Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 21
ur til að leita læknisráða nokk- uð oft. En á árunum fyrir og um miðja 19. öld, var hér lítið um læknislærða menn. Eggert Johensen var skipaður fjórð- ungslæknir fyrir Norðlendinga fjórðung árið 1832. En um- dæmi hans var svo stórt að hann hefur að vonum, lítið get- að sinnt læknisstörfum í hverj- um stað, og því oft læknislaust. Á Flugumýri í Skagafirði bjó um þessar mundir Ari Ara- sen yngri. Hann var sonur Ara Arasen fjórðungslæknis. Ari yngri stundaði læknisnám í Kaupmannahöfn, en lauk ekki prófi. Hann kom til íslands um 1840, og tók við búskap á Flugumýri. Jafnframt búskapn- um sinnti hann lækningum í héraðinu. Fór all mikið orð af lækningum hans. Telja má víst að Friðrik Daníelsson hafi ráðist til vistar að Flugumýri með það fyrir augum að njóta lækninga Ara Arasen. En ekki bar það neinn árang- ur, og hefur það, að vonum orðið Friðriki mikil vonbrigði. VII. Vegna veikinda, sem sífellt þjáðu Friðrik Daníelsson, sóttu að honum dapurlegar hugsanir og þunglyndi. Gætir þess all- mjög í kvæðum hans um þessar mundir. Þó hélt hann enn fast í vonina um bata. En mitt í húmi dapurleikans, tendraðist honum skært ljós ástar og að- dáunar ungrar og glæsilegrar konu á næstu grösum við hann. Kona þessi hét Sigríður Sæunn Sigurðardóttir. Hún var fædd í Gröf í Kaup- angssveit 28. september 1836. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Randversson og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Þau bjuggu í Gröf allmörg ár og áttu mörg börn. Var Sigríður Sæunn næst yngst þeirra. Árið 1852 flutti Sigurður bú ferlum frá Gröf að Leyningi í Hólasókn. Var þá Sigríður Sæ- unn tæpra 16 ára gömul. Sig- ríður var greind og fríð sýnum. Hún hafði mikið og fagurt gulbjart hár og blá augu. Yfir- bragð hennar og svipur lýstu festu og sterkum vilja. Ekki naut hún neinnar bóklegrar fræðslu frekar en þá var títt um ungar bændadætur. En hún varð snemma læs. En hvort- tveggja var að lítill var bóka- kostur á heimili hennar, enda tíminn talinn nauðsynlegri til annars en bókalesturs á fátæku sveitaheimili. Sigríður Sæunn var mjög ljóðelsk og las og lærði þau ljóð, er henni þóttu góð og til náðust. Góðskáldin dáði hún mjög. Á fyrstu árunum, sem þau Friðrik Daníelsson voru ná- grannar, mun kynning þeirra ekki hafa verið meiri en gerðist með góðum nágrönnum. Þá var Sigríður Sæunn enn ómótuð unglingsstúlka, 16 ára. En þá þegar hefur hún kynnst ljóða- gerð Friðriks, og 18 ára var hún er hún las á prenti, og lærði, kvæðið hans Reyniviðar- rótin, sem Friðrik hlaut al- mennings lof fyrir. Ekki sízt fyrir það kvæði, svo og aðra kveðlinga hans, sem fleygir urðu um sveitina, munu hafa farið að vakna í ljóðelskri sál Sigríðar Sæúnnar, öðruvísi og dýpri kenndir til Friðriks, en hún gat borið til nokkurs ann- ars ungs manns þar í sveitinni. Hins vegar mun Friðrik, á þessum fyrstu kynningarárum þeirra, aðeins hafa séð óþrosk- aða en mjög efnilega unga stúlku, þar sem Sigríður Sæ- unn var. Nágrenni þeirra, að þessu sinni, varð aðeins tvö ár. Næstu árin var Friðrik vestur í Skagafirði, sem fyrr segir. En þegar hann kom aftur á heimastöðvarnar, var Sigríð- ur Sæunn orðin 20 ára full- þroskuð ungmey. Duldist eng- um að hér var gáfuð og glæsi- leg kona og hinn bezti kven- kostur. Það lætur því að líkum að ýmsir ungir menn í sveit- inni hafi rennt til hennar hýru auga. En sjálfri var henni full- ljóst að aðeins einn átti hug hennar allan og æskuást. Það var Friðrik Daníelsson. Ekki hefur Sigríður Sæunn, eða máske ekki kært sig um, dulið þessa kennd fyrir Frið- riki, svo hann yrði hennar eigi var. Að vestan kom Friðrik með brostinn streng í brjósti, sem jafnframt því að hafa skil- ið eftir harmsárt ör í hjarta, hrópaði hann á lækningu. Og eins og títt er um skáld og listamenn, mun Friðrik hafa verið hrifnæmur og viðkvæm- ur. Og svo fór, að hugir þeirra féllu saman, og heitbundust þau. Þann 1. júlí 1859 gengu þau í hjónaband. Fyrstu hjúskapar- ár þeirra voru þau á vegum Bergþóru systur Sigríðar Sæ- unnar, og manns hennar Jóns Jóhannessonar í Torfufelli, en fluttust svo að Skáldsstöðum. Ágerðust nú ört veikindi Friðriks og var hann oft sár- þjáður. Hlaut hann margsinnis að ganga vanheill til vinnu. Eitt sinn segir hann við konu sína, er hann var í köldu fram- hýsi við smíðar sínar: Heit og mjúk er höndin þín, hýrlynd dúkagerður,, köld og sjúk og sár er mín, samt þó brúka verður. Það vekur nú nokkra undrun að Friðrik Daníelsson skyldi kvænast svo á sig kominn. En gera má ráð fyrir að veiki hans hafi verið þeirrar tegundar, að lítið hafi á henni borið að ytra útliti, og svo hitt að Friðrik hélt í þá föstu von að sér yrði bata auðið. Þó mun hér mestu hafa ráðið um hjúskapinn ó- brjótandi vilji og ásetningur Sigríðar Sæunnar að fórna sér fyrir ástvin sinn, hversu sem færi. VIII. Árið 1856 var skipaður hér- aðslæknir í Austurhéraði Norð- uramtsins Jón Finsen. „Hann þótti afbragðs læknir og var einkar vinsæll af allri alþýðu.“ (Kl. Jónsson: Saga Akureyr- ar). Jón Finsen var vellærður læknir og hafði hlotið all mikla þjálfun í læknisstörfum. Áður en hann kom til Akureyrar var hann spítalalæknir í Kaup- mannahöfn. Hann þekkti því vel til slíkra stofnana á Norður- löndum. Til þessa læknis leit- aði Friðrik Daníelsson. Ekki hefur Finsen verið í neinum vafa um sjúkdóm hans, að hér væri um holdsveiki að ræða, en ekki talið sér fært að ráða bót á. Hins vegar var honum kunnugt um að í Bergen í Nor- egi var stofnsettur, árið 1849, spítali fyrir holdsveika menn. Þangað ráðlagði Finsen Friðrik að fara og leita sér lækninga, ef auðið væri. En fararefni Friðriks voru smá til svo kostnaðarsamrar ferðar. Ýmsir vinir hans fýstu hann mjög til farar, og hétu að styðja hann fjárhagslega. Tók Friðrik þessu vinaboði fegins hugar. Urðu nú margir vinir hans og venslamenn til að leggja fram fé, og sumir all ríflega. Safnaðist á skömm- um tíma nægilegt fé til ferða- kostnaðar og sjúki'ahússdvalar. Ekki er nú fullljóst hver eða hverjir stóðu einkum fyrir fjár- söfnuninni, en kunnugir telja langlíklegast að það hafi verið Páll Steinsson hreppstjóri á Tjörnum. Hann var forystu- maður þeirra Hólasóknar- manna á mörgum sviðum og þeirra mestur áhrifamaður út á við. Þá var Pálmi sonur hans, síðar yfirkennari Latínuskól- ans, fjögurra ára. Vafalaust hefur Pálmi Páls- son þegar á ungum aldri mikið heyrt talað um Friðrik Daníels- son, skáldskap hans og æviferil, og í barnshuga hans mótast glögg mynd af manninum sjálf- um og dapurlegum örlögum hans. Víst er, að alla tíð lét hann sér mjög annt um minn- ingu Friðriks. Verður nánar að því vikið. En hver sem frumkvæðið hefur átt að fjársöfnuninni, og unnið að öðru leyti að undir- búningi og framkvæmd farar- innar, er það víst að samið var við „faktor“ danskrar verzlunar á Akureyri um far handa Friðriki, með skipi verzl- unarinnar, til Kaupmannahafn- ar. Hefur ætlunin verið að fá svo skipsferð þaðan til Bergen. Skip þetta var seglskip, er „Fortuna“ hét, og flutti varning frá Kaupmannahöfn til sel- stöðuverzlunarinnar á Akur- eyri, og tók aftur ýmis konar íslenzkar vörur til útflutnings. Skipstjórinn hét Peter Sören- sen Schmidt. Fortuna lét úr höfn frá Akureyri 31. ágúst 1861. Eins og eðlilegt var, var skilnaðarstundin sár og Þung- bær, þar sem veikur maður einn síns liðs, hvarf frá átt- högum og ástvinum til fjar- lægra landa, með aðeins veika von um bata ag afturkomu. Um skilnaðarstundina farast Friðriki þannig orð: Man ég vel hringahlinar hinzta samfund á grundu, svanninn minn að því sinni sárlega grét með trega, hrunið um herðar kvendi hárið í gylltum bárum, þrýsti sér bezt að brjósti blíð mér, og kyssti síðan. IX. Um ferðina til Kaupmanna- hafnar skráði Friðrik Daníels- son nákvæma lýsingu í dagbók sína, sem varðveitzt hefur. Skýrir hann þar frá allri að- búð, mataræði, liðan sinni and- legri og líkamlegri og sambúð- inni við skipshöfnina. Ekki hafði hann leyfi til að hafa samneýti við fólkið á skipinu vegna ótta við veiki hans. Hlaut hann þvi að hýrast á vörurúmi skipsins, aleinn. Þó hafði hann leyfi til áð* ganga um á þiljum uppi. Notaði hann sér það þegar veður leyfði. Ekki duldist honum að háset- arnir forðuðust návist hans. Hins vegar lætur hann hið bezta yfir framkomu skipstjóra við sig. Má af ýmsum tilvikum ráða að hann muni verið hafa hið mesta valmenni. Friðrik Framh á bís. 39. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.