Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 14
GEISHAIM LIFIR TVÖFÖLDt LÍFI Kennslukonan, gömul kona í dökkum kimono, sat á púða á miðju gólfinu. Við hlið sér hafði hún lítið knýti, sem japanskar konur nota fremur en vestrænar uppfinndingar eins og handtözkur og veski. Tilbreytingarlítið lag hljóm- aði af segulbandstæki úti í horni. Hún vaggaði eftir hljóð- fallinu og sló taktinn með því að banka í lítinn kistil, sem hún notaði fyrir púlt. Hún hét madame Inoue og eitt sinn var hún ein af dáð- ustu geishum Kyotos og um leið alls Japans. Á stríðsárun- um var mörgum tehúsum lok- að og geishurnar teknar til iðn- aðarstarfa. Þegar starfsemin hófst að nýju varð hún ein af aðalmanneskjunum, formaður í stéttarfélagi Kyoto- geishanna og danskennari fyrir yngri kynslóðina, sem endurnýjaði geishustéttina. , Nemendurnir höfðu setzt í hálfhring bak við hana. Maiko (geishanemandi) á unglings- aldri geispaði í laumi bak við kimonoermina •— þetta var fyrsta kennslustund dagsins. Önnur reyndi árangurslaust listina að kasta blævæng upp í loftið, fá hann til að svífa í fallegan hring og grípa hann svo aftur. Við og við komu geishur, sem höfðu orðið heldur seinar fyrir, inn, féllu á kné fyrir framan litlu konuna bak við púltið, og beygðu sig unz ennið nam við gólf. En það voru ekki gerðir nemendanna, sem sköp- uðu þetta andrúmsloft lotning- ar og virðingar kringum gömlu konuna. Það var hið fagra aldna andlit með öllum sínum fíngerðu hrukkum og svörtu augunum, sem endur- spegluðu óendanlega mikla lífs- vizku... Á gólfinu fyrir framan hana æfðu tvær ungar geishur dans- atriðið. Kimonoar þeirra voru litauðugir og á fótunum höfðu þær hvíta tabis þjóðlega jap- anska sokka með aðeins tveim- ur tám. Þær litu út eins og risavaxin skordýr í nútíma furðusögu. Eins og klaufdýr með fiðrildisvængi. Hreyfingar geishanna voru mjúkar, bylgjukenndar, eins og þegar vindsveipur gárar spegil- sléttan vatnsflöt. Ég spurði Chiyoha litlu, tuttugu og eins árs geishu frá tehúsinu „Hús hinnar tíþúsundföldu eilífu gleði“, hvað dansinn héti — Mizukagami, hvíslaði hún. Vatnspegillinn. Japanskur dans er að lang- mestu leyti sýning. Ungu geish- urnar verða að læra að tákna hlutverk sín með alls kyns látbragðsleik, tákna stúlku, sem hefur drukkið of mikið sake, barn, sem á að skiljast við móður sína. Þær eru líka æfðar í að tákna stjörnu á næturþeli, lítinn dauðan spör- fugl, eða kirsuberjablóm. Að . tákna þögn og hávaða, Ijós og myrkur og flest, sem nöfnum tjáir að nefna. Lagið breytist aftur og aftur. Hinar dansandi stúlkur hreyfðu sig tignarlega og að því er virt- ist áreynslulaust. En svitinn rann í stríðum straumum niður kinnar þeirra og þegar dansin- um lauk og þær gerðu kné- beygju fyrir kennslukonu sinni voru þær aðframkomnar af þreytu. Geishunámið er mjög erfitt, þótt þær eldri í hverfinu, sem byrjuðu í starfinu fyrir stríðið, fullyrði að það séu hreinir sætabrauðsdagar miðað við það sem áður var. Þá byrjaði nám- ið, þegar stúlkurnar voru tíu 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.