Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 16
DRAUM- ARNIR RÆTAST mun hann hafa heitið. Hann var kvæntur ungri konu og ég var ráðin til að sauma á hana. Og svo var það Tillbárg, fyrr- verandi héraðshöfðingi þeirra í Smálöndum. Hann var að vísu ekki greifi, en mun þó hafa verið af aðalsættum. Það var að minnsta kosti einstakur heiðursmaður, og kynntist ég honum vel. — Hann bjó að sjálfsögðu við Strandvágen, eins og allir þessir helztu. Mér var sagt að hann hefði haft til umráða þrjátíu og fimm herbergi tveim árum áður en ég kom til Stokk- hólms, og þá hefðu þau hjónin haft átta þjónustustúlkur — en nú var hann eitthvað farinn að draga saman seglin; hafði ekki undir nema átta herbergi, sum þeirra raunar mjög stórir salir, og þjónustustúlkurnar voru ekki nema fjórar. En þó að mikið væri haft umleikis, átti þessi aldni héraðshöfðingi lít- illi hjúskaparsælu að fagna; það var svipaður harmleikur og maður les um í sögum, sem þarna var raunveruleiki. Hann hafði fellt ást til ungrar syst- urdóttur sinnar, sjálfur á full- orðinsaldri, og hún að öllum líkindum endurgoldið honum ástina fyrst í stað, því að þau fóru til Sviss og létu gefa sig þar saman í hjónaband, þar eð skyldleiki þeirra var of náinn til þess að nokkur klerkur sænskur mætti leggja yfir þau blessun sína. Aldursmunurinn var mikill, þau eignuðust þrjú börn og smámsaman tók að bera á nokkurri geðveilu hjá konunni. Þegar ég kom þar á heimilið til sauma, var gamli maðurinn mjög einmana orð- : :

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.