Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 13
þegar veðrið er jafnyndislegt og það er núna? Greinar trjánna eru þaktar snjó, og tunglið skín, stjörnurnar glitra og norður- Ijósin dansa eftir himninum." ,,Er það nú rómantíkin!“ fussaði í unga manninum með skegghýjunginn. „Norðurljós er það fegursta sem ég sé,“ hélt María áfram. „Eigum við ekki að fara út að ganga, krakkar?“ „Já, eigum við ekki að gera það?“ spurði rauðhærða stúlkan. Vinur hennar reis á fætur. „Kannski við hittum einhverja útlendinga handa þér,“ sagði hann. „Æ, vertu ekki að þessu,“ bað rauðhærða stúlkan. „Gerðu það nú fyrir mig að koma með mér út að ganga.“ „Hvað segir þú um það, Jóhannes?" spurði María. „Á ég ekkert að fá að hafa þig út af fyrir mig í nótt?“ spurði hann glettnislega. „Þið hafið alla ævina fyrir ykkur,“ sagði maðurinn með skeggið og hætti að kyssa vinkonu sína. „Ég er til í smágöngu- túr.“ „Það eru norðurljós úti,“ sagði María. „Hvað skyldirðu verða búin að vera gift lengi, áður en rómantíkin er uppurin?“ spurði rauðhærða stúlkan. „Ég verð rómantísk allt mitt líf,“ svaraði María snöggt. „Turtildúfa," sagði ungi maðurinn með skeggið fyrirlitlega. „Jæja, elskan mín, eigum við þá að labba af stað?“ spurði María og leit blíðlega á Jóhannes sinn. Ungi maðurinn með skeggið glotti. „Látum oss gera það,“ svaraði hann. „Ég er ekki að tala við þig,“ sagði María með fyrirlitningu. „Það hefði líka verið of gott til að vera satt,“ sagði ungi maðurinn. Dökkhærða stúlkan, sem með honum var, tók um boðungana á jakkanum hans og leit í andlit hans. „Hægan, góði,“ sagði hún. „Áttu við, að ég sé ekki nógu góð handa þér eða hvað?“ „Ætlið þið að enda ágætiskvöld með rifrildi?“ sagði Jó- hannes og tók utan um mittið á Maríu. „Við skulum heldur skella okkur í kápurnar." Þau gengu í einum hóp fram að fatahenginu, færðu sig ! yfirhafnirnar hlæjandi, og loks stóðu þau úti í ilmandi nætui loftinu. María dró andann djúpt. „En það himneska loft,“ sagði hún. „Við skulum ganga f þessa átt.“ Rauðhærða stúlkan hló. „Þetta segirðu bara, af því að þú veizt, að leiðir okkar hinna liggja til austurs. Þið um það, elskurnar. Góða nótt.“ „Góða nótt,“ sögðu María og Jóhannes í kór og raddir hinna tóku undir. María dró andann léttar. „Ég er dauðfegin að losna við þau,“ sagði hún um leið og þau gengu áfram yfir freðna jörðina. „Ekki fannst mér það,“ svaraði Jóhannes. „Ég hélt að Þú ætlaðir að halda í þau í allt kvöld. Þú varst alltaf að tala um, að þau mættu sofa út á morgun og ekkert lægi á.“ „Ég gerði það bara til að vera kurteis." svaraði María og stakk hendi sinni undir armlegg hans. „Finnst þér ekki dásam- legt að ganga úti í þessu himneska veðri? Ég elska næturloftið. Það er svo milt og tært.“ „O, ekki alltaf.“ „Iss, láttu ekki svona. Finnst þér ekki dásamlegt að ganga um úti, þegar dimmt er og gott veður?“ „Ekki fannst þér það, þegar ég gekk hérna á eftir þér í fyrra,“ svaraði Jóhannes og hló við tilhugsunina. „Já, manstu hvað ég var hrædd þangað til ég komst að því, að þú varst maðurinn, sem elti mig?“ Jóhannes skellihló. „Hvort ég man,“ svaraði hann. „Það var einmitt hérna rétt hjá.“ „Það hefur margt skeð síðan þetta var,“ brosti María. „Þarna sem nýju húsin standa, voru þá engar byggingar, og á tröppunum þarna kysstirðu mig fyrst.“ „Já, og það lá við, að þú gæfir mér á hann.“ María sveiflaði handtöskunni umhverfis sig. „Ég?“ sagði hún. „Nei, aldrei! Ég hélt einmitt að þú ætlaðir aldrei að kyssa mig..“ Bifreið brunaði eftir veginum framhjá þeim og fyrir horn- ið. Þau viku til hliðar, og hún tók í höndina á honum. „Ef þú hefðir slegið mig, hefði ég kannski litið út eins og Sigfús í kvöld.“ María skellti upp úr. „Skyldi Gréta hafa farið svona með hann?“ sagði hún hugsandi. Jóhannes nam staðar og sagði: „Þarna við tröppurnar kyssti ég þig fyrst.“ Hún leit upp, og varir hans luktust um varir hennar eitt augnablik. Tunglið óð í skýjum. Stundum var bjart, stundum niðamyrk- ur. Gatan var illa lýst, fáeinir staurar fremst og engir þar sem þau gengu núna. „Endurskin fortíðarinnar," sagði María. „Nokkurs konar minning um okkar fyrsta koss,“ svaraði Jóhannes. Hún hló og sveiflaði töskunni aftur umhverfis sig á keðj- unni. Allt í einu brast einn hlekkurinn og taskan flaug út í bláinn. Hún lenti í nánd við þau, en hvar? María rak upp lágt vein. „Hvað er að?“ spurði hann skelfdur. „Taskan mín! Ég missti töskuna mína!“ Hún tók með hend- inni fyrir munninn. „Hvað á ég að gera núna?“ „Vertu róleg. Hvar misstirðu hana? Hvert?“ „Hérna á götuna." „Þá finnum við hana.“ Hann kveikti á eldspýtu, beygði sig niður og leitaði um- hverfis hana. Hún stóð á sama stað og starði niður á myrka götuna, sem litli ljósbjarminn megnaði ekki að lýsa upp. „Ég skil ekki hvernig ég fór að missa hana,“ sagði hún. Framh. á bls. 30. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.