Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 38
I líMiUFLUG - ÁÆTHTXARFHJG S.J ÍJ KltAFLl' G HELLI SSANDUR TIL LEIGUFLUGS HÖFUM PATREKSFJÖRÐUR VIÐ ÞESSAR FLUGVÉLAR: PINGEYRI BEECHCRAFT BONANZA FLATEYRI (6 farþega) REYKJANES GJÖGUR DE HAVILAND DOVE (9 farþega) HÓLMAVÍK REYKHÓLAR TWIN PIONEER (16 farþega) STYKKI SHÓLMUR CESSNA 180 VOPNAFJÖRÐUR (3 farþega) Leitið frekari upplýsinga á afgreiðslu Flngþjónusta Rjörns Palssanar a RcjkjaTÍkurflugvelll Sími 21611 — 21612 Geisha Framh. af bls. 15. framleitt er í litlum bollum, sem hvað stærð og útlit minna á eggjabikara, er á bragðið eins og gott sherry, en er lítið áfengara en venjuleg saft. Geishurnar eru mjög skraut- legar í kimonóunum sínum með mikilfenglegu hárgreiðsluna, þegar þær ganga inn með kné- beygjum. En þær eru ekki all- ar eins ungar og fallegar og í óskadraumum vesturlandabú- ans, — Chiyoha tilheyrir undantekningunum. Og marg- ar kvennanna eru að verða of rosknar. Flestar þeirra kunna ekki ensku og það gerir óneitanlega erfiðara fyrir með allar sam- ræður og skoðanaskipti. Herra Vestur hefur því sáralitla möguleika á að njóta hinnar margfrægu samtalslistar, sem er einkenni góðrar geishu. Þá getur hann heldur ekki, eins og Japanarnir, létt á hjarta sínu og kvartað yfir hin- um slæmu tímum eða konunni sinni, sem ekki skilur hann. Hún hlær uppörvandi við hon- um, kveikir í sígarettunni hans, fyllir sakebollann hans jafn- óðum og hann tæmist og er full samúðar og umhyggju. En — það er hún, sem ekki skilur hann, og öll hin fínni áhrif samkvæmisins fara fyrir ofan garð og neðan hjá vesturlanda- búanum. Hann nýtur skár dansins og söngsins. Mönnum getur fund- izt hann vera fallegur, eggj- andi, rómantískur, eða kannski langdreginn, það fer eftir ýmsu. En þó hlýtur tungumála- vankunnáttan að vera mikill þrándur í götu. Sennilega álíka og þegar einhver Japani hlýðir á Norðurlandabúa syngja dæg- urlög. Mikill hluti geishuveizlanna er alls kyns leikir, sumir minna á bernskuleiki vesturlandabúa. En margir eru einnig einkenn- andi þjóðlegir: Púðaleikurinn, þegar gesturinn og geishan setjast á sama púðann og snúa bökum saman og reyna að ýta hvort öðru út á gólfið. Eða leikurinn að láta eplið halda jafnvægi, sem er mjög vinsæll meðal herranna, og sér- staklega áður fyrr. Hann fer þannig fram, að geishan leggst á bakið og er með blaðsnepil í munninum. Gesturinn lagðist síðan ofan á hana, og á hnakka hans var sett skál með epli. Svo átti hann að ná blaðinu án þess að skálin dytti eða eplið rynni úr henni á gólfið. En fyrir kom, að herrarnir settu sínar eigin leikreglur, eins og fram kemur af ný- útkomnum endurminningum geishu nokkurrar. — Fer maðurinn alltaf ofan af mér aftur, þegar hann hef- ur misst eplið? spyr maiko mamma-san síná. — Litla barn, svarar hin lífsreynda kona. — Þú veizt ekki enn þá, hvílíkt villidýr getur leynzt í einum karl- manni. En þú verður bara að bera hann með þolinmæði, unz hann þreytist. Svo er tíminn einnig drep- inn með öðrum hætti, og ekki eins virðulegum, eins og til dæmis við að blaða í gegnum svokallaðar brúðarbækur, en það eru bækur, sem japanskar mæður gáfu gjafvaxta dætrum sínum hér áður fyrr. Það eru bækur skreyttar með fjölda tréskurðarteikninga, sem koma „Myndabók ástarinnar“ til að líkjast ævintýrabókum um bý- flugur og blóm. En í síðasta lagi um mið- nætti lýkur þessu öllu. Þá safn- ar mamma-san saman dóti sínu og geishurnar fara út með djúpum knébeygjum og ganga heim í hin þröngu herbergi te- húsanna með fylgdarmanni. Þá er kominn tími fyrir Chi- yoha og stöllur hennar að þvo af sér farðann, hengja upp stássfötin og fara dauðþreyttar í rúmið. Klukkan tíu næsta morgun byrjar skólinn að nýju. Japaninn, sem þekkir öll kvæðin, er vandlátur á sami- sen-leikinn og skilur táknmál dansins eins og letur á opinni bók, nýtur skemmtananna vitanlega á allt annan hátt en vesturlandabúinn. Það er mörg hundruð ára gömul hefð, að japanskir karl- menn heimsæki tehúsin og geishurnar gegna enn í dag miklu hlutverki í japönsku samkvæmislífi og umgengnis- venjum. En það eru ekki al- múgamennirnir, sem heim- sækja geishuhverfin. Það er munaður, sem aðeins hinir efnaðri geta veitt sér. Borgun fyrir geishu heitir hanadai á japönsku og þýðir „borgun fyrir blóm“. En geish- urnar eru dýr blóm. Góð geisha kostar um 2500 krónur um kvöldið og það er hefð að panta aldrei minna en tvær. Stórar geishuveizlur geta kostað hundruð þúsunda íslenzkra króna og talið er að japanskir karlmenn eyði árlega sem svar- ar 36 milljörðum íslenzkra króna í þessar „blómaveizlur.** Mikill hluti þessarar risa upphæðar skiptist á risnu stórra fyrirtækja. Og slíkar upphæðir eru skattfrjálsar. Engir stórir viðskiptasamning- ar eru gerðir milli japanskra CONSUL CORTIXA bílaleiga magntísar skípliolti 21 síniar: 21100-21185 Haukur (jutmH<(AMn HEIMASÍMI 21037 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.