Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Side 19

Fálkinn - 12.10.1964, Side 19
FRIDRIK SKÁLD DANÍELSSON FRA SKALDSSTOÐUM EFTIR HÚLMGEIR ÞORSTEINSSON FRÁ HRAFNAGILI hans Sesselju Hallgrímsdóttur prests Thorlacius í Miklagarði. Friðrika Frið- friðfinnsdóttir hafði og ráðizt að Hólum vinnukona. Fljótt eftir fæðingu Friðriks Daníelssonar, fór móðir hans með hann að Nesi til stjúpmóður sinnar, Maríu Sveinsdóttur, sem skaut skjólshúsi yfir hana og barnið. Var þá faðir Friðriks látinn fyrir nokkrum árum. Ekki gat Friðrika notið þessa skjóls í Nesi fyrir sig og barnið, nema j um eins árs bil. Hvorttveggja var, að fjárhagur ekkjunnar í Nesi var fremur j þröngur, og svo hitt að heilsa Friðriku var þá orðin mjög á völtum fótum. j Sennilega hafa þá þegar verið að koma í ljós einkenni þess sjúkdóms, sem j dró hana til dauða eftir nokkur ár. Friðrika Friðfinnsdóttir andaðist úr holds- veiki, þurfalingur sveitarinnar, á heimili hreppstjórans, Jóns Gíslasonar á j Strjúgsá, árið 1849, 49 ára gömul. Rúmlega eins árs var svo Friðrik Daníelsson aftur fluttur að Hólum til föður síns Daníels Pálssonar, sem enn var þar vinnumaður. Má gera ráð fyrir að þrestskonan í Hólum, og húsmóðir Daníels, hafi orðið að ala önn fyrir barninu eða séð um að það værí gjört, enda mun Friðrik jafnan hafa borið hlýjan hug til madömu Sesselju, sem ljóst má sjá af eftirmælum, sem hann orti 1860, skömmu eftir lát hennar. sem tæplega getur þó hafa verið af völdum föður hans, því síðar talar Friðrik um „elsku- legan föður“. Var jafnvel af sumum vefengt faðerni hans, og hann talinn að vera sonur séra Jörgens. En um þær mundir var það nokkuð algengt, víða að þegar um gáfað ungmenni var að ræða, þá hlyti það að vera barn viðkomandi sóknarprests. En sögur þessar voru allar svo mótsagna- kenndar og haldlausar, að þær báru glögg einkenni venjulegs sveitaslúðurs, og því ekki unnt að henda reiður á þeim. Snemma bar á ágætum gáfum hjá Friðriki og mikilli bókhneigð. Hann nam lestur, skrift og nokkuð í reikningi á ungum aldri og fær góðan vitnisburð fyrir kunnáttu, við ferming- una. Eins og títt var um greind og fróðleiks- fús ungmenni, las hann allar þær bækur. sem hann náði til, og varð allvel að sér í bókleg- um fræðum fornum og nýjum. Dönsku lærði hann að mestu af sjálfsdáðum. Við byrjun þess náms, naut hann nokkurrar tilsagnar séra Jörgens Kröyers. Friðrik var vel hag- mæltur, svo sem hann átti kyn til. Afi hans, Páll Jónsson á Jökli og langafi, Jón Pálsson á Möðruvöllum, ortu báðir ljóð og rímur, sem varðveitt eru í Landsbókasafninu í Reykja- vík. Fleiri nánir ættmenn hans voru og prýði- lega hagmæltir, svo sem Páll á Kolgríms- stöðum föðurbróðir hans. Friðrik mun hafa verið all ungur er hann byrjaði að yrkja. Hagmælskan var honum í blóð borin. Vísur hans urðu brátt fleygar um sveitina, og hafa nokkrar þeirra enn lifað á vörum eldra fólks úr Hólasókn. Til eru eftir Friðrik tvö prentuð kvæði. Annað er Vorkvæðið, hitt er „Reyniviðarrótin“, sem prentað var í Norðra á Akureyri 1854. Um það kvæði segir Pálmi Pálmason yfirkennari í Reykjavík: „Reyniviðarrótina má óhætt telja gull- fallegt kvæði. Auk þess lýsir það meiri dýpt í hugsun og fjölbreyttara orðavali, en tíðkaðis-t meðal alþýðuskálda á þeim tíma“. Kvæði þetta er ort út af þjóðsögunni um systkinin í Möðrufeili, sem líflátin voru vegna þess að talið var að þau hefðu átt barn saman. Líkamir þeirra voru dysjaði í Möðrufellshrauni. En upp af kumblunum óx hin sögufræga reyniviðarhrísla. En almúginn í Eyjafirði gerði sig ekki ánægðan með eVS endalokin væru dauðadómur mannanna, held- ur að dómarinn allra dómara hefði tekið málefni systkinanna í sínar hendur, án mál- skots, og sýknað þau vegna einlægs kær- leika þeirra hvort til annars. Og sem tákn um sýknudóminn hefði hann gróðursett hina undurfögru reyniviðarhríslu. í kvæðinu segir: m. Árið 1832 andaðist bóndinn 1 Gullbrekku, Bjarni, frá konu og ungum syni þeirra. Ekkja hans, Guðrún Þorsteinsdóttir, hélt áfram búskap í Gull- brekku, eftir lát manns síns. Réðist Daníel Pálsson til hennar ráðsmaður og hafði Friðrik son sinn með sér. Var hann þá þriggja ára. Árið 1834 giftast þau Daníel Pálsson og ekkjan í Gullbrekku. Árið eftir fluttu þau búferlum að Skáldsstöðum í Hólasókn, þar sem þau dvöldu síðan til æviloka. Á Skálds- stöðum ólst Friðrik Daníelsson upp og átti þar heimili lengst af ævi sinnar, enda jafnan við þann stað kenndur. IV. Ekki eru til neinar traustar heimildir um uppvaxtarár Friðriks á Skálds- stöðum. Að vísu voru á kreiki sögur um hraklega meðferð á honum í æsku, „Gróðursettur Guðs af mætti, gullni runnur fyrr á tíð. Heli særðra hjartarótum hrísla spretta náði frá, upp úr dimmum gljúfragjótum, greina mikil fögur há, björgin huldust blöðum grænum, blómi líkast sérhvert var. undan vinda blíðum blænum bærðust viðargreinarnar." FALKINN 19

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.