklegt að hvítasunnumynd Austur- bæjarbíós verði mjög vinsæl að þessu sinni, en það verður bandariska myndin „Hvað kom fyrir Baby Jane?“ Þeir munu sjálfsagt margir sem beðið hafa eftir þessari mynd en sagan, sem hún er byggð á var framhaldssaga í Vikunni á síðasta ári. Af þeim sökum mun óþarfi að rekja söguþráðinn en þess aðeins getið að ís- lenzkur texti verður á myndinni. Framleiðandi og leikstjóri þessarar myndar er Robert Aldrich og mun óhætt að fullyrða að hann er tvímælalaust í hópi beztu leikstjóra vestan hafs og eins þó Evrópa væri tekin með í reikninginn. Við höfum áður séð nokkrar mynd- ir hans hér og nægir að benda á myndir eins og Apache, Vera Cruz og Autumn Leaves. Aldrich þykir mjög tekniskur leikstjóri og sum- um samlöndum hans hefur þótt nóg um þá þjóð- félagsádeilu, sem hann birtir oft í myndum sínum. Robert er fæddur á Rhode Island 9. ágúst 1918. Hann er því enn á mjög góðum aldri og líklegt er að við eigum eftir að njóta hæfileika hans lengi. Ef við til gamans tökum aldurs- samanburð þá er Robert fimm árum yngri en Burt Lancaster. Ungur að árum fór Robert til Hollywood og fór að fást við kvikmyndir. Á sínum fyrstu árum þar vestra var hann aðstoð- armaður margra heimsfrægra leikstjóra og ekki er ólíklegt að þeir hafi gefið hinum unga manni það veganesti sem reynzt hefur honum nota- drjúgt. Hann vann með hinum franska Renoin, einnig með Milestone og Wellman. Þá vann hann einnig með Chaplin og gert hefur hann kvikmynd saman með Hecht. Það eru mikil meðmæli með mynd þegar Aldrich er hvort tveggja í senn framleiðandi og leikstjóri. Það er sagt að Aldrich hafi gengið nokkuð illa að fá fjármagn til að gera þessa mynd. Helsta ástæðan er sögð sú að hann gerði ráð fyrir að í myndinni léku tvær miðaldra leik- Framhald á bls. 26. AUSTURBÆJARBÍÖ SÝIMIR HVAÐ KOM FYRIR BABY JAIME? UM IIVÍTASUMUKA FALKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.