Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 18
ALFRED HITCHCOCK: GETUR LIFSHÆTTU LEGT Ég er fæddur í London, faðir minn var kjötkaupmaður og ég hlaut strangt uppeldi á jesúítaskóla. Að því loknu hóf ég smíðanám og gekk loks á teikninámskeið. Þegar ég var 17 ára var kvikmyndalistin enn á bernskuskeiði og tæknihlið þeirrar greinar varð áhugamál mitt. Ég nam listfræði við háskólann í London og teiknaði textann í þöglar myndir. Þegar ég var orðinn 23 ára að aldri var ég búinn að fá vinnu sem aðstoðarleikstjóri og rithöfundur. VERIÐ Á þessum tíma diktaði ég sjálfur allt sem ég skrifaði. Fyrsta hand- rit mitt til dæmis fjallaði um brezkan liðsforingja sem hafði hlotið lost af sprengjuárás og franska dansmey sem ól barn. Ég var 23 ára og einkar lítilfjörlegur í útliti og hafði aldrei haft mök við stúlku. Tveim árum seinna fékk ég fyrsta stóra samninginn sem leikstjóri eftir að hafa starfað hjá hinum mikla Emil Jennings í Þýzkalandi. Ég ferðaðist til Genúa ásamt myndatökumanni, væntanlegri eiginkonu minni, Onnu og átti 1000 dali í vasanum. Vasaþjófur 1 Genúa losaði mig við peningana og ég varð að halda áfram tökunni á Pleasure Garden fyrir fé sem ég fékk lánað hjá starfsfólkinu. Meðan á tökunni stóð fór meiri tími í að finna ráð til að útvega peninga en velta fyrir sér vandamálum varðandi myndina sjálfa. Að iokum lögðum við af stað til Múnchen þar sem við áttum heima, en komum of seint í lestina í Zúrich. Nú hélt ég að öllu væri lokið því að ég átti ekki eyri til að borga hótelið fyrir fólkið. En svo uppgötvaði ég ruslarahótelkassa í grenndinni

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.