Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 25
far góðæris og velmegunar.
Menn brosa gjarna í kampinn
og gera góðlátlegt grín að sér*
vitringum sem ympra á hlut-
um einsog þjóðarmetnaði, sjálf-
stæðisvitund og íslenzkri menn-
ingarviðleitni. Slíkt tal þykir
mörgum harla gamaldags á
miðri tuttugustu öld!
Til þess er hörmulegt að vita,
að þeir sömu stjórnmálaleið-
togar, sem í skálaræðum tala
um nauðsynina á látlausri sjálf-
stæðisbaráttu, skuli hafa orðið
til að vega að rótum íslenzks
sjálfstæðis með því að veita
vinveittu en voldugu stórveldi,
sem hefur fullan hug á að vinna
hugi okkar og hjörtu, einka-
rétt til að reka hérlendis áhrifa-
mesta áróðurstæki sem sögur
fara af, þannig að það nær' til
meirihluta landsmanna. Mönn-
um sem slíkt gera kinnroða-
laust, jafnvel þó þeir afsaki
sig með skarhmsýni eftirá, er
naumast treystandi til að halda
vakandi þeirri sjálfstæðisvið-
leitni sem ein getur komið í
veg fyrir að þessi litla og af-
skekkta þjóð drukkni í hinu
engil-saxneska úthafi sem um-
lykur hana.
Að undanförnu hafa verið á
döfinni afdrifaríkar ákvarðan-
ir í sambandi við stórmál sem
vissulega varða sjálfstæði og
þjóðerni íslendinga. Má þar
nefna hugsanlega inngöngu ís-
lands í Efnahagsbandalag Evr-
ópu (þó málið hafi verið salt-
að í bili) og heimild til handa
erlendum auðhringum til að
hefja stóriðju hér. Ekki er kyn
þó mörgum þjóðhollum íslend-
ingi hrjósi hugur við þeirri til-
hugsun, að gengið verði frá
þessum málum af sama and-
varaleysi, skammsýni og handa-
hófi einsog sjónvarpsmálinu
sæla. Vonandi verður gæfuleysi
íslendinga ekki slíkt, að það
eigi eftir að sannast.
íslenzka þjóðin verður nú að
horfast í augu við þann beiska
sannleik, að stjórnmálaleiðtog-
ar hennar hafa afsalað sér for-
ustuhlutverkinu í hinni nýju
og mjög tvísýnu sjálfstæðis-
baráttu, og nú kemur til kasta
landsmanna sjálfra að hrista af
sér værðina og peningaslenið
og skera upp herör gegn hvers-
konar undanlátssemi og af-
slætti. Sjálfstæðið var dýru
verði keypt, þó núlifandi kyn-
slóðir virðist hafa gleymt því,
að það verður ekki varðveitt
nema með svita og tárum.
lÁÍKIW
flýí; ii ii
LT
• Farþegmn
Framh. af bls. 21.
„1 Guðs bænum, hættið að
baula eins og móðurlaus kálf-
ur. Svona, leyfið mér að sjá.“
Tracy lyfti andlitinu við
henni. Hægra auga hans var
á litinn eins og nýslátrað nýra.
„Ég ætla að snúa augnalok-
inu við,“ sagði hún, „sýnið nú
hugrekki.“
„Haldið þér, að hægt verði
að bjarga auganu, læknir?“
spurði Tracy.
„Þegið þér.“ Hún fletti
augnalokinu upp og þerraði
það með vasaklútnum. „Þarna
náði ég því. Ofurlítil arða.
Getur ómögulega hafa verið
eins sárt og ég var að vona.“
Tracy deplaði auganu og
þurrkaði af sér tárin. „O’Brien,
ég óska eftir að láta í Ijósi við
yður gætilega aðdáun mína.
Þér eruð falleg, dugandi, —
nefs- og augnayndi."
„Gleymið ekki að þér talið
við konu með hjarta kyrki-
slöngunnar."
„Kyrkislöngunnar.“
„Ó.“ Hún fór að brosa og
Tracy fannst eins og sólin hefði
komið upp. Henni varð litið á
minnisbókina. „Ég sé að yður
þykir gaman að reikningi.“
„Ég er nokkurs konar eðlis-
fræðingur.“
„Líklega eruð þér samt at-
vinnulaus,“ sagði Betty og roðn-
aði við. „Ég á við, að þér lítið
út fyrir að vera það, ef ég má
gerast svo djörf.“
Tracy viðurkenndi, að hann
ynni ekki fyrir "heinn.
„Það er sannarlega hart,
herra Brennan. Fyrst rúir kon-
an yður inn að skyrtunni, og
nú hafið þér enga vinnu.“ Sam-
úðin lifnaði í andlitssvip henn-
ar. „Eigið þér einhvern að i
Los Angeles, sem getur hjálpað
yður, þangað til þér hafið kom-
ið undir yður fótunum á ný?“
Hann kvað svo vera.
„Það er prýðilegt. Það væsir
þá ekki um yður. Þegar þér
hafið fengið vinnu aftur og
keypt yður eitthvað af nýjum
fötum og sokkum, þá losnið
þér við geðvonzkuna og kven-
hatrið. Þér eruð bráðgreindur,
herra Brennan, en þessa stund-
ina þjáist þér af hugarvillu og
víli.“ Með þessari skarplegu
athugasemd yfirgaf hún hann
til þess að búa sig undir lend-
ingu á Denver-fiugvelii, sem
Framh. á bls. 32
HEILDSOLUBIRGÐIR:
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F.
SIMI 24120
mSBr CONSUL CORTIXA bílaleíga magnnsar skipliolti 21 síinar: 21190-21185 Uaukur ýuimuH<(jMH HEIMASÍMI 21037
FÁLKINN
25