Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 37
VARIÐ YKKUR 'Á’ „ÞRENNINGUNNI" Mennirnir þrir hlustuðu steinhissa á það sem Norðmaðurinn hafði að segja þeim um fyrirætlanir Fáfnis. „Það átti að drepa mig," sagði Óttó hægt. „Þá er mögulegt að faðir minn sé ekki lengur á lifi.“ En Sigurður sagði Ottó, að eftir því sem hann bezt vissi, væri Klængur enn á lífi. Þeir ákváðu að ríða áfram. „Við getum ekki stytt okkur leið gegnum skóginn núna,“ sagði Ottó. „Eina færa leiðin að hinum forna felustað Fáfnis virðist vera yfir hæðirnar og gegnum skóginn hinu megin En það er langur krókur!" Er þeir riðu þegjandi áfram spurði Ottó sjálfan sig hvernig Fáfnir hefði vitað um að hann ætlaði að fara til föður síns. Hafði Rut komið upp um hann? Menn Fáfnis lágu enn í leyni í Þrastaskógi og biðu Ottós. Þeir báru saman ráð sín í hálfum hljóðum um það, hvenær líklegt væri. að ungi riddarinn kæmi að felustað þeirra. „Þögn," sagði foringinn, „ég heyri reiðmann nálgast." Dauðaþögn ríkti, er mennirnir spenntu boga sina og störðu eftir þröngum skógar- stignum. Þéir urðu undrandi, er þeir sáu, að þar var ekki riddari á ferð. heldur stúlka. Rut brá mjög i brún, er foringi þeirra stökk skyndilega fram úr fylgsni sínu. „Þið hafið ekki ná'ð honum enn þá?“ sagði hún, er hún áttaði sig. Hún horfði rannsakandi á mennina, sem birtust nú úr öllum áttum. „Ekki enn þá.“ svaraði foringinn. „Verið kyrrir hér,“ skipaði Rut. „Hann mun fara hér um.“ Hún snéri hesti sinum og knúði hann sporum fagnandi. En brátt varð hún kvíðin. Hvers vegna kom hann ekki enn? Hvers vegna hitti hún hann ekki? Rut þurfti ekki lengi að bíða eftir svari við spurningunum. Er hún kom fyrir bugðu á veginum. mætti henni óvænt sjón. Maður lá hreyfingariaus á jörðinni en nokkrir hestar eigruðu stefnulausir um. Enginn riddari vai -dáanlegur Hún sá brátt greinileg ummerki orustunnar sem hafði endað með ósigri Fáfnismanna. Stúlkan leit spyrjandi og rugluð í kringum sig. Hún heyrði mann kalla innan úr kjarrinu. Hún gekl á hljóð- ið og fann særðan hermann, sem sagði henni hvað gerzt hafði. Maðurinn. sem var mikið særður á fæti, sagði henni í hvaða átt Ottó og féiagar hans hefðu haidið. Rut náði í einn hestinn og hjálpaði manninum á bak. Hún skipaði honum að snúa aft- ur til hallarinnar, en sjálf hélt hún á eftir Ottó og mönnum hans. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.