Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 10
Líf mitt hefur verið martröð og ég er að velta því fyrir mér, hvort ég sé ekki að verða geð- veik. Þetta byrjaði með því, að ég vaknaði einn morgun, og þekkti ekki nokkum hlut í kringum mig. Ég hélt að ég væri DORCAS MALLORY og væri átján ára og ætti að gift- ast JOHN WINSLOW þennan sama dag. í raunveruleikanum var ég gift CHARLES LANDRY og átti uppkomna dóttur Joanna. En ég mundi ekki eftir neinu frá hjónabandi okkar og þekkti ekki einu sinni andlit mitt aftur í speglinum. Charles sagði þetta allt vera sjúklega hugaróra. Ég reyndi að grafast fyrir um fortíðina, og á hótel- inu þar sem ég og faðir minn höfðum búið daginn áður en ég ætlaði að giftast John, rakst ég á nöfnin okkar í gestabók- inni frá árinu 1943. Ég ók til Alderford, þar sem við höfð- um átt heima, en það var búið að rífa húsið, og mér skildist að faðir minn var dáinn. Ég fann John, en hann þekkti mig ekki aftur, og hann var kvæntur. Hann sagði mér, að Dorcas Mallory og faðir henn- ar hefðu farizt i loftárás kvöld- ið fyrir brúðkaupið. Ég fann leiði þeirra í kirkju- garðinum, en gat ekki losað mig við hugsunina um, að ég væri Dorcas. Hvernig gat ég með öðru móti munað svona vel eftir öllum smáatriðum úr lífi hennar fram til ársins 1943? Að lokum ráðfærði ég mig við þorpslækninn HUGH BRODERICK. Þegar Charles komst að því, varð hann æfa- reiður. Ég heyrði hann hringja til dr. Broderick — Charles sagði, að ég væri undir læknis- hendi, enda þótt ég vissi það ekki sjálf. Hann sagði líka, að móðir mín hefði dáið á geð- veikrahæli. Þegar ég bað Charles um skilnað, neitaði hann, og hótaði að láta loka mig inni á vit- lausraspítala ... Jólunum eyddum við í Lon- don en á annan jóladag flýtti ég mér burtu, þegar Charles var fjarverandi og fór heim og heimsótti Hugh. Þegar ég kom heim aftur seint um nóttina var Charles þar. Hann var reiður og sló mig — mér sortn- aði fyrir augum. Þegar ég vaknaði aftur, hafði ég fengið minnið á ný___ Ég lá hreyfingarlaus og lét minningarnar streyma fram i huga minn. En um leið og ég fór að muna fylltist ég svo 10 FÁLKINN miklum biturleika, að ég hélt ég myni kafna. Öll þessi glöt- uðu ár — hve miklu öðruvísi hefðu þau getað orðið! Mér fannst eins og þessum fimmtán árum hefði verið stolið frá mér. Það birti smátt og smátt í herberginu, en ég tók varla eftir því. Ég var langt í burtu, í öðru herbergi í öðrum tíma — ég var í herberginu, sem ég hissa á hann þangað til ég mundi, að það var ekkert þjón- ustufólk í húsinu. Hann leit snöggt og rannsakandi á mig, um leið og hann lagði frá sér bakkann á borðið við rúmið. Ég starði á hann ísköldu augna- ráði og þagði. Hann yppti öxl- um og hellti teinu í bolla og ýtti honum svo í áttina til mín. — Ég vil ekkert, sagði ég stuttaralega. svo ósnortinn eins og við vær- um að tala um allra lítilmót- legustu hluti. Þetta fór bara svona. — Fór bara svona, sagði ég hæðnislega. Hvað heldurðu að þú græðir á því að neita þessu núna? — Ég neita engu. Hann var enn gjörsamlega ósnortinn. Hann lyfti bollanum og saup á teinu. Hvað er það síðasta, vaknaði í morgun einn fyrir fimmtán árum. Þá var ég ringl- uð, örvæntingarfull og hjálp- arvana — nú mundi ég eftir öllu saman. Ég var ekki Lisa Landry, það var engin geðveiki í ættinni og það hafði heldur aldrei neinn læknir rannsakað mig, og sagt að til- fellið væri vonlaust, og ég hlyti að enda með því að deyja á geðveikraspítala eins og móðir mín... Biturleiki minn var ekki að ástæðulausu. Fimmtán árum hafði verið stolið frá mér, fimmtán tómum og þýðingar- lausum árum . .. Því ég var Dorcas Mallory. Það var bara einn adgur, sem enn var ekki skýr í huga mér. Það var dagurinn, þegar ég hafði átt að giftast John. Hvers vegna hafði aldrei orðið af giftingunni? Hvernig hafði Charles tekizt að láta mig halda, að ég væri Lisa Landry? Hvernig hafði hann getað feng- ið mig til þess að lifa þessi fimmtán ár af ævi minni, sem eiginkona hans? Ég fór fram úr rúminu og fór í morgunslopp, rúm Charl- esar var autt. Þegar ég dró gluggatjöldin til hliðar, streymdi sólskinið inn í her- bergið. Það var enn ekki orðið framorðið. Þegar ég sneri mér við kom ég auga á glerkúpuna, sem lá á gólfteppinu. Ég tók hana upp og setti hana á borðið og rétt í því kom Charles inn. Hann var með tebakka, og ég horfði — Eins og þú vilt. Hann hellti tei í bolla fyrir sjálfan sig, á meðan ég kveikti mér í sígarettu. Ég sat og horfði á hann langa stund. Svo sagði ég: — Hvernig fórstu að því, að fá mig til þess að trúa, að ég væri Lisa Landry? Hann hafði verið að lyfta bollanum að vörum sér, en stoppaði snögglega og horfði á mig yfir barminn. Eftir eitt augnablik, sem virtist vera eins langt og eilífðin sjálf, setti hann bollann frá sér aftur. Hönd hans titraði ekki hið minnsta. — Jæja, svo þú ert búin að fá minnið? Þetta var fremur fullyrðing en spurning, en augnaráðið var athugullt. — Já, ég man allt, en ég man samt ekki, hvernig þú fórst að. Hvernig gaztu fengið mig til þess að trúa lygum þínum? Ég hafði ekki hugsað mér að spyrja hann, en allt í einu fannst mér ég verða að vita þetta allt. Ég myndi aldrei geta skilið hann eða fyrirgefið hon- um, en ég hafði rétt til þess að fá að vita hvernig og hvers vegna hann hafði getað stolið fimmtán árum af ævi minni. — Hve mikið manstu? spurði hann varfærnislega. — Ég man eftir öllu. Þó að því undanskildu, að ég man ekki hvernig þú fórst að þessu. — Það var ekki ég, sem gerði það, sagði hann. Hann var búinn að ná sér, og virkaði sem þú manst frá kvöldinu í London? spurði hann. Ég reyndi að hugsa. Hikandi sagði ég: — Við pabbi höfðum borðað kvöldverð með þér ... Á eftir gengum við aftur til hótelsins. Þú varst með. Ég man að ég var þreytt og hugsaði ekki sér- staklega mikið um það, sem þið pabbi voruð að tala um. Ég man að þú varzt ákafur. Annars tók ég ekki mikið eftir þér þetta kvöld ... — Nei, sagði Charles, þú gerðir það ekki. Það var radd- blærinn sem ég skildi ekki al- veg. Þú tókst ekki mikið eftir mér kæra Lisa . . . — Mér féll ekki við þig, sagði ég samstundis. Eina sek- úndu leit hann reiðilega út, en svo skellti hann upp úr. — Þú ert hreinskilin, það er ekki hægt að segja annað. Ég vissi reyndar ekki, að þér hafði fallið illa við mig strax þá. Ég skal segja þér, hvað það var, sem við pabbi þinn töluðum um. Ég bað hann um að lána mér tíu þúsund pund. Já, þú þarft ekki að verða svona undr- andi á svipinn. Eða vissir þú virkilega ekki, að þinn dásam- legi faðir — fósturfaðir þinn — var auðugur? Þið lifðuð vissulega ekki um efni fram, því hann var heldur sérvitur, en það veiztu þó áreiðanlega sjálf? Tíu þúsund pund voru ekkert fyrir hann. Rödd Charl- es harðnaði. Það hefði ekki breytt neinu fyrir honum, þó

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.