Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 34
actt
oa
minjar og söguleg fræði.
Hann hefur verið í stjórn
Fornleifafélagsins frá 1945
og ritstjóri árbókar þess frá
1949, í útgáfustjórn Acta
tmtmttti Archeologia frá 1957 og í
^rr^'^stjórn Vísindafélags íslands
frá 1956. Helztu rit sem
eftir hann liggja eru Rúst-
irnar á Stöng 1947, Gengið
á reka 1948, Kuml og haugfé
1956 (doktorsritgerð), Stak-
ir steinar 1961 og Hundrað
ár í þjóðminjasafni 1963.
Árið 1946 kværtist Kristj-
án Halldóru dóttur Ingólfs
Árnasonar framkvæmdastj.
á ísafirði og eiga þau fjögur
börn.
Systkini hans eru þau
Hjörtur Eldjárn, cand. agro.
hreppstjóri og bóndi á Tjörn
í Svarfaðardal, Þorbjörg
húsfreyja í Reykjavík og
Petrína húsfreyja á Akur-
Kristján Eldjárn
Hann er Svarfdælingur að
ætt og uppruna, fæddur á
Tjörn 6. des. 1916. Faðir
hans var Þórarinn Eldjárn
Kristjánsson hreppstjóri og
bóndi þar, en móðir Sigrún
Sigurhjartardóttir frá Urð-
um í sömu sveit systir Sig-
fúsar Sigurhjartarsonar fyrr-
um alþingismanns.
Kristján varð stúdent frá
Menntaskóla Akureyrar ár-
ið 1936, stundaði nám við
háskólann í Kaupmanna-
höfn 1936—1939, tók meist-
arapróf í íslenzkum fræðum
við Háskóla íslands árið
1944 og Di. phil frá sama
skóla árið 1957. Hann var
aðstoðarmaður við Þjóð-
minjasafnið í Reykjavík
1945—1947, en þá skipaður
þjóðminjavörður og hefur
gegnt því embætti síðan.
Kristján Eldjárn er prýði-
lega ritfær maður og hefur
ritað fjölda greina í blöð og
tímarit, sérstaklega um forn-
eyri.
• Gunnfríður
Framh. af bls. 17.
að ég kæmi einu sinni heim
snögga ferð þeirra erinda, en
færi út aftur og yrði þá erlend-
is, það sem á vantaði tíu árin.
Það rættist; ég hef það úr móð-
urættinni, að mér kemur ekki
allt á óvart.
Sezt a'S í París — og saumað.
Inte fint at prata svenska . . .
Og eftir fimm ára dvöl i
Stokkhólmi fluttumst við til
Parísar og settumst þar að. Þar
átti ég vísa vinnu fyrir milli-
göngu sænskra, hjá klæðskera
í París, Erikson að nafni, sem
kvæntur var danskri konu.
Þarna var saumaður herrafatn-
aður, en það þótti konu Erikson
H
merkilegt, að ég skyldi vera
jafnvíg á kvenkjólasaum og
kápusaum og að sauma herra-
fatnað. Ég hafði fengið reynsl-
una í Stokkhólmi. Þarna var
að sjálfsögðu allt frægast, sem
franskt var. Það var einhvern-
tíma að bróðir Erikson kom í
vinnustofuna til okkar með son
sinn sjö ára gamlan, og talaði
drengurinn á frönsku. Verk-
stjórinn, sem var sænskur,
Lundström hét hann, spurði
hann þá hversvegna hann tal-
aði ekki sænsku eins og for-
eldrar hans. Og þá stóð ekki á
svarinu hjá snáða: „Det er inte
fint at prata svenska". Við
hlógum dátt að þessu svari þá
— og oft hef ég hlegið að því
síðan, þegar mér hefur komið
það i hug og hve mannborlegur
snáðinn var.
Hvernig kunnir þú við þig
í París?
— Vel, ekki get ég annað
sagt. Ég var hjá Erikson til
vorsins, síðan hjá dönskum
manni um tíma, og hjá ítölsk-
um, sem saumaði einkum kven-
fatnað. Alltaf nóg að gera, það
vantaði ekki.
Og hvernig gekk með frönsk-
una?
— Og hún kom smám saman,
þannig að ég gat bjargað mér.
En ekki lá hún eins vel fyrir
mér og þýzkan; þó að ég hefði
ekki lært neitt í henni, nema
hvað ég hafði farið yfir
kennslubók Jóns Ófeigssonar
hérna heima, komst ég strax
upp á lag með að tala hana,
þessa mánuði, sem ég dvaldist
í Þýzkalandi. Ég lá þar í sjúkra-
húsi um skeið, og í næsta rúmi
við mig lá þýzk kona; mig
minnir að brjóstið hafi verið
skorið af henni, eða eitthvað
var það þess háttar. Hún talaði
margt við mig, og hún, sem
verið hafði ung á árum fyrri
heimsstyrjaldarinnar, spáði
annarri heimsstyrjöld og yrði
hennar ekki marga áratugi að
bíða. Þetta var semsagt árið
1922. í þeirri heimsstyrjöld
yrði hefndin þeirra, sem urðu
að þola ósigur í þeirri fyrri,
hún var ekki í neinum vafa
um það ...
Draumurinn rœtist — för um
Grikkland og Italíu
Fórstu víða um Frakkland
þessi þrjú ár, sem þú áttir
heima í París?
— Kannski ekki víða, en við
ferðuðumst nokkuð um landið.
Og í ársbyrjun 1928 hleyptum
við heldur betur heimdragan-
um. Þá lögðum við upp i
þriggja mánaða ferðalag til
Grikklands, Ítalíu og Sviss. Það
reyndist að vísu erfið ferð, en
viðburðarík og ógleymanleg.
Og þá hefurðu komið til
Pompei, og þinn gamli draum-
ur þar með ræzt?
— Ætli ekki það. Við fórum
til Sviss, þaðan til Mílanó,
dvöldumst hálfan mánuð í
Flórenz og mánuð í Róm. I
Stokkhólmi hafði vaknað hjá
mér mikill áhugi á byggingar-
list og þó einkum kirkjubygg-
ingum, og þú getur nærri hvort
að ég hef ekki haft nóg að
skoða í Róm, þennan eina mán-
uð. Það veit hamingjan, að oft
var ég orðin þreytt að kvöldi
— og kannski fyrst og fremst
vegna þess hve áhrifin, sem
ég varð fyrir, voru yfirþyrm-
andi sterk. Frá Róm lá leiðin
til Napólí, þar sem við stóðum
við í hálfan mánuð, en þaðan
héldum við með lestinni til
Brindisi, þar sem stigið var á
skip og siglt um Eyjahaf og
grísku sundin. Á Grikklandi
vorum við svo þrjár vikur, þar
af tólf daga í Aþenu. Þaðan
héldum til Delfi.
Og hvað sagði vefréttin?
— Hún sagði fátt, — kann-
ski það helzta, að ég væri
fyrsta íslenzka konan, sem
þangað legði leið mína, að
minnsta kosti var ekki annað
að sjá af gestabókinni, sem þar
lá frammi. En bergmálið sagði
þeim mun fleira; það er alveg
undursamlegt á þeim stað. Þar
var margt að skoða, sem bar
vitni fornri hámenningu, en
kannski verður mér minnis-
stæðastur nútíminn eins og
hann birtist mér í mynd og
gervi fátækrar bóndakonu, sem
hélt í hönd mér nokkurt
andartak. Hún var fríð sýnum
og tíguleg, ættarmótið við líkn-
eskjurnar forngrísku leyndi sér
ekki. Augu hennar voru dökk,
en tillit þeirra svo tjáningar-
ríkt, að mér fannst sem ég
skildi allt, sem henni bjó, í
huga, þó að við mæltum el^ki
orð. Hún var ein af þeim kon-
um, sem fóru á hverjúm
morgni ríðandi á ösnum inn
með hlíðinni til að rífa hrís, og
kom með þá klyfjaða til baka
að kvöldi; fátækar, sístritandi,
þreyttar konur . .. Frá Delfi lá
svo leiðin suður til Ólymþíu
og um Suður Grikkland, en í
bakaleiðinni, þegar aftur var
komið til Brindisi heimsóttum
við meðal annars Feneyjar og
Veróna.
í Veróna tókum við svo lest-
ina til Mílanó, og þaðan héld-
um við yfir Alpana, til Lucerne
og Basel í Sviss og eftir stutta
dvöl þar aftur til Parísar. Það
var um páskana, í byrjun apríl-
mánaðar, og við höfðum verið
þrjá mánuði í ferðinni. Mikið
var ég þreytt, drottinn minn,
bæði eftir sjálft ferðalagið —
og áhrifin. Ég vildi helzt ekki
við nokkurn mann tala á
meðan þau voru að mótast með
mér ...
— Og enn vorum við ár í
Farís. Að því loknu lá leiðin
til Kaupmannahafnar og þaðan
heim til fslands með Ægi, eftir
tíu ára útivist. Jú, það stóð
allt heima, sem ég hafði sagt
Maríu vinkonu minni, þegar ég
fór. (Framhald í næsta blaði).
lÁIKIW
FlVl.UIK
ÚT
FALKINN