Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 23

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 23
að sinna vinum sínum sem koma í heimsókn. Og það er íjölskrúðugur hópur af mölinni sem bregður sér um helgar austur í sveitasæluna í Ölfus- inu að hitta Þórustaðahjónin, , þar koma bankamenn og búð- arþjónar, arkitektar og laga- nemar, skáld og bakarar, lista- menn og laxakarlar, kóngsins i lausamenn og fagrar konur. Bókasafnið ber þess vitni að hjónin eru víðlesin og vel heima í bókmenntum af öllu tagi, ljóðagerð, skáldsagnagerð og öðru. Enda kemur enginn að tómum kofunum hjá þeim hvar sem borið er niður og kvöldstundin er fljót að líða á heimili þeirra við fjörugar samræður. Á öllum heimilis- brag og híbýlabrýði má ráða að hér hefur ekki búið um sig venjulegt sveitafólk, heldur fólk, sem er vant nýtísku þæg- indum og hefur þar að auki til brunns til að bera næman og persónulegan smekk fyrir þeim hlutum sem gera hús hvorttveggja í senn, vistlegt og listrænt. Ég spurði Björgu hvort það hefðu ekki verið mikil við- brigði að flytjast úr kaupstað í sveit, vera allt í einu orðin hús- freyja á einu stærsta sveita- býli landsins. — Heimilið er að vísu stærra en að öðru leyti eru umskipt- in ekki svo mikil, svaraði hún, hér eru líka öll þægindi og allt til alls. Enda má kalla að heimilisþægindi sé víða í sveit- um hægt að hafa til jafns við heimili í kaupstöðum. Mér var um og ó að flytjast í sveit en þetta gengur allt vonum fram- ar og héðan vil ég ekki fara fyrir neinn mun. Ég hafði ofurlitla nasasjón af sveitalífi, hafði verið 5 sum- ur í sveit sem telpa norður í Húnavatnssýslu en þar var allt mjög frábrugðið því sem hér er, þar var allt í gamla stíln- um þar var torfbær og fólkið svaf allt í einni baðstofu, kon- ur og karlar. En þar voru bú- skaparhættir til fyrirmyndar. Þarna leið mér ljómandi vel og það er mikils virði áð hafa kynnst því hvernig fólk bjó hér forðum daga. Ingólfur hef- ur lengi leitað að jörð og hon- um stóð á sama hvort við sett- um okkur niður á Langanesi eða í Flóanum. Ég hafði ekkert á móti því að flytja í sveit en vildi helzt ekki fara langt frá Reykjavík. Og hér er einmitt rétti staðurinn, það tekur að- eins tæpan klukkutíma að aka í bæinn héðan. Og úr því svona auðvelt er að komast þangað, þá er mér miklu rórra og það er sennilega ástæðan til þess að ég fer þangað sárasjaldan. Þau hjónin sögðu mér frá einbýlishúsinu sem þau höfðu byggt sér í Hafnarfirði og lagt hart að sér til að byggja eins og annað ungt fólk, 'sem ekki hefur úr öðru að spila en eigin efnum. Þau höfðu í fyrstu not- ið útsýiiis yfir fjörðinn allan óg flóann og unað sér vel en brátt kom þar að bærinn hafði þanið sig út í áttina til þeirra og húsin skutu upp kollinum hvert á fætur öðru allt í kring- um þau, útsýnið varð sífellt þrengra uns þar kom einn dag- inn að fjörðurinn var nær horf- Að afloknu dagsverki hvíla þau lúin bein í stofunni, börn hjónanna á Þórustöð- um og eflaust er það sveita- sælan sem skín úr andlit- unum. Lengst til vinstri er aldursforsetinn Einar, 12 ára, þá er heimasætan Auð- ur, 4ra ára, síðan þeir Stefán, V ára og Gunnar 8 ára. Lengst til hægri er frændi þeirra sysíkina, Eyj- ólfur Reynisson sem var kaupamaður á Þórustöðum í sumar. inn sjónum, hafið og fjalla- hringurinn fagurblár. Og ef til vill urðu þessi þrengsli til að flýta fyrir því að Ingólfur brauzt í að láta bóndahugsjón sína rætast. í því skyni að eign- ast Þórustaði með allri áhöfn urðu þau að selja allt sem þau áttu, húsið sitt í Firðinum og bílinn sinn, þangað varð ekki aftur snúið; þau höfðu brotið allar brýr að baki sér. Fyrst þegar þau komu að Þórustöðum gekk þeim illa að sofna á næturnar fyrir kyrrð! Svo tamur var þeim orðinn Framhald á bls. 29. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.