Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 10
DANSAÐ Á KEA SMÁSAGA EFTIR MÖGNU LÚÐVÍKSDÓTTUR Ég lá afturábak í hákojunni og reyndi að dunda við að lakka á mér neglurnar. Skip- ið tók djúpar og jafnar dýfur og grænn sjórinn þaut gjáifr- andi framhjá kýrauganu. Ég hugsaði um allt milli himins og jarðar til að reyna að gleyma hversu óglatt mér var, og því, að nú var ég enn búin að víkka pilsið mitt um nokkra sentimetra í mittið. Ég gat ekki lengur legið á mag- anum í rúminu, litla kúlan, sem stækkaði dag frá degi, sá fyr- ir því. Og hvað ætli Gunnar segi, þegar hann sér mig svona, hugsaði ég. Hann yrði eflaust hissa, ég var ekki svo vitlaus að halda að hann yrði ánægður, karlmenn eru nú alltaf eins, einkum þegar þeir eru bara 17 ára, en ég var viss um að hann vildi giftast mér. Hann hafði jú setið um að fylgja mér heim úr vinnunni á kvöldin, farið með mér í bíó og á dansleik þennan eftir- minnilega tíma, sem ég var á Akureyri. Hann hafði kvatt mig með söknuði og sagt, að hann myndi aldrei gleyma mér. Þá vissi ég ekki hvernig málin stóðu. 41 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.