Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 28
Jomjones!
Eftir HENRY FIELDING
Varð þá einum af liðsforingj-
unum, sem þar bai að, harla
starsýnt á hana og gat loks
eklti orða bundizt. „Getur það
verið, að mér missýnist," sagði
hann, „eða hvað ber til, þegar
kona Waters höfuðsmanns situr
þarna — og þannig klædd?
Hvað er það eiginlega, sem
fyrir hefur komið?“
Það leyndi i :r ekki að unga
konan bar og kennsl á hann,
þvi að hún ávarpaði hann með
naíni, þegar hún svaraði hon-
um. Kvað hún hamingjunni og
góðum verndarvætti fyrir að
þakka, að ekki hefðu gerzt
hörmulegustu atburðir, og ætti
hún þar hinum djarfa og snar-
ráða hermanni, er hjá sér sæti,
allt að þakka og gæti aldrei
launað honum það, eins og
hann ætti skilið. Varð liðsfor-
ingjanum það þá að orði, að
áreiðanlega mundi Waters höf-
uðsmaður launa honum ríku-
lega, þegar hann frétti hvað við
hefði borið.
Húsmóðirin hafði verið á
leið upp stigann, þegar samtal
þeirra hófst, ungu konunnar og
liðsforingjans, og staldraði við
af forvitni sinni. Þegar hún svo
heyrði að unga konan væri
eiginkona Waters höfuðsmanns,
tók hún heldur en ekki við-
bragð. Hljóp hún ofan stigann,
vildi tafarlaust friðmælast við
ungu konuna og bauð að lána
henni sín beztu klæði, en unga
konan svaraði henni með stolti;
kvaðst söm nú og hún hefði
verið fyrir stundu síðan, er hús-
móðirin hefði valið henni hin
svívirðilegustu nöfn. Tókst Tom
Jonas þó að gera gott úr öllu,
og þáði unga konan fötin og
fyrirgaf húsmóðurinni hinar
köldu viðtökur. Hélt Tom Jones
síðan ásamt eiginkonu Waters
höfuðsmanns upp í herbergið,
þar sem kvöldverðurinn, sem
hann hafði beðið um handa
þeim báðum, stóð þegar á borð-
um.
TUTTUGASTI OG ANNAR
KAFLI.
Kemur enn iil dtaka — og nú
er ástin komin í spilið.
Liðsforingjarnir, sem tekið
höfðu sér gistingu á neðri hæð-
inni, gerðust brátt alldrukknir,
og Benjamín rakari, sem sat
þar í hópi þeirra, gerðist einnig
28 FÁLKINN
góðglaður. Átti hann ekki nógu
sterk orð til að lýsa glæsi-
mennsku, hugrekki og hreysti
vinar síns, Tom Jones, og tóku
liðsforingjarnir undir það. Sá
var munurinn, að hin unga
kona höfuðsmannsins, gerði
ekki neina tilraun til að lýsa
glæsimennsku hans með orð-
um, en aftur á móti sýndi
augnatillit hennar, þar sem þau
sátu að borðum, því betur að
hún kunni vel að meta fríð-
leik hans og aðra kosti. Auk
þess erum við öll þannig gerð,
að ástúðin á þeim, sem við eig-
um sér í lagi gott að gjalda,
verður okkur ósjálfráð. Og við
erum líka þannig gerð að um
leið og ást okkar á einhverjum
er vakin, tekur löngunin til að
ná valdi á viðkomandi einnig
að rumska. Enda hafði dúkur-
inn ekki fyrr verið tekinn af
borðinu og mataráhöldin borin
út en unga konan höfuðs-
mannsins tók að auðsýna Tom
Jones innilegasta þakklæti sitt.
Og þó að Tom Jones væri í
eðli sínu hógvær maður og vildi
ekki láta halda afrekum sínum
á lofti yfirleitt, var ekki annað
að sjá en að hann léti sér þakk-
læti hennar vel líka.
Það er því fyrst og fremst af
nærgætni við þau, að við víkj-
um sögunni um hríð niður á
neðri hæð gistihússins, þar sem
þeir liðsforingjarnir og Benja-
mín rakari og fyrrverandi
skólastjóri, sátu að sumbli. Bar
þar margt á góma, rétt eins
og títt er, þegar áfengið losar
um málbeinið, og að sjálfsögðu
fór ekki hjá því, að dálítið væri
minnzt á ungu konuna, sem
þarna var komin fram á sjónar-
sviðið með svo óvæntum hætti.
Liðsforinginn, sem áður er
nefndur, kvað hana vera eigin-
konu Waters höfuðsmanns; þau
hefðu að minnsta kosti hagað
sér eins og svo væri, en ein-
hvern ávæning hefði hann samt
heyrt af því, að óvíst væri með
öllu hvort þau gætu talizt lög-
lega gift. Einnig kvað hann
mikið orð fara af hjartagæzku
hennar og hefði hún beðið
mörgum ungum og glæsilegum