Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 18
VETRARSTRÍÐS- SÉRFRÆDiNGURINN FÉKK KULDABÚLGU eitthvað annað. Ég var staddur á Isle of Dogs — Hundaey — sem er skugga- legt hafnarhverfi við Thamesá, í austurhluta borgarinnar. Þar voru flest hús í rústum og íbúarnir fáir, nema kettir og rottur. Konan mín, Áslaug, fékk sér vinnu sem bílstjóri hjá flughernum skammt í burtu, og gekk henni ágætlega að keyra vörubíl og alls konar fólksbíla bæði í borginni og utan hennar, þótt hún hefði aldrei komið í borg stærri en Reykja- vík áður. Ef það kom fyrir, að hún lenti í nokkrum erfiðleikum við lögregluna, eins og til dæmis, með því að keyra í vitlausa átt í einstefnugötu, þá fór hún að tala íslenzku, og komst undan með því móti. Það gerðist margt ævintýralegt hjá henni, en ekki vil ég stela úr hennar sögu. Við vorum með átta risastórar fallbyssur þar á eyjunni, og eitt kvöld kom f’ugvél fljúgandi, en sýndi ekki ljósmerki. til þess að maður vissi, að hér væri ekki um óvin að ræða. Ég var þá á vakt og lét ég hleypa hressilega úr öllum risabyssunum, og var hávaðinn eins og heimurinn væri að hrynja. Þá kom f am mikil ljósadýrð frá vélinni, um leið og flugmaðurinn kveikti öll ljós- merkin, sem til voru, því þetta var ame- rísk orrustuflugvél. Þó var hún sennilega ekki í meiri hættu en íbúar borgarinnar, þegar kúluflísarnar fóru að detta niður úr himninum. Nokkrum dögum seinna fékk ég skipun um að flytja þaðan. Ég átti að vera í aðalbækistöðvum hersins í Suður Englandi og var að auki gerður að höfuðs- manni með aukapeningum — því það er regla í hernum, að foringjar þeir, er sitja í skrifstofum langt frá vígvöllunum, fái uppbótarpeninga fram yfir þá, sem eru aðeins að berjast. Aðalbækistöðvarnar voru staðsettar í Wilton House, frægt aðalssetur nálægt Salisbury. Húsið var heimili jarlsins af Pembroke og Montgomery, sem bjó þar í einni álmu, ásamt konu sinni, greifa- frúnni, og sex hundum. Herbergi hússins voru skreytt dýrum málverkum og lista- verkum. í skrifstofu minni, sem var aðal- samkomusalurinn og 20 metrar að lengd, voru málverkin eftir Van Dyck virt á 30 milljónir króna. Hér var ég þau ár, sem eftir voru af stríðinu, og var hlutverk okkar seinna að undirbúa brottfararstaðina fyrir innrás Frakklands, og sjá um öryggi innrásar- hersins. En margt var eftir að gerast, áður en þetta varð. Árið 1942 var flóðið farið að bresta. Þann 23. október byrjaði orrustan við EI Alamein í Egyptalandi, og skriðdrekaher- deildum Rommels var tvístrað. Snemma í 1943 gafst þýzki herinn í Stalingrad upp eftir langt umsát, og í maí gáfust Þjóð- verjarnir einnig upp og ítalarnir í Norður- Afríku. Þann 10. júlí gerðu bandamenn innrás á Sikiley, og nákvæmlega fjórum árum eftir að Bretarnir fóru í stríð, þann 3. september stigu þeir á meginlandið aftur í Ítalíu, og ítalska stjórnin gafst upp. Þjóðverjarnir héldu áfram að berj- ast, en vorið 1944 fóru Rússarnir stórlega fram á vígvöllunum fyrir austan. Um leið heimtuðu þeir, að innrás í Frakkland yrði sem allra fyrst. Á þessu tímabili átti konan mín enn þá heima í húsi, sem við leigðum í Lundún- um, fyrir sunnan ána, en mér tókst venju- lega að komast heim um helgar. Ég reyndi að fá húsnæði þar sem ég var í Wilton, en það gekk ekki, því þetta var aðeins smáþorp og fullt af hermönnum. í maí 1944 fæddist dóttir mín í Lundún- um og ég fékk að sjá hana nokkrum sinn- um. Þá allt í einu var bannað öllum, bæði hermönnum og óbreyttum borgurum, að flytja inn eða út á svæðinu þar sem ég var staddur. Eitthvað var á seyði. Sunnudagsmorguninn 6. júní, vaknaði ég snemma við byssudrunur eins og jarð- skjálfta langs í burtu. Þá komu flugvélarn- ar. Veðrið var bjart, en þegar ég leit út um gluggann, var himininn allt í einu orðinn svartur. Og hver flugvél var með sínar svifflugur í togi. Þær flugu í suður | Innrásin var hafin, þúsundum saman streymdu menn og hergögn á land á Frakk- landsströndum, úti fyrir lágu herskipin og skutu án afláts á bækistöðvar óvinanna í landi. > mmmm.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.