Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Page 10

Fálkinn - 15.02.1965, Page 10
DANSAÐ Á KEA SMÁSAGA EFTIR MÖGNU LÚÐVÍKSDÓTTUR Ég lá afturábak í hákojunni og reyndi að dunda við að lakka á mér neglurnar. Skip- ið tók djúpar og jafnar dýfur og grænn sjórinn þaut gjáifr- andi framhjá kýrauganu. Ég hugsaði um allt milli himins og jarðar til að reyna að gleyma hversu óglatt mér var, og því, að nú var ég enn búin að víkka pilsið mitt um nokkra sentimetra í mittið. Ég gat ekki lengur legið á mag- anum í rúminu, litla kúlan, sem stækkaði dag frá degi, sá fyr- ir því. Og hvað ætli Gunnar segi, þegar hann sér mig svona, hugsaði ég. Hann yrði eflaust hissa, ég var ekki svo vitlaus að halda að hann yrði ánægður, karlmenn eru nú alltaf eins, einkum þegar þeir eru bara 17 ára, en ég var viss um að hann vildi giftast mér. Hann hafði jú setið um að fylgja mér heim úr vinnunni á kvöldin, farið með mér í bíó og á dansleik þennan eftir- minnilega tíma, sem ég var á Akureyri. Hann hafði kvatt mig með söknuði og sagt, að hann myndi aldrei gleyma mér. Þá vissi ég ekki hvernig málin stóðu. 41 10 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.