Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Page 16

Fálkinn - 20.07.1964, Page 16
Við konungshöllina. Við komum til Kabúl höfuðborgar Afganistan um hánótt eftir átta tíma hristingsferð í hröríegum póstbíl frá Khyber- skarði. Ónotalega svalt var í lofti og viðbrigðin svo mikil frá hitanum niðri á sléttu Pakistan, að okkur þótti þarna nístandi kuldi. Stanzað var við pósthúsið, sem stendur í miðbænum við Kabúlána, sem rennur í gegnum endilanga borgina og gefur henni nafn. Göturnar, sem við ókum eftir gegnum bæinn voru malbikaðar og tíðum svo breiðar, að nægt hefði fyrir umferð í London eða París, og mun sá götulagningarmáti kominn frá Rússum. Húsin voru hins vegar með örfáum undantekningum aðeins einnar eða tveggja hæða. Sérkennilega málaðir röndóttir skúrar stóðu hér og þar á helztu götuhorn- um, og var sagt, að þeir tilheyrðu lögreglunni. Nú voru göturnar tómar og borgin í fasta svefni. Það varð úr að ég hélt hópinn með nokkrum ungum 16 FÁLKINN Frökkum í leit að gistingu. Ætiuðum við að hafa sparlegasta háttinn á og ganga, en var þá sagt, að það mættum við ekki um há nótt. Útgöngubann væri nú að næturlagi, og við myndum fljótlega finna lögreglu við hlið okkar, ef við legðum gangandi af stað. Hvergi er í jafn ríkum mæli sinn siður í landi hverju og í Austurlöndum, svo að við tókum ráði þessu. Eftir drjúglanga bið tókst ioks að fá leigubíl, sem var af rússneskri gerð eins og flestir bílar þarna. Þótt við reyndum eftir beztu getu að gera bílstjóranum skiljanlegt, að pyngjan væri létt og kröfurnar ekki miklar. hélt hann samt rakleiðis með okkur að Hótel Kabúl, eina fyrsta flokks hótelinu í höfuðstaðnum. Þar kostaði gistingin 400 afgani eða um 400 ísl. krónur, hvað var lítt við okkar hæfi. En eftir þetta höfðum við eitthvað við að miða fyrir bílstjór- ann, sem kom okkur eftir skamma stund í gistihús í afgönsk- um stíl, þar sem aðeins skyldi greiða 10. hluta áðurnefnds

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.