Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 31
númer í hasti og beið með ó- þreyju og ranghvolfdi augun- um. Loks var svarað í símann. — Já, er það Sheffield Times? þrumaði Moore ritstjóri æstur: STÖÐVIÐ ALLAR VÉLAR! SENDIÐ LJÓSMYNDARA OG BLAÐAMENN! HREINSIÐ ÚT AF FORSÍÐUNNI! Svo féll símtólið úr hendi hans og hann hné niður á gólfið með tunguna út um munnvik- ið. Hr. Pendower tókst að lok- um að vekja hann til lífsins á ný. — Hvað . .. hvað varð það? Moore ritstjóri horfði á hann stoltur og föðurlegt bros ljóm- aði á öllu andliti hans. — Tvíburar, öskraði hann, bravó ... B r a v ó ! Willy Breinholst. Brú milli hjartna Framhald af bls. 28. — Viltu koma inn fyrir. Ég held við eigum ýmislegt ótalað. Það var engu líkara en þau hefðu aldrei fyrr talast við. Öll orð fram að þessu virtust hafa verið innihaldslaus. Nn streymdu fram á varir hans orð, kínversk orð. Hún settist á silkiklEgddan dívaninn og hann tyilti sér á stól rétt hjá henni. Hún leit á hann og skimaði svo í kringum sig. — Mér fellur ekki nokkur hlutur í þessu herbergi, sagði hún. — Þú þekkir mig hreint ekki. Þú veizt ekki einu sinni hvað ég heiti að réttu lagi. Ég er öll önnur en þú ímyndar þér. Úr því ég er á förum gerir ekkert til þótt þú vitir að ég er mjög gamaldags. Allan þennan mánuð hef ég haft við- bjóð á því sem ég hef gert með þér. Mér fellur ekki að dansa. Mér býður við útlendu súkku- laði. Mér er ekkert um kossa- flans. — Bíddu, — greip hann fram í, nú veit ég að mig hefur grun- að þetta allan tímann. En ég gat ekki skilið hvers vegna þú þoldir mér að kyssa þig og dansa við þig. Ég hefði látið það ógjört ef þú hefðir beðið mig um það, ég vildi sízt af öllu gera þér neitt á móti skapi. Hún leit feimin niður á hend- ur sínar sem hvíldu í skauti hennar. Hún svaraði stillilega: — Ég hélt þú kysir fremur að ég vendi mig að þessum út- lendu siðum og ég vildi vera eins og þú vildir að ég væri. Ég hugsaði sem svo að ég mundi ekki sjá þig framar ef ég legðist á móti því... Röddin var orðin svo mjó að hann heyrði varla síðustu orð- in. — Hvað er hið rétta nafn þitt, spurði hann. — Ming, svaraði hún, Geisl- andi hjarta. — Ég heiti Jung An — Hug- prúður friður, sagði hann. Það varð nokkur þögn. Svo laut hann fram og sagði: — Er það í raun og veru skoðun þin . .. að okkar eigin siðir og hættir eigi bezt við okkur? — Jú, sagði hún. Miklu betur. — Þú vilt ekki búa í svona húsi? — Nei. — Þú vilt ekki dansa og aka bíl eins og nútíma konur gera allan liðlangan daginn? — Nei. — Við þurfum aldrei framar að sóa tímanum til þess, sagði hann. — Aldrei framar. — Við skulum tala okkar eigin tungu, og ég hendi þess- um útlendu fötum og klæðist þjóðbúningi okkar á ný og við skulum semja okkur að siðum forfeðra okkar og héðan í frá reyki ég eina vatnspípu á dag. — Ég geng aldrei framar á hælaháum skóm, sagði hún, og aldrei skal ég borða smjör sem ég hef viðbjóð á og engan út- lendan mat og ég skal fá hús þar sem ekki eru stigar og ég skal ala mörg mörg börn. Hún sá það allt fyrir sér meðan hún talaði, húsið þeirra, heimilið þeirra. Hann var frá sér numinn af gleði og hann sagði: — Viltu giftast mér? Eigum við — eigum við — Svo þagn- aði hann. hann reis á fætur og stóð ákveðinn á svip fyrir framan hana. Nei, sagði hann. Ungfrú Fang, faðir minn mun skrifa föður yðar bréf þegar í stað... Hann var næstum kominn út um dyrnar. Nú stóð hann á þröskuldinum og leit um öxl. Hún stóð upp og hneigði sig og stóð svo og horfði á eftir honum og augu hennar voru full af gleði og ánægju. Hún var eins og nýútsprungin rós. Hann sá hana nú í fyrsta sinn. Þetta var hún sjálf, þessi yndis- lega vera, runnin upp með hans eigin þjóð. Þau skyldu rækta lótusblóm í garðinum og hafa bambuslundi og lesa skáldskap hvort fyrir annað úti í garðin- um — fornan kveðskap, í fjór- um vísuorðum. Hann hafði alltaf látið sig dreyma um slíkt. — Hafið þér hugsað yður að fara, herra Lin? spurði hún að fornum sið. Orðin hljómuðu svo fallega Kæri Astró. Mig langar til að fá dálitla vitneskju um framtíðina. Ég er fædd klkkan 4,30 eftir hádegi. Ég var í skóla í vetur er' leið. í sumar vinn ég á skrif- stofu. Ég er hrifin af strák, sem er 19 ára og vinnur í verzlun. Mig langar að verða flugfreyja. Verður framtíð mín björt og hamingjurík. Hvernig manni giftist ég. Giftist ég stráknum sem ég er hrifin af? Gera svo vel að sleppa því, sem er innan sviga. Xina. Svar til Xinu. Júpíter í fjórða húsi er mjög hagstætt tákn. Svo að segja ávallt bendir hann til góðs heimilisbrags og efnahags. Fjölskyldumálin færa hagnað sakir verzlunar og viðskipta. Trúar og stundum lögfræðileg mál hafa áhrif á fjölskyldulífið og í vissum tilfellum geta lang- ferðir og innflutningur til ann- arra landa valdið breytingum á heimilinu. Síðustu ár ævinnar gefa mikið af sér efnalega. Júppípter verður fram til júní 1965 á ferð sinni umhverf- is sólu í níunda húsi ævisjár þinnar. Þú ættir að gera nauð- synlegar ráðstafanir meðan þessar hagstæðu afstöður eru fyrir hendi til að geta komizt í flugfreyjustöður og jafnvel muntu hafa góða möguleika á slíku allt fram til ágúst 1966. Ég held að hyggilegast væri fyrir þig að taka ekki ákvarð- anir fyrr en síðar á sviði ásta- málanna, þegar þú hefur feng- ið einhverja kjölfestu í sálar- lifið. Venus á hvirfillínunni á fæð- ingarstund þinni lofar góðu um þann árangur, sem þú kannt að ná sem atvinnumanneskja. Þú munt skapa þér viðurkenn- ingu fyrir góða framkomu og þokka. Ýmsar tegundir snyrti- iðna mundu eiga sérlega vel við þig svo og verzlunarstörf við fegrunarvarning. í ellefta húsi, sem stendur fyrir vini og kunningja eru nokkuð erfiðar afstöður, sem benda til þess að þú munir eiga í erfiðleikum með þessa aðila og ættir helzt sem minnst að trevsta á loforð þeirra eða að- stoð. að vörum hennar að hann varð að beita sig hörðu til að þjóta ekki til hennar og faðma hana að sér. Hann gekk út á gang- inn og leit enn einu sinni um öxl til hennar. Hún sat graf- kyrr á dívaninum, krosslagði granna handleggina á sama hátt og hún mamma hans gamla hafði gert. Hún var sæl á svip og hann var sannfærður um að hún sá fyrir hugskotsjónum sinum gaiðinn þeirra, húsið, börnin öll, hina fornu velkunnu veröld þeirra sem nú opnaðist fyrir þeim eins og fyrir krafta- verk. Kvikmyndir Framhald af bls 29. Feneyjum 1959. Handritið er eftir Bergman sjálfan, en myndatökumaður er Gunnar Fischer, eins og í flestum Berg- mansmyndum. Tónlistin er eft- ir Erik Nordgren. Aðalhlut- verkin eru í höndum þeirra frægu leikenda Max von Sy- dows, Gunnars Björnstrands og Ingrid Thulin. Einnig leika þau Naima Wifstrand, sem lék móð- ur ísaks í Að leiðarlokum, og Bengt Ekerot, sem lék Dauð- ann í Sjöunda innsiglinu. Og í smáhlutverki má sjá Birgitta Petterson, sem byrjaði leikferil sinn í Sölku Völku og vakti mesta athygli fyrir leik sinn í Meyjarlindinni, en það var næsta mynd Bergmans á eftir Andlitinu. Andlitið er hálfpartinn hroll- vekja og að hálfu siðgæðissaga. Myndin er látin gerast á miðri síðustu öld. Hún byrjar þar sem vagn og eyki hafa stað- næmst í skógi og hópur flökku- Framh. á bls. 36. Neptún i öðru husi vejdur ríkri löngun til að afla sér fjár á skjótan og auðvelda" hátt og þar af leiðandi gefur hann til kynna að ávallt sé nauðsynlegt að halda óskertum greinarmun á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Ekki verður ávallt auðvelt að standa gegn þeirri freistingu að auka tekjurnar eða minnka gjöldin á óheiðarlegan hátt, sér- staklega þegar óvenjuleear að- stæður steðja að. FALminN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.