Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 32
I
Kortið, sem Landmæling-
ar íslands hafa gert.
Krossinn sýnir staðinn,
þar sem Björn Pálsson
lenti Lóunni. í hægra
horninu sést afstaða
Surtseyjar miðað
við Vestmannaeyjar og
stærðarmunur.
2
Hér er flugbrautin, gjörð
af náttúrunnar höndum.
Lendingarskilyrði eru
mun betri þegar snjóföl
er, því ójöfnurnar skera
sig frekar úr á fann-
breiðunnL
3
Hraunið rennur hér í sjó
fram. Eyjan breikkar
hægt, því mikið dýpi er
allt uin kring.
Kortið af Surtsey sem birt er hér á síðunni, er géfið út af
Landmælingum íslands og teiknað eftir flugmyndum frá
23. október 1964. Kortinu fylgja skýringar á íslenzku og
ensku eftir Guðmund Kjartansson, jarðfræðing. Við tökum
okkur það bessaleyfi að endurprenta þennan texta:
„Hinn 14. nóvember 1963 hófst eldgos upp úr sjó um 5
km VSV frá Geirfuglaskeri, sem þá var enn syðst Vestmanna-
eyja og þar með syðsti hjari ísjands. Þar hafði verið um
130 m dýpi, en þegar daginn eftir bryddi á gígbörmum ofan
sjávar, og hefur þar síðan verið ey, hin syðsta, sem telst til
íslands. Þcssi nýja eldstöð hefur hlotið nafnið Surtur (eftir
jötni þeim, er einna óvægilegast mun herja jörðina í ragna-
rökum) og eyin Surtsey. — Allan veturinn fram í apríl-
byrjun hélzt þarna sprengigos með svipuðum hætti og litlum
hvíldum. Þá hlóðust upp allar mestu hæðir Surtseyjar, ein-
göngu úr s'mdurlausum og mest smámuldum gosefnum. Hinn
4. apríl breyttist gosið í hraungos. Síðan hefur gígurinn oftast
verið tjörn úr glóandi hraunkviku, sem þeytir upp björtum
eldstrókum, en þaðan flæðir kvikan, ýmist í opnum rásum
eða undir storknu hraunþaki, breiðist út, storknar í blágrýti
og færir út ströndina. mest til suðurs. — Flatarmál Surts-
eyjar var orðið 2.4 ferkílómetrar 23. október. Fullur helming-
ur þess er hraun, hitt að mestu gosmöl, sem á eftir að
harðna í móberg, en á köflum strandlengis lág ræma af fjöru-r
sandi. Mesta hæð eyjarínnar mældist (1. ág.) 173 m y. s. —-r
Þegar þetta er ritað. 13. desember, er enn ekkert lát á gosinu."
Fálkinn ræddi við Björn Pálsson, flugmann, og innti hanrt
eftir lendingarskilyrðum í Surtsey. Björn sagði, að það
væri vel hægt að lenda á eyjunni, en það yrði áð viðhafa
1 1 .. —.... 1 ...................... 111 ;—■■■■
• •••••••••••••••••••••• Framh. á bls. 40.
32
FALK.I nn