Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 41
Farþeginit
Framh. aí bls. 37.
fyrir og seztu, drengur minn.“
Tracy dróst inn í stofuna og
fékk sér sæti á stól.
„Hefurðu litið í spegil, á þess-
um drottinsdegi?" spurði John
Francis. Það hangir einn yfir
arninum. Vertu viðbúinn því
versta, sonur sæll.“
Tracy leit í spegilinn, hörf-
aði undan og settist aftur niður.
Augu hans voru eins og tvær
rifur í kjötstykki.
„Það skrítna við að fá högg
á nefið,“ sagði O’Brien, „er að
maður fær glóðaraugu á báð-
um. Skrítið, litskrúðugt fyrir-
bæri.“ Hann sveiflaði fótunum
niður á gólf og pírði augun á
Tracy yfir gleraugun. „Arnie
fékk ekki svo mikið sem
skrámu, Brennan. Hvað í and-
skotanum gekk eiginlega að
þér?“
„Ég er á þeirri skoðun,“
sagði Tracy, „að einn eða fleiri
samherjar hans hafi ráðist
aftan að mér. Ég er með kúlu
á hnakkanum.“
John Francis hristi höfuðið.
„Dóttir mín var vitni að allri
lotunni. Eitt högg frá pestar-
gemlingnum Schultz og írinn
Brennan liggur marflatur og
meðvitundarlaus. Hvílík viður-
styggð.“
„Svo ég minnist á ungfrú
O’Brien," sagði Tracy gætilega,
„hvar er hún í dag?“
„Eftir svefnlausa nótt á legu-
bekknum, er litla stúlkan far-
in.“
„Farin hvert?“
„Til Minneapolis. Flugfar
númer fimmtíu og eitt. Hún
fór fyrir hálftíma síðan.“ Jahn
Francis dró upp bréfmiða. „Hún
mælti svo fyrir, að ég kæmi
fram sem saksóknari hennar i
í fjárkröfum á hendur þér.“
Tracy lét aftur þrútin augun.
Héðan í frá myndi hann leigja
kraftajötun til þess að vernda
sig fyrir rauðhærðum konum.
„Viltu að ég lesi hann fyrir
þig?“ spurði John Francis.
Tracy hristi höfuðið og teygði
hendina eftir skjalinu. Á því
stóð:
BRENNAN:
Þú skuldar mér eftirtald-
ar upphæðir:
Fyrir sokka ....... $ 1.00
Mat og drykk .... - 5.00
Kjötsneiðar fyrir
augun ........... - 1.35
Leigubíl........... - 1.20
Skrifaðu ávísun.
Bölvað kvikindið þitt.
BETTY.
„Er þetta allt og sumt?“
spurði Tracy. „Átta fimmtíu og
fimm?“
„Ég vildi reikna þér þvott
á fjórum handklæðum, sem þér
blæddi í, en hún vildi ekki
heyra það nefnt,“ sagði John
Francis. „Hún hélt því fram,
jafnvel særð rotta væri þeirr-
ar fyrirhafnar virði.“
„Ójá.“
tók til að ofsækja mig, borg-
aði hún fyrir mig kvöldverð-
inn. Hún keypti handa mér
bjórglas fyrir siðasta pening-
inn sinn. Herra O’Brien, ég á
ellefu milljónir dala og ég not-
færði mér mildi og manngæzku
þessarar indælu stúlku eins og
versti þrjótur. Ég er bannsett
óláns-kvikindi.“
„Sannarleg hrollvekja," sam-
sinnti O’Brien.
„Eingöngu til þess að fría
mig frekari vandræðum, bauð
Samtals $ 8.55
„Hún hringdi fyrir nokkru
síðan til að segja mér, að þetta
væri seinasta ferð hennar fyrir
Falcon flugfélagið. Henni var
sagt upp fyrir frammistöðuna
í gærkvöldi."
Það fór hrollur um Tracy og
hugrenningar hans urðu þær
sárustu, sem hann hafði upp-
lifað um æfina. Hann sá, að
hann hafði ótakmarkaða mögu-
leika til að gera sjálfan sig að
fífli og notaði þá óspart. Hon-
um varð ljóst, hve illgjarnt og
ranglátt mat hans hafði verið
á O’Brien, og hann engdist
allur sundur og saman. Hjarta-
gæzka O’Brien hafði kostað
hana átta dali og fimmtíu og
fimm sent, atvinnuna og að
líkindum Arnie Schultz. í stað-
inn hafði hann brugðið henni
um fésýki og flærð.
Jg er bölvað kvikindi,”
sagði Tracy. „Leyfðu mér að
segja þér allt af létta. Frá
fyrstu byrjun hellti ég yfir
hana svívirðingum, níddi niður
ástina og hjónabandið, það dýr-
mætasta, sem lífið hefur að
bjóða. Stuttu seinna náði hún
kolakorni úr auganu á mér. Á
flugvellinum gaf hún mér einn
dal til þess að kaupa sokka
fyrir, svo ég yrði ekki gigt-
veikur. Þegar þjónn nokkur
hún mér í veizlu,“ hélt Tracy
áfram. „Og hvernig launaði ég
henni það svo? Fór út með eina
ljóshærða og kyssti hana á
svölunum.“
„Hún minntist lauslega á
fyrirætlun um að drepa ein-
hverja ljóshærða."
„Ég varð draugfullur og ...“
John Francis gretti sig. „Já,
vel á minnst." Hann stóð upp
og fór fram í eldhúsið og sótti
' þangað tvö glös af whisky.
„Brennan, ég held ég verði að
biðja þig að hætta. Það er
ekkert til aumkunarlegra fyrir
augu og eyru, en íri, sem velt-
ir sér í eigin eymd og smán.
Ég er því fylgjandi að kalla
þig bansnett óláns-kvikindi og
láta þar við sitja.“ Hann rétti
Tracy glas og settist niður.
„Skál fyrir Elizabeth Kath-
leen O’Brien," sagði Tracy.
Þeir skáluðu og drukku af
augljósri geðshræringu.
„Maður, sem á ellefu milljón-
ir dala,“ sagði John Francis,
„ætti að vera fær um að leigja
sér flugvél til staða eins og
til dæmis Huron í Suður-
Dakota.“
„Henni er of illa við mig,“
sagði Ti-acy. „Er það ekki?“
„Sonur sæll, þegar kona er
reið, þá er henni ekki sama
um þig. Þegar hún verður af-
skiptalaus er kominn tími til
að taka gítarinn sinn og
labba heim.“ John Francis stóð
á fætur. „Ég skal lána þér
sokka, drengur minn. Síðan
verðurðu að sjá um þig sjálf-
ur.“
Farþeginn, sem bættist í flug-
vélina í Huron þennan eftir-
miðdag, var hár og grannvax-
inn ungur maður í pokalegum
buxum og jakka með belti að
aftan. Hann var í sokkum, með
litlum írskum sumarblómum á
hliðunum. Þegar hann gekk
upp stigann inn í flugvélina,
sást flugfreyjan hörfa undan,
fölna upp og teygja út hend-
ina eftir egglausu vopni — í
þetta sinn var plastbakki henni
innanhandar.
„Bölvað kvikindið þitt!“
hrópaði hún.
Tracy horfði á hana og mátti
greinilega lesa ást og sára
iðrun í svip hans. Hann tók
upp fjóra seðla og fáeina smá-
peninga. „Ég kom til að borga
skuldina,“ sagði hann blíðlega.
Hún lét bakkann síga. „Hvar
fékkstu peninga?“
„Göfugmennið hann faðir
þinn lánaði mér þá.“
„Nei, hættu nú!“
Tracy togaði upp buxna-
skálmina og flugfreyjan missti
bakkann. „Jólasokkarnir hans!“
hrópaði hún.
„Má ég koma inn? spurði
Tracy. „Það er ýmislegt, sem
ég þarf að segja við þig —
fyrirgefningarbeiðni, ljúflings-
orð og þess háttar.“
„Þú hefur unnið gamla mann-
inn á þitt band líka, ha?“ sagði
hún annars hugar. Hún var
óstyrk og rauðeygð. „Komdu
inn og seztu.“
„Þegar vitið kom aftur til
mín í morgun,“ sagði Tracy í
einlægni, „þá tók ég flugvél á
leigu til þess eins að geta sagt
þér hvað ég er mikið kvikindi."
„Ég vissi það,“ sagði Betty
og virtist að því komin, að
brynna músum. „Var það ekki
fleira?“
„Ég þarf að segja þér frá
þeim heitu tilfinningum, sem
ég ber í brjósti til þín.“
„Gerðu það?“ það glaðnaði
heldur betur yfir flugfreyjunni.
Hún settist við hlið hans. „Þú
þyrftir að gera eitthvað fyrir
augun í þér, Tracy.“
„Ég þarf að gera eitthvað
fyrir hjartað í mér,“ sagði
Tracy. „Ég hef fengið eitthvað
í það.“ Blóðhlaupin augu hans
ljómuðu af viðkvæmni.
„O’Brien, ég tek aftur allt,
sem ég hef sagt um ást og
FÁLKINN 41