Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 11
— Hvar hefurðu haldið þig? Við erum búin að bíða eftir þér öll jólin. Við héldum, að þú hefðir gleymt okkur. — Charles vildi fara til London, og mér gafst ekkert tækifæri til þess að segja þér frá því. En það hafði enga þýðingu lengur. Ég var hamingjusöm, gat næstum ekki dregið andann af hamingju, og logandi heit að innan. Hugh hjálpaði mér úr kápunni og horfði á mig, og að lokum sagði hann með að- dáun í röddinni: — Hvað hef- urðu gert við þig? — Ekki neitt, sagði ég. Hvað áttu við? Hann hengdi upp kápuna. — Þú lítur út eins og þú værir sextán ára. Hann opnaði dyrn- ar inn í stofuna fyrir mig. Þetta var dásamlegt kvöld. Þetta var nú eiginlega ekkert boð, og við gerðum ekkert merkilegt, en ég var svo ham- ingjusöm. Við borðuðum leifarnar af jólakalkúninum, og frú Hale kom inn og borðaði með okkur, og á eftir fórum við öll fram í eldhúsið og hjálpuðumst að við að þvo upp. Við vorum allt of mörg, og þvældumst hvert fyrir öðru, en við skemmtum okkur svo vel, og það skipti engu máli, hve lengi við vorum. Það var auðvelt að skilja, hvers vegna Hugh var svona hrifinn af Söru og börnunum, og það var einnig létt að sjá að þau voru stórhrifin af hon- um líka. Ég hugsaði með mér, að hann ætti sannarlega skilið að eiga börn sjálfur. Ég beið með að dreifa gjöf- unum mínum þangað til við vorum búin að borða og þvo upp. Ég var dálítið hrædd um, að þetta yrði svolítið óþægilegt, þar sem ég var með gjafir handa öllum, en enginn yrði með gjafir handa mér... En ég þurfti ekki að vera óróleg. Allir voru með gjafir til mín líka. Sara gaf mér mjög fallega slæðu úr alsilki, og Valerie og Keith höfðu verið saman um að kaupa baðsalt í geysistórri og fallegri krukku. Undrandi spurði ég Söru: — En hvernig vissuð þið, að ég yrði hérna? Hún hló: — Hugh skrifaði mér um það fyrir mörgum vikum. — En hann vissi það þó ekki fyrir svo löngu, mótmælti ég. — Jú, jú, sagði Sara. Hún horfði klókindalega á mig, þegar hún hélt, að ég sæi það ekki. Frá frú Hale fékk ég sex fína vasaklúta úr hör, ég beið með að opna gjöfina frá Hugh þangað til síðast. Það var ein- faldur lítill hlutur, og alls ekki Framh. á bls. 29.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.