Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 22

Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 22
jsú stœrsta og fullkomnasta sinnar tegundar í heimin- um. Nú eru um 200 ár, síðan hún var fyrst gefin út, og í þessari löngu sögu hefur gengið á ýmsu. Við birtum hér grein um þetta mikla ritverk eftir Ole Storm, sem er einn af aðal- gagnrýnendum danska blaðsins Politiken, en var áður einn af ritstjórum þess blaðs og sá þá um menn- ingarmál, og einnig hefur hann verið bókmennta- ráðunautur hins mikla bókaútgáfufyrirtœkis Gyld- endals. Raunar er grein þessi fyrst og fremst um bók um sögu alfirœðibók- arinnar, en engu að síður er saga hennar rakin í greinirini á skemmtilegan hátt. Alfræðibækur eiga sína sögu. Bak við skinnkilina í bóka- skápnum yðar er saga — löng eða stutt — um giæstar vonir og mikil vonbrigði, sigra eða ósigra. Spjöld bókanna geyma verk manna, sem tengdir voru þessum bókum, en aðeins örsjaldan heyrum við þessar sögur og enn sjaldnar gefst okkur kostur á að kynnast sögu mikilla ritverka. Ein slík saga hefur verið skráð af Herman Kogan og heitir Mikla brezka alfræðibókin. Útgefandi er University Press of Chicago. í þessari bók er greint frá flestu sem máli skiptir úr sögu þessarar drottningar alfræðibókanna, og sú saga nær yfir næstum 200 ár. Margir telja sér alfræðibókina bráðnauðsynlegt hjálpartæki. Meðal þeirra er Aldous Huxley, frægasti rithöfundur Breta á þessari öld. Hann lét útbúa handa sér sérstakan pappa- kassa, sem hann gat sett bókina í á ferðalögum. Eiginlega gæti maður látið sér detta i hug að einhver aug- lýsingastjórinn hefði búið söguna til, sem dæmi þess, hversu nauðsynlegt væri að notfæra sér alfræðibækur sem bezt. Slík kænskubrögð myndu þó ekki vera í samræmi við þær háleitu hugmyndir, sem menn hafa gert sér um yfirburði þessa verks á öllum sviðum. Það mun því koma flestum á óvart að bandarískt auðmagn hefur ráðið hinni hábrezku Britannica síðastliðin 60 ár og tvisvar hefur verkið verið eign pöntunarfélagsins Sears Roebuck. Álitshnekkir sem endir var bundinn á 1943, þegar alfræðibókin varð eign 22 Chicagoháskóla, sem nú annast prentun hennar og dreifingu. Þeir, sem hafa gaman af að athuga samband sem ekki er haldið á lofti, munu taka eftir því, að_ bók Hermans Kogans hefur komið út hjá sama háskólaforlaginu, þótt ekki veiti það neina ástæðu til að draga í efa áreiðanleika verks hans. Aðeins á síðustu blaðsíðu bókarinnar, þar sem fjallað er um sölu og dreifingu, myndi mega telja að höfundur væri jákvæður gagnvart þeirri hlið málsins. Þessi grunur styrkist, þegar haft er i huga að Herman Kogan, sem verið hefur ritstjóri Chicago Sun-Times, gerðist 1. september síðastliðinn blaðafulltrúi hjá Brezku alfræðibókinni. Bókina má með réttu nefna heiðarlega auglýsingu, en sem slík er hún bæði höfundi og hinu gamla fyrirtæki til sóma. Bókin reynir að brúa bilið miiii þess anda sem nú svífur yfir vötnum orðabókarinnar og allra þeirra kænskubragða sem beitt var við sölu hennar kringum aldamótin. Kænsku- brögðum, sem jafnvel höfðu áhrif á máttarstoðir brezka heimsveldisins og sem beitt var til þess að koma nýju lífi í Britannica og hið aldraða og nokkuð fyrirgengilega blað The Times, sem margir islenzkir lesendur kannast við. Britannica var orðin 130 ára gömul, þegar tveir slungnir bandarískir fésýslumenn völdu þetta fræga verk sem athafnasvæði. Það voru þeir Horace Hooper og James Clarke, báðir með mikla reynslu í bókaútgáfu og útsmognir í sölu- tækni. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.