Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 12.10.1964, Blaðsíða 34
Ég var nýbúinn að koma mér makindalega fyrir í garðstóln- um í skugga eikartrésins, þegar Maríanna minnti mig á, að ég hefði lofað að slá lóðina. Ég komst ekki hjá því að ná í garðsláttuvélina okkar og byrja á slættinum, en vélin beit ekki vel. Hún reif bara svona upp strá, hér og þar. Það verður að taka hana í sundur og smyrja hana, sagði ég og fór niður í kjallara til þess að ná í skiptilykil. En ég gat hvergi fundið hann. Þá minntist ég þess, að Larsen hafði fengið hann að láni síðast- liðið sumar, þegar hann þurfti að standsetja mótorbáíinn sinn. Þegar ég var að fara út úr kjallaranum sá ég hvar snjó- skóflan hans stóð úti í horni. Ég tók hana og fór með hana með mér til hans. — Þakka þér fyrir lánið á snjóskóflunni þinni, sagði ég. — Hvernig er það með skipti- lykilinn minn? Ertu búinn að nota hann? Larsen teygði svefndrukkinn úr sér í hengistólnum og brölti framúr og gekk með mér niður í kjallarann. Hann leitaði lengi að lyklinum, en fann hann ekki. Aftur á móti dró hann upp kúst og kolatöng. — Þetta er frá miðstöðinni hans Lund, sagði hann. Ég verð að skila honum því. Ég hef heldur engin not fyrir það eins og stendur. Við fórum nú yfir í hinn enda götunnar og hittum Lund. Hann sat úti á svölum og drakk kaffi. — Þakka þér fyrir lánið á þessu dóti, sagði Larsen, kann- ski þú getir lánað mér hlújárn í staðinn? spurði ég og benti á gömul skíði, sem voru reist upp samanbundin bak við gamlan garðstól. — Þessi þarna? sagði Lund og teygði sig eftir skíðunum. Mortensen á þau. Það var gott að þú rakst augun í þau. Ég get ekki verið þekktur fyrir það að skila þeim aldrei. Svo fórum við til Mortensen með skíðin. — Þakka þér fyrir lánið, sagði Lund. Kannski þú getir lánað mér trjáklippurnar þínar í nokkra daga? Og kantskcr- ann, sem þú keyptir í fyrra? — Kantskerann, tautaði Mortensen. Já, hver skrattinn getur verið orðinn af kantsker- anum? Líklega hefur hann ekki skilað honum enn þá trass- inn á númer 20. — Við förum til hans og spyrjum hann, sagði Larsen, hann fékk líka lánaða garð- slönguna mína. Hann er leið- indagaur, sem aldrei skilar neinu aftur, en er alltaf að sníkja eitthvað að láni. Við fórum allir í númer 20. Húsbóndinn, sem var matvöru- kaupmaður, var ekki heima. — Hann er nýgenginn yfir til Hansens til að ná í garð- könnuna okkar og arfasköfuna hans Thomsens, frú Thomsen var að spyrja um hana. Við fórum til Hansens. Hann var úti í geymslunni bak Við húsið og leitaði um allt að. garðkönnunni. — Ert þú með arfasköfuna hans Thomsens? spurði Larsen. Hansen snerist á hæli og benti á mig. — Þú fékkst hana lánaða í haust er leið, sagði hann án þess að hugsa sig um. — Ég? sagði ég. Heldurðu að ég fari að fá svoleiðis verk- færi lánað á þeim árstíma? Þá visnar illgresið jú af sjálfu sér. Lund benti út í horn skúrs- ins. — Hvað stendur þarna uþp við vegginn? — Þetta? spurði Hansen. — Já, þetta eru billjardkjuðarnir hans Rassmusens. Konan mín fékk þá lánaða hjá konunni hans í fyrra til þess að styðja við nokkrar tómatplöntur. Við skulum fara og skila þeim. Það gerðum við. — Gerðu svo vel, gamli minn, sagði Hansen, hérna eru billjardkjuð- arnir þínir. Ef þú krítar odd- inn á þeim verða þeir alveg eins og nýir aftur. — Við getum gáð strax að því, sagði Rasmussen ákafur. Borðið er niðri í kjallara. Svo fórum við niður í kjall- ara og prófuðum. Billjardkjuð- arnir voru í ágætu lagi. Ras- mussen vann fyrsta partí, en þetta var nú líka billjardinn hans. Við spiluðum í einn eða tvo tíma, eða kannski þrjái Larsen hafði einmitt nýlagt fyrir mig erfiða stöðu, þegar Maríanna birtist í dyrunum. — Vandaðu þig nú, sagði Mortensen. — Ef þú ert hepp- inn ertu gersamlega búinn að vinna! Mortensen þagnaði. Korxa hans birtist bak við Maríönnu., Frú Larsen, frú Lund og frjii Hansen voru þar lika. , ..•:> — Hvað í ósköpunum ertu að gera? spurði Maríanna með ískaldri röddu. — Ja — sagði ég og skýldi mér bak við breitt bak Larsen?, — það var jú þannig, að ég gat ekki haldið áfram nema ná í skiptilykilinn minn, og svo .. .. Það tók okkur mennina næstum klukkustund að gera grein fyrir framkomu okkar þetta sunnudagssíðdegi. Þegar ég kom heim, áttaði ég mig fyrst á því, að ég hafði aijs ekki haft upp á skiptilyklinum mínum, en í þess stað var ég með allt annað í hendinni. Í.l I Nefnilega snjóskóflu Lars- ens. Willy Breinholst. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.