Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 25

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 25
Hann bauðst til að sýna henni bæinn á morgun kvaðst hafa ferðast um Ítalíu en héfði komið hér í gær. Hún leit á hann snöggt. Hann hló. — Það býr ekkert undir því, sagði hann, það er bara ekki gott að maður sé einn á flakki í Ítalíu. Þau John voru nú saman öllum stundum. Þau syntu á baðströndinni, gerðu klaufalegar tilraunir að standa á ifóskíðum, John leigði árabát og þau reru út á sjó, þau dönsuðu saman um nætur og urðu sólbrennd um daga. Linda gleymdi Karli en dreymdi hann í svefni og velti því fyrir sér hvað hún ætti að segja þegar hún kæmi aítur. Hún var eins og brumknappur sem var að því kom- inn að springa út. Á baðströndinni sagði John henni allt af létta um sjálfan eig. Hann var arkitekt og var einkum að kynna sér husa- gerðarlist á Ítalíu, þessar tvær vikur hans á ströndinni voru nánast hvíldardagar. — Það er svo mikið að læra, sagði hann, þegar ég sé hinar undursamlegu byggingar fornaldar, þá sé ég hvað ég er lítils verður. Áður en varði hafði hún líka leyst frá skjóðunni, sagt frá duldum sínum og geðflækjum, ótta sínum. — Fólk, sem þekkir mig. sagði hún, það heldur að ég sé gædd jafnvægisgeði og öryggi. En í rauninni er ég bara lítil telpa sem þarf að láta segja sér fyrir verkum. Mig vantar alveg minn eigin persónuleika. Það var í fyrsta sinn sem hún hafði valið þessum hugsun- um sínum orð og henni létti. — Það virðist svo sem við séum bæði af sama sauðahús- inu, sagði hann. Hann velti sér á bakið og skyggndi hönd fyrir sólu. Það sem við þörfnumst fyrst og fremst er einhver sem skilur okkur og styður okkur, einhver. sem aldrei efast... — Eða einhver sem gæti sagt okkur alltaf hvað við eigum að gera, sagði hún. Hann strauk hendinni gegnum hárið á henni. GulHð sólskin á baðströncksm ítaliu ... Gítarleikur í mánaskini og öldugjálfur í sundum ... og þar fann hún loks sjálfa sig — í líki annars ... ' ... >> - j. < X ' -- '■ / ■- V .* ’ "■ \ -- | v 1 f - ^ . ; óV ::v: s, j. ' X g ' ' >s,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.