Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Síða 35

Fálkinn - 22.09.1964, Síða 35
teina í rauðu silkibandi yfir dyrnar inn í dagstofuna. Þegar 'ég kom heim aftur sat Charles í anddyrinu með hanastél fyrir framan sig. Og allt í einu fann ég, að ég gat ekki haldið áfram hjónabandinu með hon- um. Það var svo innantómt og tilgangslaust, að það hlaut að verða honum jafnt sem mér léttir að því að hætta þessu, reyndi ég að telja mér trú um. En ég hafði ekki undirbúið mig neitt, og því hrökk þetta skyndilega út úr mér: — Charl- es, ég vil fá skilnað! Ég sá að honum brá. En andlitssvipur- jnn breyttist ekki. — Hvaðan hefurðu fengið þessa hug- mynd sagði hann. Hann sagði þetta kæruleysislega, en horfði um leið rannsakandi á mig hálflokuðum augunum. Ég bandaði frá mér höndum. _ þetta — þetta er svo til- gangslaust. Við tölumst ekki einu sinni við. Þú hefur ekki minnstu hugmynd um, hvað ég ,'hugsa, geri, eða hverjar til- 'finningar mínar eru ... ‘ — Þvert á móti, kæra Lisa, ég veit mjög vel hvað þú hefur fyrir stafni. Ég leit óörugg til hans. — Kannski veiztu það, en þér stendur á sama. . . — Þú hefur á röngu að standa, sagði hann rólega. Ég hugsa mikið um, hvað þú gerir og hvað þú hugsar. Það hefur mikla þýðingu fyrir mig. Ég vissi ekki, hvernig ég átti að taka þetta. Ég gat aðeins ’sagt: — En það hlýtur samt að vera bezt fyrir okkur bæði ef við ... Hann hafði tæmt glasið sitt og setti það á borðið með mikl- um hávaða. — Það verður enginn skiln- aður, sagði hann. — En hvers vegna ekki? Skyndileg reiði greip mig. Þú getur ekki þvingað mig til þess ■að vera hér kyrr? Hann leit snöggt upp. — Get ég ekki gert það? Þú átt ekki éinn einasta eyri, hefurðu ' hugsað um það? Heldurðu að ég myndi halda áfram að sjá þér farborða, ef þú færir frá mér? — Ég get unnið. — Gætirðu það? Þú hefur ekkert lært — það eina, sem þú hefur lagt þig eftir, er að punta þig og koma fram fyrir fóik. Þú getur ekki haft ofan af fyrir þér með því. Ég reis á fætur og gekk í átt til dyranna. En hann sagði fyrir aftan mig: — Ég er búinn að ákveða, að við höldum upp á jólin í London. Við förum á morgun. Ég nam staðar. — Ég kem ekki með; Hann skyldi ekki fá að svifta mig jólunum með Hugh og fjölskyldu hans — það myndi ég ekki þola! Ég hafði hlakkað svo óendanlega lengi til þeirra. Charles sagði kuldalega: — Ég hef ekki beðið um að fá að heyra, hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki Þú skalt vera til búin til þess að leggja af stað klukkan ellefu. Hann sneri bakinu í mig. Umræðunum var lokið. En ég sagði æst: — Ég kem ekki með! Hvers vegna ætti ég að gera það? — Vegna þess að ég vil það. Þar að auki hef ég hugsað mér, að loka húsinu og geft þiónustufólkinu frí — En ég kem ekk: með endurtók ég ákveðin. Þú getur ekki neytt mig til þess — Þú kemur með, sagði hann rólega, og hélt áfram í sama ákveðna tóninum: Ef þú ert eitthvað að þrátta — eða ef þú skyldir reyna að fá skiln- ið — þá skal ég sjá svo um, ð þú verðir lokuð inni á geð- eikrahæli og lýst geðveik. Framh í næsta blaði. Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið.Ólíkt útlit Toni lifgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvemig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn Douglas, Globus h.f., Vatnsstig 3. Reykjavík. íx Newí:!; Ibnjfjl ■wtnlMft • i Toni Um Toni- AðeinsToni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar i handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum 1 hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. FÁLKINN vi

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.