Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 10
Farsagan: Líf mitt hefur verið martröð, cg á hverjum degi velti ég því fyrir mér, hvort ég sé að verða geðveik. Þetta byrjaði með því, að ég vaknaði morgun einn og þekkti ekkert aftur í kringum mig. Ég hélt mig heita DORCAS IvIALLORY, og vœri átján ára og ætti að giftast JOHN WINSLOW þennan sama dag. í raunveruleikanum var ég gift CHARLES LANDRY og átti uppkomna dóttur, JO- ANNA. Ég mundi ekki eftir nokkru, sem gerzt hafði í hjónabandi mínu, en gat mun- að allt, sem komið hafði fyrir fyrir árið 1943. Charles skýrði þetta með þvi, að ég væri með sjúklegar ímyndanir. Ég hafði alizt upp í Kanada og gifzt honum þar. Árið 1943 höfðum við flutzt til Englands. Hann sýndi mér bæði fæðingar- og giftingar- vottorð. Spurningarnar lögðust þungt á mig dag og nótt — hver var ég, hvernig hafði ég kom- izt hingað? Ég fór til Alder- ford, þar sem við höfðum búið, en húsið hafði verið rifið og mér skildist, að faðir minn var látinn. Mér tókst að hitta John. En hann þekkti mig ekki aftur — og hann var kvæntur. Hann sagði mér að Dorcas Mallory og fósturfaðir hennar hefðu farizt í sprengjuárás kvöldið áður en hún átti að giftast honum. Ég fann gröfina í kirkjugarð- inum, en gat samt ekki losað mig við þá hugsun, að ég væri Dorcas. Hvemig gæti ég ann- ars munað svo greinilega eftir öllu í lífi hennar? Dag nokkurn hitti ég þorps- læknirinn, dr. HUGH BRODE- RICK, og trúði honum fyrir hugsunum im'"um. En þe/gar 10 FÁLKINN Charles komst að því, varð hann ofsareiður og bannaði mér að hitta doktor Broderick aftur. Ég hcyrði hann síðan tala við lækninn í síma — Charles sagði honum, að ég væri þegar komin undir læknis hendur, og móðir mín hefði þjáðst af sama sjúkdóminum og dáið á geðveikrahæli. Þrátt fyrir bannið hitti ég doktor Broderick aftur. í ná- vist hans fann ég fyrst ein- hverja ró. Svo ákvað ég að fara fram á skilnað við Charl- es — hjónaband okkar hafði ekki til að bera nokkra hlýju, ekkert tengdi okkur saraan. En Charles neitaði. „Ef þú heldur áfram að vera með einhvern mótþróa, læt ég loka þig inni á geðveikrahæli,“ sagði hann. Ég titraði, þegar ég heyrði hörkuna og kæruleysið í rödd- inni. Ég varð ekki gripin skelf- ingu, eins og ég hefði kannski orðið fyrir nokkrum vikum, en ég komst ekki hjá að verða óttaslegin yfir hatrinu, sem hann bar í brjósti til mín. — Það geturðu ekki, stamaði ég. — Get ég ekki? Hann hló og hláturinn var ekki beinlínis róandi. Ég skalf. — Kæra Lisa, veiztu ekki, hve tiltölulega auðvelt er að fá manneskju lýsta geðveika í þessu landi og setta á geð- veikrahæli? Það myndi sann- arlega ekki valda mér neinum erfiðleikum. Þú með þína ætt- gengni og foreldra — og svo undarlega, sem þú hefur hegð- að þér síðustu vikurnar! Það er ekki svo að skilja, að mér liggi nokkuð á, þú lendir á geð- veikrahælinu fyrr eða síðar hvort eð er.. . En farir þú að valda mér einhverjum erfið- leikum, þá skal ég sjá svo um, að þú lendir inni á augabraeði! Og það er töluvert miklu erfið- ara að komast út af vitlausra- spítalanum, en það er að kom- ast þangað inn, svo ég myndi ráðleggja þér að óttast um frelsi þitt, á meðan þú hefur það. Ég sagði, og var enn þrumu lostin yfir orðunum: — Hvers vegna hatarðu mig svona mik- ið? Hvað hef ég gert. .. Eða hefurðu alltaf hatað mig ... ? — Hata þig? Hann sneri sér að mér með svo snöggri hreyf- ingu, að hann sló um glasinu, og whiskyið rann yfir barborð- ið og niður á gólf. Hann horfði á mig langa stund, á meðan whiskyið safnaðist saman í poll á gólfteppinu. Að lokum sagði hann með næstum því undrandi röddu: — Jú, ég hata þig nægilega, en það versta er, að ég get ekki hatað þig eins mikið og ég vil. Ég sneri mér við og gekk frá honum. Það voru mér mikil vonbrigði, að fara á mis við jólahátíðina hjá Hugh, sem ég hafði hlakkað svo lengi til. En það þýddi ekki að reyna að brjóta í bága við það, sem Charles vildi. Við eyddum að- fangadagskvöldinu hjá Joanna og Michael, og á jóladaginn vorum við ein á hótelinu. Á annan í jólum þoldi ég þetta ekki lengur. Ég varð að fara aftur til Chadwell St. John, jafnvel þótt Charles reyndi að banna mér það. Ég hafði ekki hugsað mér að biðja hann leyfis. Þegar svo hittist á, að hann var úti læddist ég burtu og tók bílinn, og ók heim á mettíma, enda þótt snjókoman settist á rúðurnar og gerði skyggnið slæmt. Þetta var í fyrsta skiptið, sem stóra húsið var kalt og tómt, þegar ég kom heim, og í nokkur augnablik liafði myrkr- ið og tómleikinn næstum því þægileg áhrif á mig. Ég leitaði að rafmagnsinntakinu og fann Eg var ein í mannlausu húsinu með Charles. Undarlegur andlitssvipur hans gerði mig órólega. En ég var ennþá ekki orðin hrædd. það, svo ég fékk ljós aftur, en tómleikinn hvarf ekki. í fyrsta sinn tók ég eftir því, hve stórt húsið var — til þess hafði ég í rauninni aldrei hugsað um það. Ég hafði tæpast stigið fæt- inum í eldhúsið áður, en mér tókst samt að finna aðalkran- ann, sem hægt var að skrúfa frá svo vatnið streymdi aftur um pípurnar, og þegar ég hafði lagað mér til tebolla og var búin að reykja eina sígarettu leið mér betur. Ég hitaði vatn til þess að geta þvegið mér, því ekkert heitt vatn var í húsinu, og baðherbergið var bæði kalt og óhugnanlegt. Ég vissi fyrirfram, hvaða kjól ég ætlaði að fara í. Hann var úr bláu tafti með víðu pilsi, og eini skartgripurinn sem ég notaði við hann var perluhálsfestin mín. Ég burst- aði hárið þanga til það glans- aði og greiddi mér svo frjáls- legar, en ég var vön að gera. Þegar ég leit í spegilinn að lok* um varð ég næstum því hissa. Ég leit svo allt öðru vísi út .. Heit eftirvænting fyllti mig, og ég náði í töskuna mína og safn- aði saman gjofunum og hljóp niður stigann. Það var Hugh, sem opnaði fyrir mér. Hann galopnaði dyrnar, þegar hann sá, að það var ég, sem stóð fyrir utan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.