Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 21
' „Þarna byrjar hánn aftur!“ hrópaði Betty „Þegar ég hugsa til þess, hvað Vesalings kúgaða og undirokaða konan yðar hefur orðið að þola þá finnst mér að hún hljóti að hafa átt skilið hvern eyri, sem hún gat togað út úr yður. Ég segi það satt, að hefði ég verið konan yðar ...“ „Nú eru skapbrestirnir farnir að skína í gegn,“ sagði Tracy og brúnir hans þyngdust enn. „Farið og sjáið um bakkana yðar.“ ’ Reiðin sauð í henni. „Hver taug í ínér krefst þess að ég verji heiður kvenþjóðarinnar og berji yður með klemmuspjaldinu mínu, en Falcon flug- félagsins vegna ætla ég ekki að gera það.“ Hún reis á fætur. „Náungi eins bg þér væri tilvalið rannsóknarefni fyr- ir einhverja af þessum nefndum. Þér eruð hreinlega óamerískur!“ Þegar hún var farih, andvarpaði Tracy og tók fram snjáða minnisbók og blýant. Hann hvíldi hugann bezt við hreinlegt og heilnæmt reiknings- dæmi. Flugvélin drundi yfir beitarlönd Suður-Dakota, hluta af Nebraska og inn yfir Wyoming. Tracy gerðist brátt leiður á köldum faðmlögum hinnar æðri Stærðfræði og fór að horfa á flugfreyj- úna bera fram hádegisverð. í huga hans brá fyrir iðrunarglampa. Jafnvel þótt hún væri ótrúlega lík ránskvend- inu, sem hann hafði verið kvæntur, fannst honum harðneskjulegt að láta beiskju sína bitna á henni. Tracy fór að finna til kynlegrar vinsemdar, en þegar flugfreyjan færði honum matinn, hefði svipur hennar einn getað fryst blóð í æðum. „Það verð ég að segja, ungfrú 0’Brien,“ sagði hann og lét skína ljúf- mannlega í tennurnar, „að aldrei hef ég haft fallegri þumalfingur í ábætin- um mínum.“ Hún lét sem hún heyrði ekki til hans. Þegar hann hafði snætt, beið hann eftir að hún tæki aftur við bakkanum. „Ungfrú 0’Brien,“ sagði hann. „Betty.“ „Hvað þá?“ „Ég er reiðubinn að semja frið.“ „Ég er ekki gefin fyrir að þjarka um hlutina, herra Brennan. Þegar ein- hver gerist svo ósvífinn að níða í mín eyru það dýrmætasta sem lífið á, ást og hjónaband. þá ætti hann, að mér heilli og lifandi, að . . “ „Þér hristið bakkann minn, ungfrú O’Brien. Reynið að stilla yður.“ Flugfreyjan lokaði augunum ög virt- ist vera að telja í hljóði. Án þess að mæla orð af vörum sneri hún aftur til eldhússins. Á þeim tíu mínútum, sem staðið var við í Cheyenne, steig Tracy út úr flugvélinni til þess að rétta úr fótun- um og fékk samstundis kolaryk í augað. Hann skjögraði aftur að vélinni, tár- felldi. Betty tók eftir ásigkomulagi hans með augljósu skeytingarleysi. Tracy nam staðar við hlið hennar, beygður og vesæll og leit til hennar með einu bláu auga og öðru rauðu og votu. „Ungfrú O’Brien, ég hef fengið eitthvað upp í augað.“ O’Brien grandskoðaði lakkið á nögl- um sér. „Snýtið yður,“ sagði hún. Batnar mér í auganum við það?“ „Ef ekki, þá skal ég með ánægju vera yður hjálpleg við að klóra það úr.“ Hann sneri frá henni og settist niður í sætið sitt; þar sat hann svo og snýtti sér allt hvað af tók. Þegar nokkrar mínútur voru liðnar frá því flugvélin lagði af stað frá Cheyenne, gekk O’Brien til sætis Tracy og bar öll merki um töluverða taugaþennzlu. Munnurinn var herptur og hún hafði vasaklút á lofti. Framh. á bls. 25. Þegar hann kom um borS í flugvélina brá honum í bríin. Rauðhœrða flugfreyjan var lifandi eftirmynd konunnar hans fyrrverandi — þessa flagðs. Brœðin blossaði upp í honum . . . BRÁÐSKEMMTILEG SMÁSAGA EFTIR IMORD RILEY

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.