Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 28
Hringið f dag - á morgun getur þaö verið of seint. Það er eitt, sem eldur fær ekki grandað: Trygging frá „Almennum”. Simínn er 17700 M=» Ast í Feneyjum Framh. af bls. 26. inn sagði hún af nýheimtu sjálfstrausti sínu: — Ekki hafði ég vænzt þess að þú létir sjá þig. Hann ræsti vélina og í fyrsta sinn fórst honum það óhöndug- lega. Hann gaf of mikið benzín og tók cf krappa beygju svo hún hallaðist upp að honum. — Hvernig gekk? spurði hún til að rjúfa þögnina. — Við söknuðum þín, sagði hann og yppti öxlum . . . það gekk allt á afturlöppunum ... allt fór úrskeiðis ... — Alvarlegt? Hann hristi höfuðið. — Nei, ekki alvarlegt. En leiðinlegt. Hún gat vel ímyndað sér óþolinmæði hans á þeirri stundu. Honum var alltaf eink- ar hugleikið að allt gengi snurðulaust. — Hefurðu haft það gott? spurði hann loks. — í Ítalíu? Indælt. — Ég fékk kortið þitt frá Feneyjum, Hún varp öndinni. — Ó, 'Fen- eyjar! Ég var þar með arkitekt og hann sýndi mér borgina í nýju skærara ljósi. Það var undursamlegt. Karl stirðnaði við stýrið. Hann gaut til hennar augunum. — Langar þig þangað aftur? Til Ítalíu, á ég við? — Æi, já. Hann hægði ferðina og loks nam hann staðar úti á vegar- brún. Hún leit undrandi á hann. Ekkert hafði farið eins og hana hafði grunað. Karl var sjálfur breyttur, eins og hon- um lægi eitthvað á hjarta. Svip- ur hans var eins ákveðinn og ætíð, hann var eins og hann átti að sér en samt sem áður varð hún hissa á þessu hliðar- spori. Hann lagði höndina á stól- bakið og kom við öxlina á henni og andartak minntist hún annars manns og góndól- anna í Feneyjum. En Karl sagði eitthvað og horfði á hana. — Við gætum farið þangað saman .. . næsta ár. Hún reyndi að líta undan en gat það ekki vegna sjálfs- trausts hans. Hún hélt hún skildi hvað hann átti við og varð allt í einu slegin ótta, hún þorði ekki að láta hann leysa frá skjóðunni því þá yrði hún nauðbeygð til að svara. — Karl... Hann brosti sínu fallega brosi. — Skilurðu ekki Linda? Ég er að biðja þín. Við eigum vel saman. Það hefur mikið upp- lýzt fyrir mér meðan þú varst í burtu ... En hún hlustaði ekki. Hún gaf sig minningunni á vald. .. minntist þessara orða: Þú mátt ekki láta það skyggja á sumar- fríið þitt... Og augu hennar flóðu í tárum. í vasa sínum kreppti hún lófann um kort með heimilis- fangi. Hún gægðist upp og leit á Karl og sá að hökusvipurinn ULPAN 4 'i ALMENNAR TRYGGINGAR" PÖSTHÚSSTBÆTI 9 SfMI 17700 fæst í tielztu fataverzlunum landsins VÍR 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.