Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 6
DONNI Þið munið svo að slökkva á sjónvarpinu þegar þið farið, sögðu hjónin við gestina er þau fóru í háttinn. Linda Christían Nýlega var frá því skýrt að hin kunna kvikmyndaleikkona Linda Christian væri að missa sjónina. Leik- konan verður 40 ára hinn 12 nóvem- ber n. k. Hún er fædd í Mexico og ung að árum flutti hún til Bandaríkj- anna og fór til Hollywood eins og marg- ir aðrir að leita gæfunnar. Hún kynnt- ist snemma Errol Flynn og sjálf segir hún að hann hafi veitt henni ómetan- lega aðstoð við að komast upp á stjörnu- himininn. Hún segir að hann hafi reynst henni sem bezti bróðir. Hún giftist Tyron Power og eignuðust þau tvö börn saman en eins og menn muna lézt hann á Spáni fyrir nokkrum árum þegar hann var að leika þar í kvik- mynd. Eftir lát Power var hún mikið með hinum brasiliska milljónamæringi Pignatari en ekki kom til hjúskapar. Hann kvæntist seinna Iru. prinsessu af Fúrstenberg og urðu af því mikil mál eins og oftlega hefur verið frá sagt hér á síðunni. Á eftir þessum brasiliska milljónamæring kynntist hún kappakst- ursmanninum og markgreifanum af Portago og það var ætlun þeirra aðgift- ast þegar hann fórst í kappaksturs- keppni. Nokkru seinna giftist hún í annað sinn ensa kvikmyndaleikaranum Edmund Purdom og hafa þau verið gift í nokkur ár. Það er sagt að hjónaband þeirra sé gott og að þessi sjúkdómur Lindu muni binda þau enn fastar saman. Linda segir sjálf: Fyrir utan Edmund og börnin mín tvö er það ekkert sem bindur mig lengur við lífið. Leikur Grace Kelly aftur í kvikmyndum Mjög er um það rætt um þessar mundir hvort furstaynjan af Monaco Crace muni aftur fara að leika í kvikmyndum. Sagt er að maður hennar furst* inn sé því ekki mjög mótfallinn um þessar mundir, Eitt er víst að stöðugt berast henni tilboð um að leika í kvikmyndum. í sumar var gerð mikil heimildar- kvikmynd um Monaco og þar kom öll fjölskyldan fram. Þessi kvikmynd var m. a. gerð til þess að auka ferðamannastrauminn til ríkisins. Nýlega las Grace furstaynja kvikmyndahandritið að hinni nýju mynd Hitchocks Marnie. Svo sem menn eflaust vita leikur Tippi Hedern, hinn nýi fundur, Hitchcocks aðalhlutverkið í þeirri mynd á móti Sean Connery þess sem leikur James Bond. Þegar fursta- ynjan kom að því atriði í myndinni þegar Sean a£- klæðir Tippi sagði hún: Þessa senu hefði ég aldrei getað leikið! Og bætti síðan við: Ekki fyrr en ég hefði megrað mig sem svarar fimm kílóum. Á myndinni sem fylgir þessum línum sjáum við furstaynjuna á tali við Eddie Fischer fyrrum eigin- mann Liz Taylor og Debbie Reynolds. Ef til vill eru þau að tala um væntanlegan leik furstaynjunnar í kvikmyndum. Ný Grace Kelly Áðan vorum við að ræða um Grace Kelly fursta- ynju í Monaco og líkurnar fyrir því að hún fari aftur að leika í kvikmyndum. Annars er sagt að Hollywood hafi fundið arftaka hennar. Sú heitir Theodora Dacitt. Það er sagt að hún sé að mörgu leyti lík Grace í háttum og að hún hafi þann þokka sem á sínum tíma gerði furstaynjuna heimskunna á hvíta tjaldinu. Og svo er tvennt sem þykir benda til þess að Theodora kunni að verða stórt númer í kvikmyndaheiminum. Hún er sögð hafa töluverða hæfileika til að leika og eins hitt að hún vinni ákaf- lega mikið og segir að árangur náist aldrei á leik- listarbrautinni nema með vinnu og erfiði. Þetta er hlutur sem mörgum hefur sézt yfir þar vestra. Von andi tekst þeim þar að gera ágæta leikkonu úr Theodoru en ekki eina af þessum sviplausu stjörnum. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.