Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 21
Kýrnar á Þórustöðum komast ekki all- ar fyrir á einni mynd en þessar fjórar eru verðugir fulltrúar þeirra, talið frá vinstri til hægri: Króna, Auðhumla, Hrefna og Bauga. f baksýn er stórbýl- ið, íbúðarhúsið fyrir miðju og garður* inn til vinstri, bak við íbúðarhúsið gnæf- ir súrheysturninn í 16 metra hæð og þar fyrir aftan sést í fjós, hlöðu og svínahús. svínahús. Danski fjósameistarinn hefur málað tölustafi á lend kúnna meðan hann er að læra hin íslenzku nöfn þeirra. Ingólfur Guðmundsson, nýi Þórustaða- bóndinn, gaf sér ekki tóm til að líta upp þótt ljósmyudarinn smellti af. höfðu þau tryggt sér góða afkomu og auk þess komið sér upp fallegu og vönduðu einbýlishúsi í Firðinum. Því bentu allar líkur til þess að þar mundu þau una ævi sinnar daga og á ytra borði mundi ekki fleira gerast mark- vert í þeirra lífi. Rás viðburðanna virt- ist ráðin, allt í lukkunnar velstandi. Og fáum kom til hugar að nokkur „röskun“ yi-ði á högum þeirra. Enda voru þau bæði kaupstaðarbörn og virt- ust þarna eiga bezt heima. En auðvelt er að ala á stórum draum- um jafnt í matvöruverzlunum sem við brimsorfnar strendur ellegar himin- gnæfandi hnúka. Og húsmæðurnar I Firðinum sem sóttu sitt daglega brauð til Ingólfs í kaupfélagið mun vart hafa grunað að þessi viðmótsþýði afgreiðslu- maður í hvíta sloppnum hafi undir niðri átt sér stóran draum óskyldan niður- soðnuhi várningi og afgreiðslu á matar- lími. — Sumir ganga með þingmann í mag- anum, aðrir bónda, sagði Björg hús- freyja við okkur í stofunni á Þórustöð- um á dögunum þegar við heimsóttum þau hjónin í hin nýju heimkynni. Það kemur í ljós að Ingólf hefur árum saman dreymt um að gerast bóndi í sveit og segja skilið við kaupstaðar- lífið fyrir fullt og allt. Á Þórustöðum er búskapurinn rekinn í stórum stíl. Áherzlan er lögð öll á svínarækt og mjólkurframleiðslu. Sauð- fé er ekkert. Jörðin liggur ekki vel til sauðfjárræktar en þess betur er hún fallin til kúahalds. Þar eru í fjósi um 50 nautgripir og er þá allt talið, kýr og kálfar, naut og kvígur. Fjósið er á borð við nýtísku félagsheimili, svo stórt er það og þrifalegt, enda fjósameistar- inn danskur og kálfarnir bera nöfn þeirra stúlkna á Jótlandi sem honum voru kærust. Hins vegar verða mjólk- urkýrnar, 34 að tölu, að láta sér nægja númer sem er málað á lendina. Nautið, sem ríkir yfir þesari hjörð og sér kún- um fyrir þeirra þörfum, heitir Bjartur, kallaður Palli og er hreint ekkert smá-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.