Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 4
HABBAÐ UM LISTIR, LISTA- VERKASÖLU OG LISTAMENN safninu mynd, þar sem safnrág á ekki að kaupa listaverk í styrktar- eða gustukaskyni. Hálf milljón er ekki stór upphæð, og trúlega hefur safn- ráð fullan hug á að kaupa fleiri myndir en það hefur ráð á. En það er lítill fengur í að kaupa myndir til þess eins að setja þær í geymslu. Listasafnið hefur alltof lítið húsrými, eins og alþjóð er kunnugt. og hefur meira að segja þurft að taka hluta af sýningarsalnum undir geymslur. Hugsið ykk- ur hvað það væri ánægjulegt ef Listasafnið hefði nægilegt húsrými (og fjárráð) og gæti haft tvær, þrjár sérsýningar í gangi þar sem t. d. væru sýndar allar myndir í eigu safns- ins eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Mugg, Þórarinn B. Þorláks- son o. s. frv. — eða þá sérsýningu á íslenzkri svartlist, sér- sýningu á vatnslitamyndum, eða sérsýningu allra verka frá aldamótum fram til 1920, önnur sýning allra verka frá 1920— 1930 og svo má lengi telja. Það má ekki gleyma því að Listasafnið hefur fengið mjög góðar gjafir og ber fyrst að nefna hið dýrmæta einkasafn Markúsar ívarssonar (55 myndir), sem var afhent safninu við opnun þess árið 1951 og svo hafa erlendir íslandsvinir gefið 46 myndir eftir Mugg og 17 myndir eftir Munch. Ný- lega náði Listasafnið í sjálfsmynd af Ásgrími Jónsssyni, máluð með guachelitum 1902, og var eigandinn danskur maður. Þá fékk safnið nýlega að gjöf dýrmæta mynd eftir Kjarval. Gefendur voru bræðurnir Guðmundur og Friðrik Björnssynir. Aðalerindið í listasafnið var að spyrja um hver væru dýr- mætustu listaverk íslenzk. Þessi spurning reyndist alveg út í hött, því að engum hefur komið til hugar að taka eina mynd fram yfir aðra með verðmætissjónarmið fyrir augum. Aftur á móti eru sumar myndir safnsins mjög þekktar og út- lendingar, sem koma til að skoða safnið, spyrja eftir ákveðn- um myndum, sem þeir hafa séð prentaðar eða haft spurnir af. Heklumynd Ásgríms, hin mikla, hefur haft þá sérstöðu að hanga alltaf uppi nema þann tíma sem hún var send utan til viðgerðar. Jón Stefánsson málaði mynd- ina „A leiðinni yfir jöknlfljót- ið“ árin 1931—’32 og taldi hana eina af sínum beztu myndum. Það hringdi til okkar maður og kvaðst hafa lent í miklu karpi við kunningja sína út af listaverkum og listamönnum og sérstaklega hefðu orðið hatrammar deil- ur vegna einnar myndar, sem sumir lofuðu, en aðrir fundu allt til foráttu. Nú vildi maðurinn að við færum á stúfana og kynntum okkur smekk fólks og skoðun á málverkum og listamönnum og brugðumst við skjótt við og höfðum sambanda við nokkra aðila. Eftir spjall okk- ar erum við svo sem litlu nær um skoðun fólks á list- um, en margt athyglisvert kemur fram í svörum þeirra er við töluðum við. 1280 MYNDIR Á SKRÁ HJÁ LISTASAFNINU Listasafn íslands á um 1280 myndir á skrá. Fyrsta myndin sem safnið eignaðist eftir íslenzkan málara var Áning eftir Þórarinn B. Þorláksson og hefur skrásetningarnúmerið 75. Þessi mynd var færð safninu að gjöf. Safnráð, sem er skipað fimm mönnum( Selma Jónsdóttir Gunnlaugur Scheving, Þor- valdur Skúlason, Ásmundur Sveinsson og Gunnlaugur Þórð- arson) hefur nú til umráða hálfa milljón króna (mun hækka þegar á næsta ári) til kaupa á listaverkum, innlendum jafnt sena erlendum. Safnráðið mætir á öllum meiri háttar sýning- umi og leitar að góðum myndum handa safninu, og það má hiklaust telja að ákveðin viðurkenning felist í því að selja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.