Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 5
i heima er sáralit-iO aO gera fyrir stúVkur, sem vilja gera þella aO cevistarfi. Eöa hvaö myndir þú gera, ef þú yröir kosin blóma- drottning % HveragerÖi og til þín lcœmi danskur Ijósmyndari og biöi þér til Danmerkur upp á gull og græna skógaf — Skrift- in þín er góö, en af hverju skrif- ar þú dani meö litlum staf, en Islendingur meö stórum? Frúin fór í Nauthólsvík einn fagran sumardag. Henni fannst sjórinn ekki sem tær- astur og tók því sýnishorn á Coca-Cola flösku og sendi heimilislækninum með beiðni um að hann rannsakaði inni- haldið. Nokkru síðar fékk hún eftirfarandi bréf frá læknin- um: „Þér eruð ekki vanfærar. Sykur- og eggjahvítuinnihald er hæfilega mikið.“ Mömmustelpa og guð eru miklir vinir. Og mömmustelpa veit að rigningin kemur þegar guð vill og sólskinið kemur lika þegar hann vill. Svo getur guð látið koma snjó og frost og yfir- leitt getur hann alltaf ráðið hvernig veðrið er. Allt þetta veit mömmustelpa. Svo er það eitt kvöldið, þegar mömmustelpa er að hátta, að mikil rigning er úti og mömmu- stelpa segir mömmu sinni að það séu margir drullupollar úti. Þá segir mamma stelpunni sinni, að kannski láti guð pollana hverfa í nótt, og mömmustelpa fer að sofa. Um morguninn þegar hún vaknar horfir hún út um glugg- ann og segir: — Sko minn kall, engir pollar. Pabbastrákur, fjögurra ára, var óvenju úrillur einn daginn, — settist fram í gang og þver- neitaði að borða hádegisverðinn. Þegar hann var búinn að sitja frammi dágóða stund, kom hann inn í eldhús, snúðugur mjög, og sagði: „Pabbi, veiztu af hverju ég vil ekki borða? Það er ... það er ... vegna þess, aö þú ert alltaf búinn með allan matinn, þegar ég ætla að fá mér rneira!" Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. Alþýðublaðið. Send. S. S. Morgunblaðið. Send. B. K. SKRITLU- SAMKEPPIMIIM Hér keinur þriðja skrítlu- myndin, sem þið eigið að gera texta við. Frestur til að skila textanum er hálfur mánuður og verðlaunin fyrir beztu úr- lausnina eru 100 krónur. Þegar þetta er skrifað er enn ekki komið að því að veita verðlaun fyrir fyrstu skrítlu- myndina, en gaman verður að sjá hvernig þið standið ykkur. Þetta getur orðið býsna skemmtilcgt, ef þátttaka verð- ur almenn. Þá er ekki annað en leggja höfuðið í bleyti, stinga textanum í umslag og senda okkur hann. Utaná- skriftin er: Vikublaðið Fálk- inn, pósthólf 1411, merkt Opnan okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.