Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Síða 5

Fálkinn - 22.09.1964, Síða 5
Énn nm utanbæjarleiki. ' Kæri Fálki! ’ Ég sé að það er enn verið að skrifa um þetta atvik sem kom fyrir í knattspyrnuleik milli Akranes og Fram á Skag- anum snemma í sumar. Mér finnst þetta ómerkilegt mál sem varla tekur að vera að rífast um. Og þeir sem hafa skrifað um þetta mál ganga framhjá mikilsverðu atriði í málinu. Það skiptir ekki máli hver lamdi hvern og hvað, i^eldur hitt að þroski íþrótta- manna er ekki meiri en þetta óg það er að mínu viti það sem fyrst og fremst skiptir máli. Svo sé ég ekki ástæðu til að hafa þetta lengra. Þróttari. £fvar: Um þetta mál hafa orOiS nokkr- «r deilur og virðast þwr hafa far- iö inn á þá braut aö sanna ágæti borgarbúa fram yfir dreifbýlinga og öfugt. Enn sem fyrr er Póst- hólfiö opið öllum þeim, sem eitt- Jwaö hafa til málsins aö leggja. Bvar til Péturs: Þú cettir ekki aö vera svona viss í þinni sök því verið getur aö einn daginn renni þaö upp fyrir þér aö þú hefur á röngu aö standa. Þú ættir heldur aö reyna aö bceta fyrir þaö sem þú hefur þegar gert illt af þér í þessu máli og láta síöan allar framkvæmdir sitja á hakanum. Um umferðina. Kæri Fálki! Alltaf er maður að lesa um umferðarslys og árekstra í um- ferðinni og þess háttar. Og menn eru alltaf að tala um að eitthvað þurfi að gera til þess að bæta úr þessum vanda. En það er lítið annað en umtalið. Hér þarf eitthvað að gera rót- tækt áður en það er um seinan. Og það er annað sem mætti gera að skaðlausu og mundi áreiðanlega bæta umferðina til mikilla muna. Það er að auka hér almenna fræðslu um um- ferðarmál og kenna þar með almenningi að hegða sér rétt íiumferðinni. Og um umferðar- ljósin er það að segja að þar ætti að standa stöðugur vörður og 'sekta þá um fimmtíu til hundrað krónur sem ekki fara Oftir ljósunum. J Með beztu kveðjum. Bílstjóri. Svar: Þaö er rétt aö eittlmaö þarf að gera og þetta meö umferöarljósin og almennu fræösluna hefur þegar komiö fram hér ( Pósthólfinu og viö erum enn á sðmu skoöun aö þaö mundi basta um í þessum málum. „Kvikmyndavikur.“ Kæri Fálki! Hér var einu sinni rússnesk kvikmyndavika og þótt hún hefði getað verið betur skipu- lögð þá var hún þó alltaf ný- breytni. Og það er einmitt það sem okkur skortir hér í þessum efnum. Hvernig væri að kvik- myndahúsin ynnu saman að kvikmyndavikum til að skapa fjölbreytni. Þannig að eina vik- una yrðu sýndar myndir með Alec Guinnes, eða myndir eftir Bunuel eða einhvern þekktan leikstjóra. Ég hygg að svona kvikmyndavikur yrðu til þess að auka áhuga fyrir kvikmynd- um almennt og þarna yrði um merka kynningarstarfsemi að ræða. Vonandi á það ekki langt í land að þetta komist til fram- kvæmda. Kvikmyndahúsgestur. Svar. Þetta er vissúlega athyglisverö hugmynd og alls ekki ólíklegt aö þetta eigi eftir aö komast í fram- kvæmd. Hver bannar kvikmyndimar. Kæri Fálki! Getur þú sagt okkur hver það er hér sem ákveður hvaða myndir eru bannaðar og aldurs- takmarkið. Við vorum að tala um þetta í ferðalagi um daginn. Með þökk. B & P. Svar: Hér er starfandi kvikmynda- eftirUt skipaö af hinu opinbera og þaö sér állar kvikmyndir sem hér eru sýndar og ákveöur hvort þær skuli bannaöar og innan hvaöa aldurs. LEIGUFLUG - ÁÆTLUNARFLUG SJÚKRAFLUG HELLISSANDUR TIL LEIGUFLUGS HÖFUM PATREKSFJÖRÐUR VIÐ ÞESSAR FLUGVE'LAR ÞINGEYRI BEECHCRAFT bonanza FLATEYRI (6 farþega) REYKJANES GJÖGUR DE HAVILAND DOVE 19 tarþega) HÓLMAVÍK REYKHÓIAR rWIN PIONEER (16 iarþega) STYKKISHÓLMUR CESSNA 180 VOPNAFJÖRÐUR (3 farþega) LeitiS frekari upplýsinga á afgreiðslu Fluglijónnsta Rjörns Pálssonar á Reykjavíkurflugvclli Sími 21611 — 21612 FJELAGSPRENTSI1IÐJUNNAR SPÍTALASTÍG 10 — (VIF) ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGSFYRIRVARA VAMD4Ð EFMI FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.