Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 19
þar sem aðeins kostaði einn og hálfan dal að búa yfir nóttina og sendi þau þangað — amerísku stjörnuna mína Virginiu og öll hin. Til að spara þjórfé bar ég sjálfur allan farangurinn fyrir hóp- inn en við það braut ég rúðu og varð að punga út með 35 svissneska franka fyrir vikið. Næsta dag rak ég alla í lestina. — Það er hryllilegur mat- ur í þessum járnbrautarlest- um, sagði ég, — það er bezí að bíða með að borða þar til við komum til Munchen. Mörgum klukkustundum seinna silaðist lestin inn í Munchen og mér lá við sturlun — svo létti mér mikið. Ég — þessi mikli leikstjóri — átti túskilding eftir í vasanum. Pleasure Garden sló í gegn og félagið gerði við mig samning um leigjand- ann, Jack the Ripper. Mér féll efnið í geð og notfærði mér öll tæknibrögð sem ég hafði lært í Þýzkalandi — ný brögð sem ekki höfðu áður verið notuð. Verulega hrollvekjandi brögð eins og nærmynd af æpandi konu. Stjórn félagsins sá kvik- myndina og kvað upp þann dóm að hún væri ömurleg. Hún gleymdist um tíma — og ég líka. En svo komst félagið í kröggur og þá var rykið dustað af myndinni — og hún sýnd. Gagnrýnin hljóðaði á þessa lund: „Þetta er mesta kvikmynd sem gerð hefur verið í Bret- landi.“ Annan daginn var ég mis- heppnaður, búinn að vera aðeins 26 ára gamall. Hinn daginn var ég undrabarn. Eins og ykkur er Ijóst, þá valt á ýmsu fyrir mér og ég varð reynslunni ríkari. Ég hef verið amerískur ríkisborgari nú um langt skeið og hef því fullt leyfi til að gera beiskar athuga- semdir um þá veröld sem ég lifi í. Ég á enga vini meðal leik- ara og leikstjóra og við kon- an mín forðumst Hollywood eins og við geturr — við eigum búgarð í Nox-ður- Kaliforníu. Við keyptum húsið 1938, árið sem við fluttumst frá Englandi. Ég hlýt að viðurkenna að ég safna málverkum eins og floiri samverkamenn í kvik- • • • • Framh. á bls. 31. Leikarar eru börn. Sumir eru góð börn, aðrir slæm börn, margir eru heimsk börn. Og vegna þess að þeir eru börn ætti þeim ekki að leyfast að gifta sig Nýársnótt á Palace Hotel í St. Moritz. Hér sést Hitchcock ásamt Begum Aga Khan við hátíða- verð í Cannes. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.