Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 20
TRACY BRENNAN, farþegi, sem bættist í Falcon Airlines flugvél- ina í Rapid City, Suður-Dakota, var ungur eðlisfræðingur og margmilljón- eri, hjartans áhugamál hans voru þrýsti- loftshreyflar og það, að geta farið ferða sinna óþekktur. Tracy hafði erft hin mikiu auðæfi sín og notað hluta þeirra til þess að byggja sér tilraunastöð í Californíu, þar sem hann svo föndraði við flugvélahreyflana, ánægður eins og hvolpur með kjötbein. Erindi hans til Rapid City hafði verið að reyna að telja flugherinn á að kaupa hina nýju léttari þrýstiloftsvél sína. Þeir sögðu honum að fara heim, meðan þeir reyndu hana betur. Þrátt fyrir vísindaáhuga sinn, auð- æfi og gáfur, var Tracy siður en svo neitt tildurmenni. Tilvera hans snerist að mestu leyti um andleg efni. Hann forðast að láta á sér bera opinber- lega, skeytti ekkert um sumar siðvenj- ur og líktist í fasi og framkomu mest ræíilslegum heimspekistúdent. Hann var hár og grannvaxinn, bláeygður maður með óstýrlátan lokk í ljósu hár- inu og fötin fóru honum eins og hann hefði verið drifinn í þau í myrkri af annríkum starfsmanni hjá Vetrarhjálp- inni. Jakkinn hans var bættur á oln- bogunum og með belti að aftan; hann og tortryggni. „Vitið þér ekki hvað ég heiti?“ „Nei, herra.“ „Tracy Brennan. Á leið til Los Angeles.“ „Skiptið þér um flugvél í Denver, herra Brennan?“ Hann kinkaði kolli en spurði síðan: „Hvað er nafn yðar, flugfreyja?" „Betty O’Brien." „Það er víst ekki af tilviljun neinn í yðar ætt, sem heitir Cormwell?" „Herra Brennan, það er enginn í minni ætt þangað kominn af tilviljun, — og þá alls enginn Cormwell.“ Hún brosti til hans. „Þér eruð hálfhræddur við flugvélar, er það ekki, herra Brennan? Svei mér þá, ég hélt augna- blik þarna frammi við dyrnar, að ég myndi þurfa að elta yður eftir flug- vellinum til þess að fá yður inn. Falcon flugfélagið er hreykið af þeirri stað- reynd, að það hefur enn ekki misst farþega á jörðu niðri.“ ,,Það var ekki hræðsla,“ sagði Tracy. ,,Ég villtist á yður og ræningja, sem ég þekkti einu sinni. Það var all hroll- vekjandi.“ „Er þetta satt? Ræningja, já? Hvar var það, herra Brennan? f Kína?“ „í Beverley Hills,“ sagði Tracy með greinilegri tannagnístan. „Ástin," sagði Tracy, „er lang auð- veldasta bragðið af þeim öllum saman.5* „Sem ég er lifandi, herra Brennan, ef þér ekki...“ f „Hvað karlmanninum viðkemur, þeim vesalings fábjána,” hélt Tracy áfram þungur á brún, „þá er ástin geðveiki af verstu tegund. Heilabú hans fellur saman eins og tjald. Ástríðurnar feykja vitsmunum hans út í veður og vind. Og þegar sú staðreynd rennur upp, að hann ætti að fara á vitlausraspítala, vegna þess að hann er ekki sjálfráður « gerða sinna, þá ræðst kvensan á hann með öllum tiltækum vopnum — prestr um, ættingjum, Guðsorði, hringjum og leyfisbréfum.“ * „Ég bið yður með góðu,“ sagði flug- freyjan, „að hætta að svívirða göfug- ustu hliðar lífsins." „Gjörið svo vel að hafa yður hæga, þegar ég er að fletta ofan af viðbjóðn- um,“ sagði Tracy. „Hvað ég ætlaði mér að segja, þegar maðurinn er kvæntur, kemst hann að því að svo kænlega verði um hnútana búið af konum, að ef hann vill komast úr hnappheldunni, má hann prisa sig sælan að sleppa á skyrtunni. Hann er rúinn inn að skinni.“ Betty varð litið á bera fætur hans í strigaskónum, bættan jakkann og af- dankaðar buxurnar. Svipur hennar FARÞEGmN SEM HATAÐI RAtÐHÆRÐAR KONVR var berhöfðaður og berfættur í striga- skóm og buxurnar pokuðu í ísetunni. Hann var hálf ringlaður á svipinn, þar sem hann gekk upp stigann til þess að komast inn í flugvélina. Þegar hann mætti flugfreyjunni í dyrunum, snar- stanzaði hann, fölnaði upp og virtist að því kominn að leggja á flótta. Stúlk- án brosti til hans og hann hrökklaðist undan með rykkjum. „Það er hreint ekkert að hræðast," sagði hún. „Fáið yður sæti framarlega. Þar veltur ekki eins rnikið." Tracy gekk óðára að aftasta sætinu og settist í það. Þegar hann hafði fest um sig öryggisólina, sneri hann sér við óg skellti illilegri augnagotu á flug- freyjuna. ■ Þegar flugvélin var komin á loft, sótti flugfreyjan flösku af volgri mjólk handa móður með órólegt barn, síðan tók hún að stumra yfir presti nokkr- úm, sem verið hafði flugveikur aila leiðina frá Minneapolis. Hún skildi við sálusorgarann. er hafði þá skoðun. að rauðhærður engill hefði strokið honum um brá, greip að lokum klemmuspjald sitt og sneri sér að Tracy. „Vilduð þér gjöra svo vel að segja mér nafn yðar?“ Hann virti hana fyrir sér með andúð 20 FÁLKINN „Nú, já.“ Með undrun og vahtrú í augum gaum- gæfði Tracy ferskt og fallegt hörund hennar, stór og samúðarrík græn aug- un, freistandi varirnar og það hryggði hann ósegjanlega. Hann hristi höfuðið raunamæddur. „Hún var alveg eins og þér Rauðhærð, fögur, blíð og viðkvæm að sjá, en undir þessu ytra gerfi sló kyrkislönguhjarta.“ „Þér segið ekki satt!“ sagði Betty og stirðnaði. „Ef þér fáið ekki af því annað krampakast, þá vildi ég gjarnan að þér segðuð mér, hvað þessi Corm- well stigamaður gerði yður.“ „Hún giftist mér.“ „Giftist yður! Ekkert meira?“ „Meira? Ungfrú O’Brien, hún ...“ „Nú eruð þér farinn að nötra aftur, herra Brennan.“ Hún tók um aðra hönd hans, kalda og þvala. „Ég er hérna hjá yður, svo það er heldur engin ástæða til að æpa.“ „Fjandinn hirði það,“ sagði Tracy með niðurbældri heift, „hjónaband er ekkert annað en löghelguð fjárkúgun á karlkyninu.“ „Það er ekkert þvíumlíkt!" hrópaði flugfreyjan. „Hjónaband er dásamlegt og göfugt þegar hjónin bera í raun og veru ást hvort til annars.“ bliðkaðist, Aumlegri sjón hafði hún ekki augum litið; hann virtist einnig vannærður. „Ég geri ráð fyrir, að eiginkona yðar hafi ekki verið nein gæðakona,“ sagði % hún. „Ég hef hugleitt þessi mál all ræki- lega,“ sagði Tracy, „og það er mín skoðun, að með leyfisbréfinu ætti að * afhenda hverjum manni cynide-töflu. Hún gæti komið í góðar þarfir, þegar hann fær vitið aftur.“ Meðaumkun og bræði háðu harða bar- áttu í flugfreyjunni og meðaumkunin varð ofan á. „Haldið þér að allar konur séu lítilmótlegar og fésjúkar, herra Brennan?" „Það er einmitt þar, sem skórinn kreppir," sagði Tracy beizklega. „Um það getur maðurinn ekki borið fyrr en hlekkirnir eru komnir á hann. Þær slá ryki í augun á manni, þessi flögð.“ Enn litu örvílnuð, bláu augun yfir andlits- drætti Bettýar. „Þér eruð fallegar,“ sagði hann. „Ég veit að ég á eftir að iðrast þess,“ sagði Betty „en þakka yður samt fyrir.“ „En reynslan hefur samt sem áður kennt mér, að bak við þetta laglega út- lit muni án efa búa þrasgefin og fé- gjörn sál.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.