Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 14
ANNAR HLIITI VIDTALS
LOFTS GUDMUNDSSONAR
VIÐ
GUNNFRÍDIJÓNSDÖTTUR
Við skildum þar við Gunn-
fríði Jónsdóttur, sem hún stóð
á þiljum á gamla „GulIfossi“
og sá fjöllin á Fróni hverfa
sjónum í sæ. En varla hefur
hún horft lengi í þá áttina —
henni hefur áreiðanlega orðið
það fremur að horfa fram um
stafn, því að þótt þar sæi ekki
annað en öldufalda, vissi hún
að fyrir handan þá beið ævin-
týrið, sem hana hafði alltaf
dreymt um frá því, er hún
heyrði minnzt á Pompei og öll
þau undur, sem þar væru úr
jörðu grafin, þegar hún stóð
lítil telpa í búðinni heima á
Blönduósi. Að vísu var för
hennar ekki heitið lengra en
til kóngsins Kaupmannahafnar,
borgarinnar við Sundið, þar
sem mörgum landanum hefur
dvalizt svo, fyrr og síðar, að
hann fór aldrei lengra þó að
hann ætlaði. En í draumum
Gunnfríðar var þangað ein-
ungis áfangi á langri leið. Hún
ætlaði lengra, og það mikið
hafði hún tekið að erfðum úr
móðurætt, að hún fór lengra ...
Happatölumar — Ijórir og
fjórtón.
— Hvernig þótti þér að vera
allt í einu komin til Kaup-
mannahafnar?
— Allt í einu, segirðu, nei.
það var nú ekki aldeilis allt 1
einu. Við vorum tíu sólarhringa
á leiðinni. Hrepptum víst slæint
veður, að minnsta kosti fannst
mér það, því að ég var sjóveik
og þeirri stund því fegnust þeg-
ar ég komst í land. Við lögðum
af stað þann fjórða mánaðar-
ins, eins og ég gat um áður —
og þann fjórtánda komum við
til Hafnar. Eftir það hef ég
alltaf veitt því athygli hvað
gerðist þann fjórða og fjórb
ánda hvers mánaðar og fjórii
og fjórtán hafa verið mínar
happatölur.
Hver tók svo á móti þér f
Kaupmannahöfn?
— Enginn. Það var ekkl
laust við að mér finndist ég
dálítið einmana við komuna
þangað, en það rættist fljótt
úr því. Ég átti kunningjakonu
eina í Höfn, úr mínu byggðar-
lagi; hún var ráðskona hjá
þeim hjónum, Einari skáldi
Benediktssyni og konu hans,
Valgerði, sem þá bjuggu í
Kaupmannahöfn, og til hennat
hringdi ég.
Og fór hún þá með þig heim
til Einars og konu hans?
— Nei, ekki var það nú, en
hún kom til móts við mig og
eftir það var ég ekki ein míns
liðs. En ég kom oft til þeirra
hjóna þennan vetur, og reyndi
þá yfirleitt að neita færis, að
þar væru ekki neinir gestir.
Elín Briem, sem stýrði kvenna-
skólanum á Blönduósi, hafði
ráðlagt mér að leita fyrir mér
um dvalarstað í Værnehjemmet
við Helgolandsgade og þar sett-
ist ég svo að — fyrst í stað
En svo var eins og þetta kæmi
allt af sjálfu sér. Ég kynntist
íslenzkri konu, sem bauð mér
að búa hjá sér, og vinnu 1
saumastofu fékk ég von bráð-
ara. Þetta gekk allt að óskum,
nema hvað ég fékk spænsku
veikina svokölluðu öðru sinni,
hafði háan hita, en lét það ekki
á mig fá og vann og vann.
Borðaði ekki neitt að kalla, sat
við saumana, eldrauð í framan
af sótthita og kepptist við eftir
megni, en fyrir kom að ég varð
svo máttvana, að ég lagðist fyr-
ir á stórt borð, sem var í
saumastofunni. Þetta var i
fyrsta skipti á ævinni, sem ég
get sagt að ég vissi hvað það
væri að vinna fyrir kaupi. Mig
minnir að ég hafi haft sjötíu
og eina krónu í vikukaup þenn-
an fyrsta vetur minn í Höfn.
Það voru furðuleg viðbrigði,
því að í kaupavinnunni heima
hafði ég víst hæst níu eða tíu
krónur á viku.
Ég vann svo allan þann vet-
ur og fram á sumarið á þessum
sama stað. En svo gerðist það,
að einhverra hluta vegnakomst
vinnuveitandi minn ekki hjá
því að draga saman seglin og
fækka fólki, og þá var þeim að
sjálfsögðu fyrst sagt upp vinn-
unni, sem stytztan starfstíma
áttu þar að baki. En þá gerðist
það, að sæ’" ,í stúlka, sem vann
þarna með mér, bráðdugleg og
bezta manneskja, hitti að máli
klæðskera við Austurbrú; hann
hafði heyrt að til stæði að
fækka starfsfólki hjá okkur og
bað hana að koma til sín. Hún
svaraði því til, að hún væii
búin að vera þarna svo lengi.
að sér yrði ekki sagt upp, —
en það vinnur hjá okkur ís-
lenzk stúlka, segir hún, sem
ekki er svo heppin; hún er ekkí
síður dugleg við saumana en
ég, og þú skalt tala við hana
Það gerði hann og til hans fór
ég og var hjá honum í tæpt
ár, eða þangað til ég fór til
Stokkhólms.
Hvernig féll þér að vinna
hjá dönskum?
— Prýðilega. Þeir voru
kannski dálítið strangir og áttu
það til að vera kröfuharðir; en
það bitnaði ekki svo mjög á
mér, því að ée gat bá nokkuð
lika. ef í bað fór o? hafði meist
arinn orð á því, að ég væri sá