Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 17
inn; konan var vond við hann og vildi víst sem minnst sjá hann eða heyra. Hann fagnaði því alltaf komu minni, var feg- inn að fá einhvern til að tala við og ræddi margt við mig. Konan var mér almennileg — en hún var þó eina konan, sem lét í ljós að sér finndist ósann- gjarnt, þegar ég hækkaði kaup- ið, þó að hún greiddi það skil- víslega. Jú, það var ýmislegt, sem maður kynntist í starfinu og varð minnistætt. Ég náði brátt mjög góðum tökum á sænskunni — það var einmitt ritstjóradóttirin, sú sem gekk á Södra Latin, sem sagði við mig, að þess vegna gæti ég staðið upp og haldið ræðu, hvar sem væri. — En þó að ég ætti alstaðar góðu atlæti að fagna á þessum heimilum og væri vel þökkuð vinnan og launin goldin um- yrðalaust, var mikill munur á hve viðmótið var innilegt. Það var jafnvel til, að sumar kon- urnar gerðu betur við mig, þeg- ar ég kvaddi, en upp var sett. Einnar konu minnist ég sér- staklega fyrir það. Hún var vel efnuð, átti tvær dætur, aðra um tvítugt, hina átján ára, þegar ég byrjaði að sauma á þær mæðgur allar. Hún lét aldrei undir höfuð leggjast að láta mig finna það, að hún kynni vel að meta vinnu mína og kvaddi ég hana aldrei svo, að hún gæfi mér ekki eitthvað. Einu sinni komust tékkóslóv- askar peysur mjög í tízku í Stokkhólmi, enda hinar vönd- uðustu og fallegustu flíkur og að sjálfsögðu dýrar. Þegar ég kom til að sauma á þær mæðg- urnar í það skiptið, höfðu þær allar fengið sér slíkar peysur. En þegar ég fór, og konan hafði greitt mér vinnulaunin, rétti hún mér peninga fyrir slíkri flík aukreitis og lét svo um- mælt, að ég yrði líka að tolla í tizkunni. Ég man hve mér þótti innilega vænt um þetta — ekki fyrst og fremst að eign- ast flíkina, þó að falleg væri, heldur hugarþelið, sem þarna birtist. — í Stokkhólmi dvaldist ég í fimm ár. Ég saumaði allt hvað heiti hefur, kjóla, draktir — og yfirfrakka saumaði ég á mann einnar konunnar, sem ég vann fyrir. Hann var úr góðu efni og varð þessum manni kær flík. Og þegar ég kom til Stokk- hólms tuttugu og einu ári síðar og heimsótti þau hjónin, opnaði húsbóndinn klæðaskápinn og hékk þá yfirfrakkinn þar enn. Borgaramir frá Calais Hvernig var það með mynd- listina á þessum árum; þú hef- ur auðvitað skoðað söfnin? — Ég var tíður gestur í lista- söfnum og á listsýningúm í Stokkhólmi. Þar var um márg- ar og athyglisverðar sýningar að ræða, sem ég sá, t. d. myndir ýmissa franskra málara. Ég kom líka í listasöfn í Kaup- mannahöfn meðan ég dvaldist þar —- og komst í kynni við meistarann Rhodin, strax ann- að kvöldið, sem ég dvaldist þar. Það er nú saga að segja frá því. Ég var á gangi skammt frá þar sem ég hafði fengið herbergi, og stend þá allt í einu frammi fyrir hinni frægu mynd Rhodins, „Borgararnir frá Cal- ais“, sem stendur þar á bletti við götuna. Vitanlega hafði ég ekki hugmynd um hvaða mynd þetta væri eða eftir hvern, en svo sterk áhrif hafði hún á mig, að þarna stóð ég og starði á meistaraverkið — og þegar ég svo loks rankaði við mér, fann ég, að ég hafði týnt öllum átt- um og var ramvillt orðin. Þó að ég væri ekki orðin veraldarvön þá strax, kom ekkert fát á mig þessvegna; ég sneri mér til lög- regluþjóns, sem leiðbeindi mér af mestu kurteisi og það fór allt vel. Eftir þetta spurði ég samstarfsfólk mitt um þessa höggmynd, en ekki var þar fróðleiknum fyrir að fara; þó að það hefði allt séð myndina oft og mörgum sinnum, vissi það bókstaflega ekki neitt um hana, hvorki eftir hvern hún var eða hvað hún ætti að tákna. Það var fyrst, er ég sneri mér til manns nokkurs frá Borgund- arhólmi, sem með mér vann, og gekk undir nafninu „lexi- konið“, sökum þess hve fróður hann var, að ég fékk svar við þessari spurningu minni. Þá stóð ekki heldur á því — en þess lét hann getið, svo að hin- ar stúlkurnar heyrðu, að aldrei spyrðu þær sig neins — enda vissu þær ekki margt. — Annars var þetta ekki í eina skiptið, sem ég varð stein- hissa á því hvað almenningur vissi lítið á mörgum sviðum, og það var ekki síður í Svíþjóð en Danmörku. Mér kom það mjög á óvart, þegar stúdentar og aðrir, sem notið höfðu tals- verðar menntunar, hugðu ekki einungis að ísland væri byggt Eskimóum heldur reyndust og svo fáfróðir um sína eigin sögu, að ég vissi oft og tíðum betur þar. Ég hafði lesið Sögur her- læknisins heima, og auk þess hafði móðir mín frætt mig um margt í sögu Norðurlanda og oft furðaði sænska á því, að ég skyldi muna atburði og ártöl úr sögu þeirra, sem þeir höfðu að minnsta kosti ekki lagt á minn- ið. — Fyrsta veturinn minn í Stokkhólmi las ég „Gösta Ber- lings Saga“ eftir Selmu Lager- löv. Þá bók hef ég oft lesið síðan. Fórstu í nokkur lengri ferða- lög á meðan þú varst í Svíþjóð; til annarra landa? — Ég fór til Þýzkalands sum- arið 1922 og ferðaðist þar nokk- uð um. Og svo skruppum við heim til íslands sumarið 1924, kærastinn minn og ég, og vor- um gefin saman í hjónaband af séra Haraldi Níelssyni. Það stóð allt, sem ég hafði sagt vinkonu minni, Maríu Salómónsdóttur, áður en ég fór til Hafnar . . . Framh. á bls. 34. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.