Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 18
® Þjóðféfagið
Framh. af bls. 9.
— Þetta er erfið spurning, og ég vil helzt lítið um það
segja. Af yngri málurunum er kannski einna mest spurt um
Pétur Friðrik og Ragnar Pál. Ég sé ekki mikið af málverk-
um eftir þá eldri, t. d. hef ég aldrei séð mynd eftir Kjarval
hér. Það má ef til vill segja að það sé keppni milli málverka-
salanna, en þó er hún ekki eins mikil og víðast hvar annars
staðar. Vissulega er það rétt, að um einokun er að ræða á
vissm sviðum, en þó er það ekki svo afgerandi.
— Hefur álit listfræðinga eða gagnrýnenda mikið að segja
fyrir sölumöguleika listmálarans?
— Vissulega. Þó er nú ekki mikið um listfræðinga á ís-
landi. Og frumskilyrði gagnrýnenda er auðvitað að dæma
sanngjarnlega, en láta ekki önnur sjónarmið ráða, eins og
oft vill brenna við.
— Er mikil pólitík ríkjandi innan stéttar listmálara og ef
til vill metnaður þeirra á milli?
— Nei, pólitík er ekki sterkt afl innan þessarar stéttar. En
þó hefur pólitík stundum komizt í spilið. Pólitíkin virðist
þrengja sér inn á ólíklegustu stöðum og yfirleitt alltaf til
bölvunar.
— Verzlun yðar er opin fyrir hvaða málara sem er, ekki
rétt?
— Jú, vissulega, en þó verð ég stundum að neita mjndum.
Það kemur þó ekki til af því að ég vilji persónulega neita
þeim, en hins vegar leggja málarar mikið upp úr því að
myndir þeirra hangi í sæmilegu umhverfi meðal sæmilegra
mynda, og fyrir því verð ég að beygja mig, — sen málverka-
sali.
— Þegar þér málið málvcrk, málið þér þá út frá yðar
eigin sjónarmiði, eða miðið þér á einhvern hátt við smekk
kaupandans, kannski óafvitandi?
— Ég held mér sé óhætt að segja að ég miði eingöngu við
minn eigin smekk, — og þó. Ég veit ekki nema ég væri alltaf
á Þingvöllum ef ég seldi mikið myndir þaðan. Nei, ég mála
eingöngu þaðan sem ég hef áhuga á, og læt svo kylfu ráða
kasti.
Þorlákur sýnir mér siðan verzlunina og bendir á hin og
þessi málverk. Sum finnst honum skemmtileg, önnur ekki,
sum finnst honum listaverk, önnur ekki, sum finnst honum
of dýr, önnur ekki.
— Vaxandi velmegun fólksins verður ekki á nokkurn hátt
til þess að draga úr ánægju þess með góð listaverk, nema
síður væri, segir hann. — Að minnsta kosti hefur ekki komið
til þess ennþá. En þetta er auðvitað hætta sem steðjar að.
— Og er það svo eitthvað sem þér vilduð segja að lokum,
Þorlákur?
— Onei, það held ég ekki. Og þó. Kannski er rétt að benda
á nauðsyn listaverkaverzlana í bænum, einnig til þess að lista-
mennirnir sjálfir losni við ágang fólks á heimili sín. En okk-
ar þjóðfélag ber ekki margar slíkar verzlanir. Allt er bezt
í hófi. . ★ ★
„KJARVALSMYNDm ER EIVN
Á MAKVIÐ ÍSSKÁPIM”
Að Bergstaðastræti 15 ræður ríkjum Guðmundur Árnason
/"Þórarinssonar prests). Hans lifibrauð er að ramma inn góðar
og slæmar myndir, selja myndir í umboðssölu og taka á móti
alls konar fólki, sem rekur inn nefið ýmissa erinda.
Þegar okkur ber að garði er Guðmundur að sannfæra frú
eina um, að hann verði áreiðanlega búinn að ramma inn
myndir hennar fyrir klukkan tíu næsta morgun. Frúin bros-
ir ibyggin, trúir þessu mátulega og segir: Já, ég sé til!
Og við kveðjum frúna með kurt og pí og setjumst yfir
kaffibolla í þeim tilgangi að gefa landslýðnum kost á að lesa
fróðlegt spjall.
— Hvers konar fólk kemur til þín að kaupa myndir?
— Viðskiptavinirnir skiptast að mestu leyti í tvo hópa,
með og á móti abstraktlist. Aftur á móti er svartlist ótrúlega
aftur úr miðað við aðrar þjóðir. Það er viðburður ef menn
koma til að kaupa mynd fyrir sig, langflestir kaupa myndir
til gjafa og sumu fólki er alveg sama hvernig myndin lítur
út, bara ef hún er eftir viðurkenndan málara. Ég held að
flestir hugsi fyrst og fremst um nafn málarans þegar mynd
er valin til gjafa. Það er náttúrlega mikill misskilningur.
— Þarf fólk ekki oft aðstoð við að velja myndir til gjafa?
— Fólkið treystir mér oft til að velja myndir og þá geri
ég það eftir beztu sannfæringu, þótt ég finni inn á það að
«g geti selt því mynd, sem ég hefði ábata af að losna við.
3g tel að ég hafi grætt mest á því að vera heiðarlegur —
hitt er hægt að leika einu sinni, en ekki öllu oftar.
— Hvers konar fólk kemur til þín með myndir til sölu?
— Það er einkum fólk sem af einhverjum ástæðum þarf
að selja mynd, en vill ekki setja myndir á uppboð t. d. vegna
þess að það hefur fengið hana að gjöf eða úr dánarbúi. Ég
hef ýmsa menn á biðlista, sem bíða eftir að ná í myndir
eftir ákveðna málara.
— Hvernig gengur málurunum að selja?
— Það er misjafnt hvað þeir ná tökum á fólki. Sumir góð-
ir listmálarar eru lélegir sölumenn, aðrir, kannski ekki nærri
eins góðir, selja bókstaflega allt, sem þeir mála.
18 FÁLKINN
— Heldurðu að svonefndir yngri listamenn (á aldrinum
40—50 ára, arftakar Kjarvals, Jóns, Ásgrims o. fl.) lífi á
verkum sínum?
— Það lifir enginn þeirra mannsæmandi lífi á verkum sin-
um. Konur margra þeirra vinna úti og hjálpa til. Hitt er
svo annað mál að íslendingar kaupa manna mest af málverk-
um. Það voru hjá mér bandarísk hjón, maðurinn prófessor,
sem komu inn á mörg íslenzk heimili, og þau voru mjög
undrandi yfir því hvað þau sáu margar fallegar myndir.
Frúin sagði, að hjá vel efnuðu fólki ytra væru fáar myndir
á veggjum og oft væru það eftirprentanir. Hún sagði einnig,
að þetta fólk kynni ekki að stilla upp myndum — það setti
saman á vegg tvær myndir með 15—20 sm millibili og svo
væru aðrir veggir auðir. Það vaknaði hjá þeim mikill áhugi
á myndlist í þessari ferð og þau fóru héðan með tvær myndir,
sem þau keyptu hjá mér.
— Er umtalsverð breyting á smekk fólks?
— Ég hef verið við þetta í 12—14 ár og breytingin er aug-
Ijós. Það er áberandi hvað unga fólkið er meira fyrir abstrakt
nú en þegar ég var að byrja. Það er sjaldgæft nú orðið að
gefa ungum hjónum landslagsmynd í brúðargjöf.
— Eykst sala á málverkum ?
— Salan hefur verið frekar góð undanfarin þrjú ár. Ég tek
myndir í umboðssölu, þar sem ég hef ekki efni á að kaupa
myndir og selja aftur. Svo hef ég nokkrum sinnum staðið
fyrir smærri sýningum og þá einkum sýnt verk eftir útlend-
inga; tveir þeirra eru mjög þekktir, ég hef yfirleitt verið
heppinn með myndir og sölu. Annars er það galli á íslending-
um að vilja ekki kaupa verk eftir erlenda listamenn.
— Verðið á myndunum?
— Hæsta verð á abstraktmyndum er svona 15—18 þúsund
krónur og allt niður í smáupphæðir. Dýrasta mynd sem ég
hef selt var eftir Kjarval, kostaði 50 þúsund krónur, falleg
landslagsmynd. Ég hringdi í tvo menn þegar ég fékk myndina,
en var svo óklókur að stefna þeim báðum á sama tíma. Sá
sem kom á undan, sagði um leið og hann leit á myndina: