Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 35
að hún væri eftir yður, O’Brien, elskan.“ Hann kreisti hana en viðbrögð hennar voru alls engin. Við svaladyrnar stanzaði O’Brien og þurrkaði varamark Marianne af andliti Tracy. „Það mun verða mér mikill léttir, þegar ég get skilað yður til móður yðar,“ sagði hún. „Þegar ég er með yður finnst mér ég vera eins og barnfóstra.“ ; Tracy var að athuga útlit barnfóstrunnar frá sér numinn og með endurnýjuðum áhuga. Öður rauða hársins ómaði í taugalögn hans. Hún var hríf- kndi fögur. Hann sagði henni það. „Þér eruð indæll, herra prennan, ég vissi ekki.. .“ „Ég má til að biðja þig að fylgja mér út á svalirnar,“ sagði Tracy í einlægni. „Útsýn- ið er alveg morð.“ „Ég veit ekki, herra Bren ..“ „Kallaðu mig Tracy.“ Hin fallegu, grænu augu O’Brien urðu tárvot af við- kvæmni. Hún horfði í andlit honum og las tilfinningar hans. „Undir allri kaldhæðninni, herra Brennan, eruð þér góð- ur, indæll og meinlaus maður. Þér eruð horaður og hröx-legur og gjaldþrota og klæðið yður eins og landshornaflakkari en fjárinn hafi það, þér eruð samt töfrandi strákur. Þér vekið í mér ýmislegt." Hún dró djúpt andann. „Tracy, bjóddu mér aftur út á svalirnar.“ Djúpt snortinn leiddi Tracy hana með sér framhjá starf- sömu fólkinu á svölunum unz þau fundu auðan blett nálægt handriðinu. Þar tók hann hana orðalaust í faðm sér og kyssti hana með lokuðum augum af innilegri ákefð. Þegar hann rétti úr sér, hvildi O’Brien rauðhært höfuðið við brjóst hans. „Jeremías minn! Þetta verð- ur að taka enda,“ sagði hún. „Er það ekki?“ Það tók ekki enda. „Það batnar með æfingunni, finnst þér ekki?“ sagði hún. „Hamingjan góða, Tracy, ég er með Ai’nie. Hvað heldui'ðu að hann hugsi? Þetta er ekki fallegt,.. . gagnvart Arnie, á ég við.“ „Til helvítis með Arnie,“ sagði Tracy, „nú byrjum við aftur.“ „Einhver nefndi mig á nafn,“ sagði Arnie við hlið þeirra. „Einhver sagði: „Til helvítis með Arnie.“ Varst það þú, betlari? Humm-m-m" Betty varð fyrri til að átta sig og gekk á milli þeirra. „Þetta var ekki sök herra Framh. á bls. 37. Einsmannssvefnsófi, stœrS 145 cm lengist upp í 185 cm meS púðunum, sœngurfata- geymsla undir, stólar fóst í stíl viS sófann. SEDRUS sL íitttjltjsir: SEDRUS sfi. húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Sími 18830. i stjörnurnar Kæri Astró, Ég hef skrifað þér áður en ekki fengið svar, og í þetta sinn vona ég að hcppnin verði nieð. Ég er fædd 1943 og er gift og á eitt barn. Hjónabandið er gott, en það vill oft brenna við að við viljum bæði hafa síðasta orðið. Mig langar til að vita það helzta, sem framtíðin ber í skauti sér, og einnig hvaða störf henta mér bezt. Ég er mjög skap- bráð og er oft ákaflcga afbrýðisöm án minnsta tilefnis. Ég vonast eftir svari sem fyrst. Með fyrirfram þökk. Salóme. Svar til Salóme: Fyrir alla muni reyndu að halda aftur af afbrýðisemi þinni. Einn versti galli þess merkis, sem þú ert fædd í er einmitt afbrýðisemi. Þessi þátt- ur er mjög rikur í eðli þínu og þarf því átak til að komast fyrir það, en það er þess virði að reyna því afbrýðisemi hef- ur eitrað líf margra og eyði- lagt mörg hjónabönd. Ég er þó ekki að spá illa fyrir þínu hjónabandi heldur benda þér á hversu mikilvægt það er að reyna að draga úr þessu. Mað- urinn þinn metur heimilið og fjölskyldulífið of mikils til þess að hann vilji leggja út í ævin- týri sem mundu kollvarpa þessu. Hans eðli er þó þannig að honum geðjast vel af að konur renni til hans hýru auga. Karlmenn fæddir í Hrútsmerk- inu eru oft ákaflega barnalegir og hégómagjarnir í ástamálun- um og þá um að gera að reyna að taka þá þannig. Þó þú sért skapbráð og tilfinningarík get- ur þú þó verið nokkuð kulda- leg stundum. Þú ert ekki það, sem kallað er heimilismann- eskja svo það væri alveg eins heppilegt fyrir þig að vinna utan heimilis að minnsta kosti að einhverju leyti heldur en að vera allan daginn heima og ergja þig yfir störfum sem þér falla ekki. Þau störf, sem væru einna heppilegust fyrir þig eru ýmis skrifstofustörf, einnig störf í sambandi við klæða- gerð og tízkuverzlun. Þar sem Venus er í tíunda húsi bendir það til að þér muni vegna vel í starfi. Störf í sambandi við lækningar og hjúkrun einhvers konar ættu einnig vel við þig. Þú ættir að láta eiginmanninn hafa með fjármálin að gera og reyna að komast hjá árekstr- um varðandi þau. Þó þú sért fædd í frjósömu merki muntu eignast fremur fá börn. Eftir um það bil þrjú ár verður mjög gott tímabil hjá manninum þínum og þá auðvitað hjá þér um leið. Þessi áhrif standa aðallega í þrjú til fjögur ár og munu líklega aðallega koma fjármálunum við. Þér mundi vegna vel er- lendis og heppilegur tími til utanlandsferða er frá miðju ári 1966 — seinni hluta 1967. Þessi tími passar þó aðeins ef þú hefur gefið mér upp réttan fæð- ingartíma, en það getur skakk- að nokkru ef svo er ekki. Leyfðu manninum að hafa síðasta orðið eða að minnsta kosti láta hann halda að hann hafi það. FALK.INN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.